Í Kompás fjöllum við um dökka hlið á málaflokki sem fæstum er kunnugt um: Fatlaðar vændiskonur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með þrjú slík mál til rannsóknar á síðasta ári. Þau eru afar viðkvæm og erfið í rannsókn, konurnar verða fyrir grófara ofbeldi en aðrar og eiga erfiðara með að vinna úr afleiðingunum. Talið er að um það bil tuttugu íslenskar konur auglýsi vændi á netinu á hverjum tíma – þar á meðal eru fatlaðar konur. Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún lifir sjálfstæðu lífi með aðstoð, býr ein og hefur vændið meðal annars farið fram heima hjá henni. Við köllum hana Gabríelu. „Mér finnst gaman að syngja og mér finnst gaman að vera í tölvunni hjá mér og hlusta á tónlist og músík. Vera á Facebook, tala við mína vini,“ segir hún. Vændi til að fjármagna spilafíkn Þegar Gabríela var barn lenti hún í fyrsta ofbeldinu – það var maður sem var liðveisla hennar vegna fötlunar hennar. „Það var svolítið erfitt þegar ég var barn. Það tók svolítið mikið á, vanlíðan. Eftir ofbeldið hef ég dílað við sjálfskaðandi hegðun. Svo byrjaði ég að fara að selja mig og fara illa með mig fyrir peninga út af því að ég bar ekki virðingu fyrir líkama mínum eftir ofbeldið sem ég lenti í. Mér fannst ég vera skítug og ógeðsleg og ljót.“ Í fyrstu fann Gabríela kaupendur á götunni en síðar notaði hún Einkamál og Tinder og hitti mennina heima hjá sér. Konur með þroskahömlun geta verið með óljósari mörk, treyst í blindni og verið plataðar í að gera hluti sem þær raunverulega langar ekki að gera. „Allar rannsóknir sýna að konur með fötlun eru útsettastar fyrir því að verða fyrir kynferðisofbeldi. Við höfum dæmi um það hjá fólki sem tengist okkur,“ segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar. Vændi getur verið afleiðing kynferðisofbeldis, eins og í tilfelli Gabríelu. Hún segist hafa stundað vændi í nokkur ár til að fjármagna spilafíkn sína. Ég myndi giska að þetta sé yfir sjötíu manns. Þetta eru menn sem ég kynnist aðallega á Einkamáli. Ég segi: Eruð þið til í að hitta mig, og ég segi: Ég er vændiskona, eruð þið til í að borga mér fyrir það. Fann kaupendur á götunni En þegar Gabríela var að byrja í vændinu fann hún kaupendur á götunni. Þann fyrsta fann hún þegar hún betlaði af honum pening fyrir Strætó og mat á Hlemmi, en hann neitaði að gefa henni pening. „Þá fór ég aðeins að hugsa og fékk góða hugmynd, að spyrja hann hvor hann vilji bara sofa hjá mér fyrir pening. Ég segi: Ég er alveg til í að selja mig fyrir þig ef þú getur borgað mér pening og hann segir: Já, við skulum bara koma heim til mín. Ég var svolítið óörugg þegar ég gerði þetta í fyrsta skipti.“ Gabríela hefur aldrei viljað kæra vændið en hefur nokkrum sinnum þurft að leita á Neyðarmóttökuna vegna ofbeldis og hefur kært þau atvik. „Ég er að bjóða mig til þess að gera þetta. Þá finnst mér ekki að ég eigi að kæra mennina nema þeir séu að brjóta eitthvað af sér í samskiptum milli konunnar og mannsins. Ef þeir eru að biðja mig um eitthvað sem ég vil ekki og er ekki sátt við. Ef þeir eru að meiða mig, eru að meiða mig í leggöngunum, þá kæri ég menn fyrir það,“ segir Gabríela. Karl Steinar Valsson segir lögregluna hafa fengið þrjú vændismál á borð til sín á síðasta ári þar sem konan er með þroskahömlunVísir/baldur hrafnkell Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar, segist finna skýrt takmarkanir þessara kvenna til að átta sig á mörkum, þegar hún er að hjálpa þeim að vinna úr afleiðingum ofbeldisins. Þær rugli saman ást og umhyggju, kynlífi og kynferðislegri misnotkun. „Maður reynir að hjálpa þeim að skilja að þegar einhver borgar fyrir kynlíf þá er komið yfir mörkin og þá er komið út í vændi,“ segir hún. „Beitti mig ofbeldi sem ég átti ekki skilið“ Gabríela lýsir fyrir okkur einu atviki þar sem hún varð fyrir ofbeldi. Þá gaf maður henni efni sem hún tók í nefið. „Þá var ég uppdópuð og ég var hálf vönkuð. Þá fórum við í rúmið, það var klukkan sjö um kvöldið. Þá var hann búinn að vera með mér frá klukkan sjö um kvöldið og búinn að meiða mig alveg til klukkan níu um morguninn.“ Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir eitt til tvö svona mál koma upp á ári. „Á síðasta ári komu upp þrjú mál sem flokkast undir þessa skilgreiningu. Þessi mál eru afar mismunandi og hvert og eitt mjög sérstakt,“ segir hann. Gabríela hefur kært tvö mál þar sem hún hefur lent í ofbeldi í vændinu. Hann beitti mig ofbeldi sem ég átti ekki skilið. „Þar sem ég hef valið kúnna til að stunda kynlíf með en svo farið lengra. Hann beitti mig ofbeldi sem ég átti ekki skilið. Hann hlustaði ekkert á mig þegar ég sagði að þetta væri eitthvað sem hann átti ekki að gera og hann bar ekki virðingu fyrir því sem ég sagði.“ Sambýlismaður gerði fatlaða konu sína út í vændi Kompás hefur heimildir fyrir fjórum vændismálum. Fyrsta er mál Gabríelu. Fjallað var um annað málið í fréttum fyrir rúmu ári síðan. Það sneri að geðfatlaðri og seinfærri konu þar sem grunur lék á að fleiri en fimmtíu karlar hefðu keypt vændi af. Vændið átti sér stað á vöktuðum þjónustukjarna, sem konan bjó í. Lögreglu hefur aðeins tekist að finna nokkra af mönnunum og yfirheyra þá og er rannsókn málsins á lokametrunum. Þá hefur lögregla haft mál til rannsóknar frá 2018 þar sem grunur leikur á að karlmaður hafi gert andlega og líkamlega fatlaða sambýliskonu sína út í vændi. Fólkið átti saman börn. „Ég get staðfest að við höfum haft svoleiðis mál til rannsóknar þar sem við höfum líka velt fyrir okkur mansalsvinkli,“ segir Karl Steinar. Samkvæmt heimildum Kompás áttu sum brotin sér stað á heimili fólksins, víðsvegar um landið, þar sem fólkið skipti reglulega um búsetu. Barnaverndarnefnd hefur haft aðkomu að málinu. Þá hefur fjórða konan leitað til Bjarkarhlíðar og undirbýr lögreglan þar málið til rannsóknar. Hún er á fimmtugsaldri og er með alvarlega þroskahömlun. Samkvæmt heimildum Kompás hefur hún selt karlmönnum aðgang að líkama sínum gegn peningum, eiturlyfjum og áfengi og orðið fyrir ofbeldi. Lítill hópur en mjög gróf misnotkun Gabríela leitar einnig ráðgjafar hjá Rögnu, verkefnastjóra Bjarkarhlíðar. Ragna segir að frá opnun Bjarkarhlíðar árið 2017 hafi á bilinu fimm til tíu fatlaðar konur leitað aðstoðar vegna vændis. Annar eins hópur hefur leitað til Stígamóta. Gabríela hefur leitað aðstoðar hjá Rögnu, verkefnastjóra Bjarkarhlíðar. Þangað hafa fimm til tíu fatlaðar konur leitað aðstoðar vegna vændis.vísir/vilhelm Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir þetta ekki stóran hóp kvenna. „En þarna er um að ræða mjög grófa misnotkun á konum sem standa höllum fæti gagnvart þeim körlum sem beita þær ofbeldi,“ segir hún en einnig hafi ratað á þeirra borð mál sem starfsmenn kvennanna segja þeim frá. „Frá konum sem voru að leita eftir kærustum á netinu og það voru bara rennerí af körlum sem misnotuðu þær,“ segir Guðrún. Beitt ofbeldi í hverjum mánuði Ragna í Bjarkarhlíð segir fatlaðar konur berskjaldaðri fyrir líkamlegu ofbeldi og andlegum þvingunum. „Grófleikinn í vændinu er meiri. Þar sem er verið að fara fram á mjög grófa hluti. Ef þær segja nei, þá er ekki hlustað. Eins er með verjur, ef þær fara fram á það þá er ekki hlustað á það. Þegar kemur að greiðslu þá er ekki borgað uppsett verð eða þær eru sviknar um greiðslur,“ segir Ragna en hún hefur heyrt að fatlaðar konur fái minna greitt, um það bil 10-15 þúsund krónur, en ófatlaðar konur fái frá 25-30 þúsund eða meira. Gabríela segist hafa lent oft í ofbeldi, það gerist jafnvel í hverjum mánuði. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir vændið snúast um að beita konurnar valdivísir/baldur hrafnkell Stundum hafa menn beðið mig um að gera hluti sem ég vil ekki gera. Þá leið mér illa og var ekki ánægð. „Stundum hafa menn beðið mig um að gera hluti sem ég vil ekki gera. Þá leið mér illa og var ekki ánægð. Ég geri ekki grein fyrir hvað ég er að fara út í út af minni fötlun. Ég geri svona þegar mér líður illa, þá geri ég svona. Þá leyfi ég mönnum að fara illa með mig og borga mér pening fyrir það.“ Fjölbreyttur hópur karla Talað er um að kaupendur vændis hér á landi séu að meirihluta íslenskir karlmenn og eru viðmælendur Kompáss sammála um að sá hópur sem kaupir vændi af fötluðum konum sé með sérstaklega brenglað siðferði og einbeittan brotavilja. „Þarna dettur inn kaupendahópur sem við erum ekki almennt að sjá í vændismálum,“ segir Karl Steinar en að það þýði ekki að mennirnir séu sjálfir fatlaðir eða tilheyri sjálfir viðkvæmum hópi. Þeir eru svona 45-60 ára og gætu verið pabbar mínir. Gabríela lýsir kaupendum sem ósköp venjulegum mönnum. „Þetta eru bara menn sem eru giftir stundum, sem eiga konu og eru að sofa hjá vændiskonum. Þeir segja að þeir séu ekki í sambandi og segja að ég eigi að halda leyndó, ekki segja öðrum. Þeir eru svona 45-60 ára og gætu verið pabbar mínir.“ Guðrún hjá Stígamótum útskýrir að það sé dæmigert fyrir ofbeldið að það snúist ekki um konuna sjálfa eða útlit hennar heldur að beita hana valdi. „Konurnar sem ég hef hitt sem hafa verið í vændi og eru á þroskamörkum myndu seint uppfylla þetta útlit kynbombunnar en eru samt miklu útsettari,“ segir hún. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, segir að alltaf ættu að hringja viðvörunarbjöllur þegar vændismál þar sem konan er fötluð koma á borð lögreglu.vísir/vilhelm Karl Steinar segir lögreglu fá upplýsingar um talsvert stóran hóp og Ragna bendir á að mennirnir séu stundum tengdir konunum í gegnum störf sín og fötlun þeirra. „Í mörgum tilfellum eru þetta menn sem þekkja til þeirra út af starfi sínu. Já, einhver sem annast þær vegna fötlunar þeirra,“ segir Ragna. Nauðgun ef tekst að sanna aðstöðumun Svokölluð sænsk leið er farin í löggjöf um vændi á Íslandi þar sem sala á vændi er leyfð en kaupin eru ólögleg. Refsingin er í formi sektar. Í tilfellum, þar sem brotið er gegn fatlaðri konu, kemur hins vegar einnig til skoðunar hvort menn hafi nýtt sér fötlun hennar og þannig gerst sekir um misneytingu eða nauðgun. Ef lögreglu tekst að sanna misneytinguna liggur fangelsisrefsing við brotinu. Karl Steinar segir sönnunarstöðuna erfiða varðandi þennan viðbótarþátt og Kolbrúnsdóttir tekur undir að málin séu flókin. Annars vegar þurfi að sýna fram á að konan sé með næga þröskahömlun til þess að geta ekki veitt upplýst samþykki og hins vegar þarf að maðurinn hafi gert sér grein fyrir fötluninni og þannig nýtt yfirburðarstöðu sína. Héraðssaksóknari fer með ákæruvaldið ef lögregla telur sig geta sýnt fram á misneytingu. „Það ættu alltaf að hringja viðvörunarbjöllur þegar við fáum inn á borð vændismál þegar konan er með fötlun,“ segir Kolbrún. Horfa þurfi til ýmissa þátta til að meta aðstöðumuninn. Til dæmis þroskamats, greiningar, framkomu og hegðunar. „Það þarf að meta hvort það sé auðvelt að tala fólk til, fá fólk til að gera og samþykkja hluti sem það vill ekki gera. Þetta eru atriði sem þarf að skoða og það þarf að fá sérfræðinga til þess,“ segir Kolbrún. Eva Dís segir afleiðingar vændis erfiðar og þungbærar. Það hræðilegt til þess að hugsa að fatlaðar konur þurfi að lifa með þessum afleiðingum.vísir/vilhelm Karl Steinar segir það þó að mati lögreglu engan vafa hvert ástand konunnar sé. „En við þurfum samt sem áður að geta sýnt fram á að viðkomandi sem er að kaupa vændi geri sér grein fyrir því. Við höfum alveg verið með mál til rannsóknar þar sem við þurfum að leita utanaðkomandi aðstoðar til að leggja mat á þroskastig einstaklings.“ Erfitt að vinna úr ofbeldinu Viðmælendur Kompás eru allir sammála um að afleiðingar vændis séu mjög alvarlegar. Eva Dís Þórðardóttir hætti í vændi fyrir sextán árum og hefur síðustu ár leitt sjálfshjálparhópa fyrir konur sem hafa leiðst út í það. „Við erum flest allar að kljást við þunglyndi, kvíða, áfallastreitu, sjálfsskaða, sjálfsvígshugsanir og alls konar fíkn,“ segir hún. Ragna í Bjarkarhlíð segir erfiðara fyrir þessar konur að vinna úr þessum afleiðingum. „Því þær hafa ekki sömu verkfæri og heilbrigðar konur til að vinna með og skilja áhrifin sem þetta hefur. Þeim er illt líkamlega eða andlega en tengja það ekki við að einhver fari yfir mörkin þeirra. Það getur verið mjög erfitt og getur tekið langan tíma að hjálpa þeim að skilja að um ofbeldi sé að ræða. Þetta er hópur kvenna sem á erfitt með að trúa því að það vilji einhver vera vondur við þær. Eva Dís sem hefur heyrt reynslusögur fjölmargra kvenna af vændi hryllir sig við að konur í svo viðkvæmum hópi lendi í þessum aðstæðum, enda sé þetta hópur sem samfélagið eigi að vernda. „Að það séu einstaklingar innan okkar samfélags sem eru tilbúnir að brjóta á þeim, því vændi er ekkert annað en ofbeldi, og greiða peninga til að notfæra sér þessa stöðu einstaklinga finnst mér erfitt að horfast í augu við,“ segir hún. „Langar helst að loka þær inni“ Síðustu ár hefur fólk með þroskahömlun barist ötullega fyrir sjálfstæðara lífi, réttinum til að búa eitt, stunda vinnu og taka eigin ákvarðanir um líf sitt. Bryndís hjá Þroskahjálp kannast við að fólk vilji ofvernda þennan hóp. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir ótta foreldra kvenna með þroskahömlun um að þær verði misnotaðar ekki ástæðulausanvísir/egill „Ég vinn þétt með foreldrum og ég finn vel í mínum störfum að mesti ótti foreldra stúlkna með þroskahömlun er að sleppa af þeim hendinni þegar þær verða fullorðnar af ótta við að þær verði misnotaðar. Ég hef fullan skilning á þessum ótta – hann er ekki ástæðulaus,“ segir hún. „Hinsvegar vitum við að við getum aldrei komið í veg fyrir svona mál því kynferðisbrotamenn verða alltaf til. Það sem við verðum að gera er að styrkja fatlaðar konur, kenna þeim að þekkja mörkin sín og átta sig á því hvað er við hæfi og hvað ekki. „Það getur verið flókið að bregðast rétt við eins og Guðrún í Stígamótum bendir á. „Því þessar konur eru sjálfráða og eiga að vera sjálfráða. Ég veit svo vel að það á ekki að loka þær inni þó mig langi að gera það því ég treysti heiminum ekki fyrir þeim. Ég fæ þessa tilfinningu að vilja hlaupa á eftir þeim og stoppa þær, pakka þeim inn í bómull, því þær hafa ekki þessar varnir. Ég get ekki kennt þeim það. Það sem þyrfti að gera er að kenna fólki að vera ekki font við þessar konur, það er auðvitað verkefnið, en það hefur ekki tekist hingað til,“ segir Guðrún. María Hreiðarsdóttir hefur um árabil verið formaður Átaks, félags fólks með þroskahömlun og lagt ýmsum baráttumálum þessa hóps lið. Hún hefur heyrt af fötluðum konum sem fara í vændi og segir að halda þurfi betur utan um hópinn. María Hreiðarsdóttir segir mikilvægt að veita seinfærum konum og konum með þroskahömlun fræðslu og stuðning á skiljanlegu máli.„Ég myndi vilja sjá að það væru til stuðningshópar fyrir þessa einstaklinga sem væri á auðskildara máli. Það vantar mjög mikið svoleiðis, að hafa hlutina á skiljanlegu máli,“ segir María og bendir einnig á að athuga þurfi stöðu kvennanna í samfélaginu og af hverju þær leiðist út í vændi. „Það hefur sýnt sig að þeir sem lifa bara á örorkubótum eiga mjög erfitt með að ná endum saman.“ Eva Dís segist fá mikla þörf til að passa upp á þennan hóp og vernda. „Mínar tillögur til að vernda þennan hóp er það sem þið eruð að gera; vekja athygli á vandamálinu, að þetta sé að gerast í samfélaginu og skapa umræðu. Ef enginn væri að kaupa vændi í samfélaginu okkar, þá væri enginn að kaupa fatlaða einstaklinga,“ segir hún.„Núna vil ég ekki deyja lengur“Gabríela hefur með stuðningi fjölskyldu og ráðgjafa markvisst unnið úr áföllum, reynt að takast á við spilafíknina og líða betur. En henni hefur ekki tekist að hætta alfarið í vændi þótt hún sé bæði orðin varari um sig og minnkað það talsvert. „Ég er búin að lofa mömmu og Rögnu að vera ekki að fara á Einkamál og Tinder aftur. Ég á bara að finna mann sem ég elska og vera með, án peninga. Ég ætla bara að gera það. Núna vil ég ekki deyja lengur. Nú koma dagar þar sem ég vil lifa, ekki deyja. Ég á skilið að vera til. Ég þarf ekki að fara,“ segir Gabríela. Hafir þú ábendingu um mál sem á heima í Kompás, hafðu þá samband í gegnum kompas@stod2.is Kompás Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Íslenskir karlmenn kaupa vændi af fötluðum konum Hópur íslenskra karlmanna kaupir vændi af konum með þroskahömlun. Þrjú vændismál af þessum toga voru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra og ein kvennanna telur að kúnnarnir séu um sjötíu talsins. Þeir séu oft giftir, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. Hún hefur þurft að leita á Neyðarmóttöku vegna grófs ofbeldis. 2. mars 2020 21:00 Hafa rannsakað tugi nauðgunarmála gegn konum með þroskahömlun Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. 1. mars 2020 20:00 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent
Í Kompás fjöllum við um dökka hlið á málaflokki sem fæstum er kunnugt um: Fatlaðar vændiskonur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með þrjú slík mál til rannsóknar á síðasta ári. Þau eru afar viðkvæm og erfið í rannsókn, konurnar verða fyrir grófara ofbeldi en aðrar og eiga erfiðara með að vinna úr afleiðingunum. Talið er að um það bil tuttugu íslenskar konur auglýsi vændi á netinu á hverjum tíma – þar á meðal eru fatlaðar konur. Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún lifir sjálfstæðu lífi með aðstoð, býr ein og hefur vændið meðal annars farið fram heima hjá henni. Við köllum hana Gabríelu. „Mér finnst gaman að syngja og mér finnst gaman að vera í tölvunni hjá mér og hlusta á tónlist og músík. Vera á Facebook, tala við mína vini,“ segir hún. Vændi til að fjármagna spilafíkn Þegar Gabríela var barn lenti hún í fyrsta ofbeldinu – það var maður sem var liðveisla hennar vegna fötlunar hennar. „Það var svolítið erfitt þegar ég var barn. Það tók svolítið mikið á, vanlíðan. Eftir ofbeldið hef ég dílað við sjálfskaðandi hegðun. Svo byrjaði ég að fara að selja mig og fara illa með mig fyrir peninga út af því að ég bar ekki virðingu fyrir líkama mínum eftir ofbeldið sem ég lenti í. Mér fannst ég vera skítug og ógeðsleg og ljót.“ Í fyrstu fann Gabríela kaupendur á götunni en síðar notaði hún Einkamál og Tinder og hitti mennina heima hjá sér. Konur með þroskahömlun geta verið með óljósari mörk, treyst í blindni og verið plataðar í að gera hluti sem þær raunverulega langar ekki að gera. „Allar rannsóknir sýna að konur með fötlun eru útsettastar fyrir því að verða fyrir kynferðisofbeldi. Við höfum dæmi um það hjá fólki sem tengist okkur,“ segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar. Vændi getur verið afleiðing kynferðisofbeldis, eins og í tilfelli Gabríelu. Hún segist hafa stundað vændi í nokkur ár til að fjármagna spilafíkn sína. Ég myndi giska að þetta sé yfir sjötíu manns. Þetta eru menn sem ég kynnist aðallega á Einkamáli. Ég segi: Eruð þið til í að hitta mig, og ég segi: Ég er vændiskona, eruð þið til í að borga mér fyrir það. Fann kaupendur á götunni En þegar Gabríela var að byrja í vændinu fann hún kaupendur á götunni. Þann fyrsta fann hún þegar hún betlaði af honum pening fyrir Strætó og mat á Hlemmi, en hann neitaði að gefa henni pening. „Þá fór ég aðeins að hugsa og fékk góða hugmynd, að spyrja hann hvor hann vilji bara sofa hjá mér fyrir pening. Ég segi: Ég er alveg til í að selja mig fyrir þig ef þú getur borgað mér pening og hann segir: Já, við skulum bara koma heim til mín. Ég var svolítið óörugg þegar ég gerði þetta í fyrsta skipti.“ Gabríela hefur aldrei viljað kæra vændið en hefur nokkrum sinnum þurft að leita á Neyðarmóttökuna vegna ofbeldis og hefur kært þau atvik. „Ég er að bjóða mig til þess að gera þetta. Þá finnst mér ekki að ég eigi að kæra mennina nema þeir séu að brjóta eitthvað af sér í samskiptum milli konunnar og mannsins. Ef þeir eru að biðja mig um eitthvað sem ég vil ekki og er ekki sátt við. Ef þeir eru að meiða mig, eru að meiða mig í leggöngunum, þá kæri ég menn fyrir það,“ segir Gabríela. Karl Steinar Valsson segir lögregluna hafa fengið þrjú vændismál á borð til sín á síðasta ári þar sem konan er með þroskahömlunVísir/baldur hrafnkell Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar, segist finna skýrt takmarkanir þessara kvenna til að átta sig á mörkum, þegar hún er að hjálpa þeim að vinna úr afleiðingum ofbeldisins. Þær rugli saman ást og umhyggju, kynlífi og kynferðislegri misnotkun. „Maður reynir að hjálpa þeim að skilja að þegar einhver borgar fyrir kynlíf þá er komið yfir mörkin og þá er komið út í vændi,“ segir hún. „Beitti mig ofbeldi sem ég átti ekki skilið“ Gabríela lýsir fyrir okkur einu atviki þar sem hún varð fyrir ofbeldi. Þá gaf maður henni efni sem hún tók í nefið. „Þá var ég uppdópuð og ég var hálf vönkuð. Þá fórum við í rúmið, það var klukkan sjö um kvöldið. Þá var hann búinn að vera með mér frá klukkan sjö um kvöldið og búinn að meiða mig alveg til klukkan níu um morguninn.“ Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir eitt til tvö svona mál koma upp á ári. „Á síðasta ári komu upp þrjú mál sem flokkast undir þessa skilgreiningu. Þessi mál eru afar mismunandi og hvert og eitt mjög sérstakt,“ segir hann. Gabríela hefur kært tvö mál þar sem hún hefur lent í ofbeldi í vændinu. Hann beitti mig ofbeldi sem ég átti ekki skilið. „Þar sem ég hef valið kúnna til að stunda kynlíf með en svo farið lengra. Hann beitti mig ofbeldi sem ég átti ekki skilið. Hann hlustaði ekkert á mig þegar ég sagði að þetta væri eitthvað sem hann átti ekki að gera og hann bar ekki virðingu fyrir því sem ég sagði.“ Sambýlismaður gerði fatlaða konu sína út í vændi Kompás hefur heimildir fyrir fjórum vændismálum. Fyrsta er mál Gabríelu. Fjallað var um annað málið í fréttum fyrir rúmu ári síðan. Það sneri að geðfatlaðri og seinfærri konu þar sem grunur lék á að fleiri en fimmtíu karlar hefðu keypt vændi af. Vændið átti sér stað á vöktuðum þjónustukjarna, sem konan bjó í. Lögreglu hefur aðeins tekist að finna nokkra af mönnunum og yfirheyra þá og er rannsókn málsins á lokametrunum. Þá hefur lögregla haft mál til rannsóknar frá 2018 þar sem grunur leikur á að karlmaður hafi gert andlega og líkamlega fatlaða sambýliskonu sína út í vændi. Fólkið átti saman börn. „Ég get staðfest að við höfum haft svoleiðis mál til rannsóknar þar sem við höfum líka velt fyrir okkur mansalsvinkli,“ segir Karl Steinar. Samkvæmt heimildum Kompás áttu sum brotin sér stað á heimili fólksins, víðsvegar um landið, þar sem fólkið skipti reglulega um búsetu. Barnaverndarnefnd hefur haft aðkomu að málinu. Þá hefur fjórða konan leitað til Bjarkarhlíðar og undirbýr lögreglan þar málið til rannsóknar. Hún er á fimmtugsaldri og er með alvarlega þroskahömlun. Samkvæmt heimildum Kompás hefur hún selt karlmönnum aðgang að líkama sínum gegn peningum, eiturlyfjum og áfengi og orðið fyrir ofbeldi. Lítill hópur en mjög gróf misnotkun Gabríela leitar einnig ráðgjafar hjá Rögnu, verkefnastjóra Bjarkarhlíðar. Ragna segir að frá opnun Bjarkarhlíðar árið 2017 hafi á bilinu fimm til tíu fatlaðar konur leitað aðstoðar vegna vændis. Annar eins hópur hefur leitað til Stígamóta. Gabríela hefur leitað aðstoðar hjá Rögnu, verkefnastjóra Bjarkarhlíðar. Þangað hafa fimm til tíu fatlaðar konur leitað aðstoðar vegna vændis.vísir/vilhelm Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir þetta ekki stóran hóp kvenna. „En þarna er um að ræða mjög grófa misnotkun á konum sem standa höllum fæti gagnvart þeim körlum sem beita þær ofbeldi,“ segir hún en einnig hafi ratað á þeirra borð mál sem starfsmenn kvennanna segja þeim frá. „Frá konum sem voru að leita eftir kærustum á netinu og það voru bara rennerí af körlum sem misnotuðu þær,“ segir Guðrún. Beitt ofbeldi í hverjum mánuði Ragna í Bjarkarhlíð segir fatlaðar konur berskjaldaðri fyrir líkamlegu ofbeldi og andlegum þvingunum. „Grófleikinn í vændinu er meiri. Þar sem er verið að fara fram á mjög grófa hluti. Ef þær segja nei, þá er ekki hlustað. Eins er með verjur, ef þær fara fram á það þá er ekki hlustað á það. Þegar kemur að greiðslu þá er ekki borgað uppsett verð eða þær eru sviknar um greiðslur,“ segir Ragna en hún hefur heyrt að fatlaðar konur fái minna greitt, um það bil 10-15 þúsund krónur, en ófatlaðar konur fái frá 25-30 þúsund eða meira. Gabríela segist hafa lent oft í ofbeldi, það gerist jafnvel í hverjum mánuði. Guðrún Jónsdóttir, talskona Stígamóta, segir vændið snúast um að beita konurnar valdivísir/baldur hrafnkell Stundum hafa menn beðið mig um að gera hluti sem ég vil ekki gera. Þá leið mér illa og var ekki ánægð. „Stundum hafa menn beðið mig um að gera hluti sem ég vil ekki gera. Þá leið mér illa og var ekki ánægð. Ég geri ekki grein fyrir hvað ég er að fara út í út af minni fötlun. Ég geri svona þegar mér líður illa, þá geri ég svona. Þá leyfi ég mönnum að fara illa með mig og borga mér pening fyrir það.“ Fjölbreyttur hópur karla Talað er um að kaupendur vændis hér á landi séu að meirihluta íslenskir karlmenn og eru viðmælendur Kompáss sammála um að sá hópur sem kaupir vændi af fötluðum konum sé með sérstaklega brenglað siðferði og einbeittan brotavilja. „Þarna dettur inn kaupendahópur sem við erum ekki almennt að sjá í vændismálum,“ segir Karl Steinar en að það þýði ekki að mennirnir séu sjálfir fatlaðir eða tilheyri sjálfir viðkvæmum hópi. Þeir eru svona 45-60 ára og gætu verið pabbar mínir. Gabríela lýsir kaupendum sem ósköp venjulegum mönnum. „Þetta eru bara menn sem eru giftir stundum, sem eiga konu og eru að sofa hjá vændiskonum. Þeir segja að þeir séu ekki í sambandi og segja að ég eigi að halda leyndó, ekki segja öðrum. Þeir eru svona 45-60 ára og gætu verið pabbar mínir.“ Guðrún hjá Stígamótum útskýrir að það sé dæmigert fyrir ofbeldið að það snúist ekki um konuna sjálfa eða útlit hennar heldur að beita hana valdi. „Konurnar sem ég hef hitt sem hafa verið í vændi og eru á þroskamörkum myndu seint uppfylla þetta útlit kynbombunnar en eru samt miklu útsettari,“ segir hún. Kolbrún Benediktsdóttir, varahéraðssaksóknari, segir að alltaf ættu að hringja viðvörunarbjöllur þegar vændismál þar sem konan er fötluð koma á borð lögreglu.vísir/vilhelm Karl Steinar segir lögreglu fá upplýsingar um talsvert stóran hóp og Ragna bendir á að mennirnir séu stundum tengdir konunum í gegnum störf sín og fötlun þeirra. „Í mörgum tilfellum eru þetta menn sem þekkja til þeirra út af starfi sínu. Já, einhver sem annast þær vegna fötlunar þeirra,“ segir Ragna. Nauðgun ef tekst að sanna aðstöðumun Svokölluð sænsk leið er farin í löggjöf um vændi á Íslandi þar sem sala á vændi er leyfð en kaupin eru ólögleg. Refsingin er í formi sektar. Í tilfellum, þar sem brotið er gegn fatlaðri konu, kemur hins vegar einnig til skoðunar hvort menn hafi nýtt sér fötlun hennar og þannig gerst sekir um misneytingu eða nauðgun. Ef lögreglu tekst að sanna misneytinguna liggur fangelsisrefsing við brotinu. Karl Steinar segir sönnunarstöðuna erfiða varðandi þennan viðbótarþátt og Kolbrúnsdóttir tekur undir að málin séu flókin. Annars vegar þurfi að sýna fram á að konan sé með næga þröskahömlun til þess að geta ekki veitt upplýst samþykki og hins vegar þarf að maðurinn hafi gert sér grein fyrir fötluninni og þannig nýtt yfirburðarstöðu sína. Héraðssaksóknari fer með ákæruvaldið ef lögregla telur sig geta sýnt fram á misneytingu. „Það ættu alltaf að hringja viðvörunarbjöllur þegar við fáum inn á borð vændismál þegar konan er með fötlun,“ segir Kolbrún. Horfa þurfi til ýmissa þátta til að meta aðstöðumuninn. Til dæmis þroskamats, greiningar, framkomu og hegðunar. „Það þarf að meta hvort það sé auðvelt að tala fólk til, fá fólk til að gera og samþykkja hluti sem það vill ekki gera. Þetta eru atriði sem þarf að skoða og það þarf að fá sérfræðinga til þess,“ segir Kolbrún. Eva Dís segir afleiðingar vændis erfiðar og þungbærar. Það hræðilegt til þess að hugsa að fatlaðar konur þurfi að lifa með þessum afleiðingum.vísir/vilhelm Karl Steinar segir það þó að mati lögreglu engan vafa hvert ástand konunnar sé. „En við þurfum samt sem áður að geta sýnt fram á að viðkomandi sem er að kaupa vændi geri sér grein fyrir því. Við höfum alveg verið með mál til rannsóknar þar sem við þurfum að leita utanaðkomandi aðstoðar til að leggja mat á þroskastig einstaklings.“ Erfitt að vinna úr ofbeldinu Viðmælendur Kompás eru allir sammála um að afleiðingar vændis séu mjög alvarlegar. Eva Dís Þórðardóttir hætti í vændi fyrir sextán árum og hefur síðustu ár leitt sjálfshjálparhópa fyrir konur sem hafa leiðst út í það. „Við erum flest allar að kljást við þunglyndi, kvíða, áfallastreitu, sjálfsskaða, sjálfsvígshugsanir og alls konar fíkn,“ segir hún. Ragna í Bjarkarhlíð segir erfiðara fyrir þessar konur að vinna úr þessum afleiðingum. „Því þær hafa ekki sömu verkfæri og heilbrigðar konur til að vinna með og skilja áhrifin sem þetta hefur. Þeim er illt líkamlega eða andlega en tengja það ekki við að einhver fari yfir mörkin þeirra. Það getur verið mjög erfitt og getur tekið langan tíma að hjálpa þeim að skilja að um ofbeldi sé að ræða. Þetta er hópur kvenna sem á erfitt með að trúa því að það vilji einhver vera vondur við þær. Eva Dís sem hefur heyrt reynslusögur fjölmargra kvenna af vændi hryllir sig við að konur í svo viðkvæmum hópi lendi í þessum aðstæðum, enda sé þetta hópur sem samfélagið eigi að vernda. „Að það séu einstaklingar innan okkar samfélags sem eru tilbúnir að brjóta á þeim, því vændi er ekkert annað en ofbeldi, og greiða peninga til að notfæra sér þessa stöðu einstaklinga finnst mér erfitt að horfast í augu við,“ segir hún. „Langar helst að loka þær inni“ Síðustu ár hefur fólk með þroskahömlun barist ötullega fyrir sjálfstæðara lífi, réttinum til að búa eitt, stunda vinnu og taka eigin ákvarðanir um líf sitt. Bryndís hjá Þroskahjálp kannast við að fólk vilji ofvernda þennan hóp. Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir ótta foreldra kvenna með þroskahömlun um að þær verði misnotaðar ekki ástæðulausanvísir/egill „Ég vinn þétt með foreldrum og ég finn vel í mínum störfum að mesti ótti foreldra stúlkna með þroskahömlun er að sleppa af þeim hendinni þegar þær verða fullorðnar af ótta við að þær verði misnotaðar. Ég hef fullan skilning á þessum ótta – hann er ekki ástæðulaus,“ segir hún. „Hinsvegar vitum við að við getum aldrei komið í veg fyrir svona mál því kynferðisbrotamenn verða alltaf til. Það sem við verðum að gera er að styrkja fatlaðar konur, kenna þeim að þekkja mörkin sín og átta sig á því hvað er við hæfi og hvað ekki. „Það getur verið flókið að bregðast rétt við eins og Guðrún í Stígamótum bendir á. „Því þessar konur eru sjálfráða og eiga að vera sjálfráða. Ég veit svo vel að það á ekki að loka þær inni þó mig langi að gera það því ég treysti heiminum ekki fyrir þeim. Ég fæ þessa tilfinningu að vilja hlaupa á eftir þeim og stoppa þær, pakka þeim inn í bómull, því þær hafa ekki þessar varnir. Ég get ekki kennt þeim það. Það sem þyrfti að gera er að kenna fólki að vera ekki font við þessar konur, það er auðvitað verkefnið, en það hefur ekki tekist hingað til,“ segir Guðrún. María Hreiðarsdóttir hefur um árabil verið formaður Átaks, félags fólks með þroskahömlun og lagt ýmsum baráttumálum þessa hóps lið. Hún hefur heyrt af fötluðum konum sem fara í vændi og segir að halda þurfi betur utan um hópinn. María Hreiðarsdóttir segir mikilvægt að veita seinfærum konum og konum með þroskahömlun fræðslu og stuðning á skiljanlegu máli.„Ég myndi vilja sjá að það væru til stuðningshópar fyrir þessa einstaklinga sem væri á auðskildara máli. Það vantar mjög mikið svoleiðis, að hafa hlutina á skiljanlegu máli,“ segir María og bendir einnig á að athuga þurfi stöðu kvennanna í samfélaginu og af hverju þær leiðist út í vændi. „Það hefur sýnt sig að þeir sem lifa bara á örorkubótum eiga mjög erfitt með að ná endum saman.“ Eva Dís segist fá mikla þörf til að passa upp á þennan hóp og vernda. „Mínar tillögur til að vernda þennan hóp er það sem þið eruð að gera; vekja athygli á vandamálinu, að þetta sé að gerast í samfélaginu og skapa umræðu. Ef enginn væri að kaupa vændi í samfélaginu okkar, þá væri enginn að kaupa fatlaða einstaklinga,“ segir hún.„Núna vil ég ekki deyja lengur“Gabríela hefur með stuðningi fjölskyldu og ráðgjafa markvisst unnið úr áföllum, reynt að takast á við spilafíknina og líða betur. En henni hefur ekki tekist að hætta alfarið í vændi þótt hún sé bæði orðin varari um sig og minnkað það talsvert. „Ég er búin að lofa mömmu og Rögnu að vera ekki að fara á Einkamál og Tinder aftur. Ég á bara að finna mann sem ég elska og vera með, án peninga. Ég ætla bara að gera það. Núna vil ég ekki deyja lengur. Nú koma dagar þar sem ég vil lifa, ekki deyja. Ég á skilið að vera til. Ég þarf ekki að fara,“ segir Gabríela. Hafir þú ábendingu um mál sem á heima í Kompás, hafðu þá samband í gegnum kompas@stod2.is
Íslenskir karlmenn kaupa vændi af fötluðum konum Hópur íslenskra karlmanna kaupir vændi af konum með þroskahömlun. Þrjú vændismál af þessum toga voru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra og ein kvennanna telur að kúnnarnir séu um sjötíu talsins. Þeir séu oft giftir, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. Hún hefur þurft að leita á Neyðarmóttöku vegna grófs ofbeldis. 2. mars 2020 21:00
Hafa rannsakað tugi nauðgunarmála gegn konum með þroskahömlun Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. 1. mars 2020 20:00