Maðurinn sem stýrði Liverpool á móti Aston Villa og Shrewsbury er farinn frá félaginu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2020 14:30 Neil Critchley kom Liverpool áfram í bikarnum en hætti hjá félaginu áður en kom að næsta leik í keppninni. Hér fagnar hann sigri á móti Shrewsbury Town. Getty/James Baylis Tveir menn hafa stýrt Liverpool liðinu á þessu tímabili og annar þeirra hefur nú yfirgefið félagið. Neil Critchley er hættur störfum sem þjálfari 23 ára liðs Liverpool. Liverpool segir frá því á heimasíðu sinni að Neil Critchley hafi ráðið sig sem aðalþjálfara hjá C-deildarliðinu Blackpool. Hann stökk á tækifærið að þjálfa hjá aðalliði eftir að hafa verið með yngri lið í langan tíma. Hinn 41 árs gamli Neil Critchley hefur starfað hjá Liverpool í sex og hálft ár eða síðan að hann tók við undir átján ára liðinu í september 2013. Hann var síðan gerður að þjálfara 23 ára liðs félagsins fyrir 2017-18 tímabilið. Neil Critchley stýrði Liverpool liðinu í deildabikarleik á móti Aston Villa í desember og í bikarleik á móti Shrewsbury Town á Anfield í byrjun febrúar. Í báðum tilfellum var Liverpool liðið skipað ungum leikmönnum í 23 ára liðinu þar sem aðallið Liverpool var ekki á staðnum. Í leiknum í desember þá var Jürgen Klopp með aðalliðið á heimsmeistarakeppni félagsliða í Katar en í febrúar þá var leikurinn settur á dag þar sem Klopp var búinn að ákveða að aðalliðið væri í vetrarfríi. Liverpool tapaði 5-0 á móti Aston Villa en vann 1-0 sigur á Shrewsbury Town. Alex Inglethorpe, yfirmaður akademíunnar hjá Liverpool, sagðist vera vonsvikinn að horfa á eftir Critchley en um leið segir hann að þetta sýnir það að þjálfarar yngri liða félagsins eigi líka möguleika á því að komast inn í aðalliðin eins og leikmennirnir þó svo að það sé hjá öðrum félögum. Jürgen Klopp gave his best wishes to Neil Critchley as he explained why the #LFCU23s manager's departure to take charge of @BlackpoolFC is an example of how the club wants to operate.https://t.co/rB802AQmRh— Liverpool FC (@LFC) March 2, 2020 Steven Gerrard, Michael Beale og Mike Marsh hafa allir fengið tækifæri hjá öðrum félögum eftir að hafa stýrt yngri liðum Liverpool. Pepijn Lijnders, áður aðstoðarmaður hjá aðlliðinu, mun nú taka við þjálfun 23 ára liðsins hjá Liverpool. Thanks for everything, Critch All the best at @BlackpoolFC pic.twitter.com/s2BOotMpQd— Liverpool FC (@LFC) March 2, 2020 Enski boltinn Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Tveir menn hafa stýrt Liverpool liðinu á þessu tímabili og annar þeirra hefur nú yfirgefið félagið. Neil Critchley er hættur störfum sem þjálfari 23 ára liðs Liverpool. Liverpool segir frá því á heimasíðu sinni að Neil Critchley hafi ráðið sig sem aðalþjálfara hjá C-deildarliðinu Blackpool. Hann stökk á tækifærið að þjálfa hjá aðalliði eftir að hafa verið með yngri lið í langan tíma. Hinn 41 árs gamli Neil Critchley hefur starfað hjá Liverpool í sex og hálft ár eða síðan að hann tók við undir átján ára liðinu í september 2013. Hann var síðan gerður að þjálfara 23 ára liðs félagsins fyrir 2017-18 tímabilið. Neil Critchley stýrði Liverpool liðinu í deildabikarleik á móti Aston Villa í desember og í bikarleik á móti Shrewsbury Town á Anfield í byrjun febrúar. Í báðum tilfellum var Liverpool liðið skipað ungum leikmönnum í 23 ára liðinu þar sem aðallið Liverpool var ekki á staðnum. Í leiknum í desember þá var Jürgen Klopp með aðalliðið á heimsmeistarakeppni félagsliða í Katar en í febrúar þá var leikurinn settur á dag þar sem Klopp var búinn að ákveða að aðalliðið væri í vetrarfríi. Liverpool tapaði 5-0 á móti Aston Villa en vann 1-0 sigur á Shrewsbury Town. Alex Inglethorpe, yfirmaður akademíunnar hjá Liverpool, sagðist vera vonsvikinn að horfa á eftir Critchley en um leið segir hann að þetta sýnir það að þjálfarar yngri liða félagsins eigi líka möguleika á því að komast inn í aðalliðin eins og leikmennirnir þó svo að það sé hjá öðrum félögum. Jürgen Klopp gave his best wishes to Neil Critchley as he explained why the #LFCU23s manager's departure to take charge of @BlackpoolFC is an example of how the club wants to operate.https://t.co/rB802AQmRh— Liverpool FC (@LFC) March 2, 2020 Steven Gerrard, Michael Beale og Mike Marsh hafa allir fengið tækifæri hjá öðrum félögum eftir að hafa stýrt yngri liðum Liverpool. Pepijn Lijnders, áður aðstoðarmaður hjá aðlliðinu, mun nú taka við þjálfun 23 ára liðsins hjá Liverpool. Thanks for everything, Critch All the best at @BlackpoolFC pic.twitter.com/s2BOotMpQd— Liverpool FC (@LFC) March 2, 2020
Enski boltinn Mest lesið Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Fótbolti Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Næst yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sport Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Fótbolti Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fótbolti í fyrirrúmi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira