Íslenskir karlmenn kaupa vændi af fötluðum konum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 2. mars 2020 21:00 Hópur íslenskra karlmanna kaupir vændi af konum með þroskahömlun. Þrjú vændismál af þessum toga voru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra og ein kvennanna telur að kúnnarnir séu um sjötíu talsins. Þeir séu oft giftir, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. Hún hefur þurft að leita á Neyðarmóttöku vegna grófs ofbeldis. Í Kompás, sem sjá má í spilaranum, er fjallað um dökka hlið á vændi í Reykjavík: Fatlaðar vændiskonur. Kona, á fertugsaldri, lýsir reynslu sinni af vændi, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. „Það var svolítið erfitt þegar ég var barn. Það tók svolítið mikið á, vanlíðan. Eftir ofbeldið hef ég dílað við sjálfskaðandi hegðun. Svo byrjaði ég að fara að selja mig og fara illa með mig fyrir peninga út af því að ég bar ekki virðingu fyrir líkama mínum eftir ofbeldið sem ég lenti í. Mér fannst ég vera skítug og ógeðsleg og ljót,“ segir konan, sem við köllum Gabríelu. Konan hefur hefur verið í vændi í nokkur ár. Það gerir hún til að fjármagna spilafíkn sína. „Ég myndi giska að þetta sé yfir sjötíu manns. Þetta eru menn sem ég kynnist aðallega á Einkamáli,“ segir Gabríela. Hún hefur þó nokkrum sinnum þurft að leita á Neyðarmóttökuna vegna ofbeldis. „Ef þeir eru að biðja mig um eitthvað sem ég vil ekki og er ekki sátt við. Ef þeir eru að meiða mig, eru að meiða mig í leggöngunum, þá kæri ég menn fyrir það,“ segir Gabríela. Mál konunnar er ekki einsdæmi en þrjú vændismál, þar sem konan er með þroskahömlun, voru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra en fjallað er um málin í þættinum. Í einu þeirra leikur grunur á að karlmaður hafi gert andlega og líkamlega fatlaða sambýliskonu sína út í vændi. Fólkið átti saman börn. „Ég get staðfest að við höfum haft svoleiðis mál til rannsóknar þar sem við höfum líka velt fyrir okkur mansalsvinkli,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem vinna með konunum segja að það sé erfitt fyrir þær að vinna úr afleiðingunum. „Því þær hafa ekki sömu verkfæri og heilbrigðar konur til að vinna með og skilja áhrifin sem þetta hefur. Það getur verið mjög erfitt og getur tekið langan tíma að hjálpa þeim að skilja að um ofbeldi sé að ræða. Þetta er hópur kvenna sem á erfitt með að trúa því að það vilji einhver vera vondur við þær,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar. Þá lýsir konan atviki þar sem hún varð fyrir ofbeldi eftir að maður gaf henni efni sem hún tók í nefið. „Þá var ég uppdópuð og ég var hálfvönkuð. Þá fórum við í rúmið, það var klukkan sjö um kvöldið. Þá var hann búinn að vera með mér frá klukkan sjö um kvöldið og búinn að meiða mig alveg til klukkan níu um morguninn,“ segir Gabríela. Kompás Tengdar fréttir „Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30 Hafa rannsakað tugi nauðgunarmála gegn konum með þroskahömlun Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. 1. mars 2020 20:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Hópur íslenskra karlmanna kaupir vændi af konum með þroskahömlun. Þrjú vændismál af þessum toga voru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra og ein kvennanna telur að kúnnarnir séu um sjötíu talsins. Þeir séu oft giftir, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. Hún hefur þurft að leita á Neyðarmóttöku vegna grófs ofbeldis. Í Kompás, sem sjá má í spilaranum, er fjallað um dökka hlið á vændi í Reykjavík: Fatlaðar vændiskonur. Kona, á fertugsaldri, lýsir reynslu sinni af vændi, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. „Það var svolítið erfitt þegar ég var barn. Það tók svolítið mikið á, vanlíðan. Eftir ofbeldið hef ég dílað við sjálfskaðandi hegðun. Svo byrjaði ég að fara að selja mig og fara illa með mig fyrir peninga út af því að ég bar ekki virðingu fyrir líkama mínum eftir ofbeldið sem ég lenti í. Mér fannst ég vera skítug og ógeðsleg og ljót,“ segir konan, sem við köllum Gabríelu. Konan hefur hefur verið í vændi í nokkur ár. Það gerir hún til að fjármagna spilafíkn sína. „Ég myndi giska að þetta sé yfir sjötíu manns. Þetta eru menn sem ég kynnist aðallega á Einkamáli,“ segir Gabríela. Hún hefur þó nokkrum sinnum þurft að leita á Neyðarmóttökuna vegna ofbeldis. „Ef þeir eru að biðja mig um eitthvað sem ég vil ekki og er ekki sátt við. Ef þeir eru að meiða mig, eru að meiða mig í leggöngunum, þá kæri ég menn fyrir það,“ segir Gabríela. Mál konunnar er ekki einsdæmi en þrjú vændismál, þar sem konan er með þroskahömlun, voru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í fyrra en fjallað er um málin í þættinum. Í einu þeirra leikur grunur á að karlmaður hafi gert andlega og líkamlega fatlaða sambýliskonu sína út í vændi. Fólkið átti saman börn. „Ég get staðfest að við höfum haft svoleiðis mál til rannsóknar þar sem við höfum líka velt fyrir okkur mansalsvinkli,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem vinna með konunum segja að það sé erfitt fyrir þær að vinna úr afleiðingunum. „Því þær hafa ekki sömu verkfæri og heilbrigðar konur til að vinna með og skilja áhrifin sem þetta hefur. Það getur verið mjög erfitt og getur tekið langan tíma að hjálpa þeim að skilja að um ofbeldi sé að ræða. Þetta er hópur kvenna sem á erfitt með að trúa því að það vilji einhver vera vondur við þær,“ segir Ragna Björg Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri Bjarkarhlíðar. Þá lýsir konan atviki þar sem hún varð fyrir ofbeldi eftir að maður gaf henni efni sem hún tók í nefið. „Þá var ég uppdópuð og ég var hálfvönkuð. Þá fórum við í rúmið, það var klukkan sjö um kvöldið. Þá var hann búinn að vera með mér frá klukkan sjö um kvöldið og búinn að meiða mig alveg til klukkan níu um morguninn,“ segir Gabríela.
Kompás Tengdar fréttir „Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30 Hafa rannsakað tugi nauðgunarmála gegn konum með þroskahömlun Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. 1. mars 2020 20:00 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
„Þeir segja að ég eigi að halda leyndó“ Í Kompás segir kona á fertugsaldri sögu sína, hún er með þroskahömlun og glímir við ýmis geðræn vandamál. Hún hefur stundað vændi í nokkur ár og telur að kúnnarnir séu um sjötíu menn. Þeir séu oft giftir menn, venjulegir menn, eins og hún segir sjálf. 2. mars 2020 09:30
Hafa rannsakað tugi nauðgunarmála gegn konum með þroskahömlun Þrjátíu og sjö meintar nauðganir, þar sem brotaþoli er með þroskahömlun, hafa verið til rannsóknar hjá lögregluembættum landsins á síðustu fjórum árum. Í langflestum málanna hafa ófatlaðir menn haft kynmök við fatlaðar konur sem gátu hugsanlega ekki veitt upplýst samþykki vegna fötlunar sinnar. 1. mars 2020 20:00