Senda bréf á næstu dögum til þeirra sem gætu átt von á sekt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 2. mars 2020 20:00 Edda Símonardóttir er sviðsstjóri hjá Skattinum. Vísir/Egill Rúmlega sextíu prósent félaga hafa gengið frá skráningu raunverulegra eigenda hjá Skattinum. Nú fer hver að verða síðastur að ganga frá skráningu til að komast hjá því að sæta sekt. Stofnunin hvetur þá sem enn eiga eftir að ljúka skráningu að gera það sem allra fyrst. Nær allar gerðir félaga falla undir lög um skráningu raunverulegra eigenda að undanskildum húsfélögum, félögum sem skráð eru á markað eða sem eru í eigu hins opinbera. Dótturfélög þarf einnig að skrá. „Við höfum verið að fá alls konar spurningar og sérstaklega spurningar um hvað felst í því að stjórn eða stjórnarformaður almennra félaga eða félagasamtaka sem eru óhagnaðardrifin, að viðkomandi skrái sig sem raunverulega eigendur. Okkar svar er það að það er engin frekari ábyrgð sem felst í því heldur en að bara vera í stjórn eða vera félagsmaður,“ segir Edda Símonardóttir, sviðsstjóri innheimtu- og skráarsviðs hjá Skattinum. Flestir skila inn rafrænt en einnig hafa þónokkrar skráningar borist á pappírsformi. Starfsfólk Skattsins hefur unnið langa daga og líka um helgar við að skrá inn upplýsingarnar. „Við erum komin núna upp í ríflega sextíu prósent af skilaskildum félögum sem hafa nú þegar skráð sig,“ segir Edda. Dagsektir geta numið á bilinu 10 til 500 þúsund krónum. „Sektir falla á þá sem hafa ekki skilað réttum upplýsingum þriðja mars næstkomandi og við erum að fara í það á næstu dögum að senda út bréf til þessara aðila sem ná ekki skráningum í vikunni,“ segir Edda. Talsverður fjöldi félaga er á skrá sem ef til vill hafa ekki verið virk í lengri tíma. Edda bendir á að til þess að komast hjá sekt borgi sig að afskrá slík félög. Allar nánari upplýsingar um skráningu raunverulegra eigenda er að finna á heimasíðu Skattsins. Efnahagsmál Skattar og tollar Viðskipti Tengdar fréttir Gætu sætt sektum ef skráningu raunverulegra eigenda er ekki lokið fyrir mánaðamót Viðunandi skráning raunverulegra eigenda er ein af forsendum þess að Ísland komist af gráum lista. 5. febrúar 2020 11:47 Brýnt að ljúka skráningu raunverulegra eigenda svo Ísland komist af gráum lista Enn eru bundnar vonir við að Ísland komist af listanum í október. 25. febrúar 2020 16:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Rúmlega sextíu prósent félaga hafa gengið frá skráningu raunverulegra eigenda hjá Skattinum. Nú fer hver að verða síðastur að ganga frá skráningu til að komast hjá því að sæta sekt. Stofnunin hvetur þá sem enn eiga eftir að ljúka skráningu að gera það sem allra fyrst. Nær allar gerðir félaga falla undir lög um skráningu raunverulegra eigenda að undanskildum húsfélögum, félögum sem skráð eru á markað eða sem eru í eigu hins opinbera. Dótturfélög þarf einnig að skrá. „Við höfum verið að fá alls konar spurningar og sérstaklega spurningar um hvað felst í því að stjórn eða stjórnarformaður almennra félaga eða félagasamtaka sem eru óhagnaðardrifin, að viðkomandi skrái sig sem raunverulega eigendur. Okkar svar er það að það er engin frekari ábyrgð sem felst í því heldur en að bara vera í stjórn eða vera félagsmaður,“ segir Edda Símonardóttir, sviðsstjóri innheimtu- og skráarsviðs hjá Skattinum. Flestir skila inn rafrænt en einnig hafa þónokkrar skráningar borist á pappírsformi. Starfsfólk Skattsins hefur unnið langa daga og líka um helgar við að skrá inn upplýsingarnar. „Við erum komin núna upp í ríflega sextíu prósent af skilaskildum félögum sem hafa nú þegar skráð sig,“ segir Edda. Dagsektir geta numið á bilinu 10 til 500 þúsund krónum. „Sektir falla á þá sem hafa ekki skilað réttum upplýsingum þriðja mars næstkomandi og við erum að fara í það á næstu dögum að senda út bréf til þessara aðila sem ná ekki skráningum í vikunni,“ segir Edda. Talsverður fjöldi félaga er á skrá sem ef til vill hafa ekki verið virk í lengri tíma. Edda bendir á að til þess að komast hjá sekt borgi sig að afskrá slík félög. Allar nánari upplýsingar um skráningu raunverulegra eigenda er að finna á heimasíðu Skattsins.
Efnahagsmál Skattar og tollar Viðskipti Tengdar fréttir Gætu sætt sektum ef skráningu raunverulegra eigenda er ekki lokið fyrir mánaðamót Viðunandi skráning raunverulegra eigenda er ein af forsendum þess að Ísland komist af gráum lista. 5. febrúar 2020 11:47 Brýnt að ljúka skráningu raunverulegra eigenda svo Ísland komist af gráum lista Enn eru bundnar vonir við að Ísland komist af listanum í október. 25. febrúar 2020 16:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Gætu sætt sektum ef skráningu raunverulegra eigenda er ekki lokið fyrir mánaðamót Viðunandi skráning raunverulegra eigenda er ein af forsendum þess að Ísland komist af gráum lista. 5. febrúar 2020 11:47
Brýnt að ljúka skráningu raunverulegra eigenda svo Ísland komist af gráum lista Enn eru bundnar vonir við að Ísland komist af listanum í október. 25. febrúar 2020 16:25