Sportpakkinn: „Vona að við fáum fullar rútur að norðan og málum Höllina svarta“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. mars 2020 15:37 KA/Þór komst síðast í undanúrslit bikarkeppninnar 2018. Þá tapaði liðið fyrir Haukum, sem eru einmitt andstæðingur þeirra í kvöld. vísir/bára Undanúrslitaleikirnir í Coca Cola-bikar kvenna í handbolta fara fram í kvöld. Arnar Björnsson fór yfir leikina tvo. Klukkan 18:00 mætast KA/Þór og Haukar. Liðin eru jöfn að stigum í 5. og 6. sæti Olís-deildar kvenna. Þau mættust á Ásvöllum um síðustu helgi og þá unnu Haukar, 27-22. Gunnar Líndal Sigurðsson, þjálfari KA/Þórs, segir að Akureyringar ætli sér í bikarúrslit í fyrsta sinn í sögunni. „Það er kannski aðeins meiri hefð með Haukum en við erum staðráðnar í komast í úrslit í fyrsta skipti,“ sagði Gunnar. Hann vonast til að Akureyringar fjölmenni í Laugardalshöllina og styðji við bakið á sínum stelpum. „Ég vona að við fáum fullar rútur að norðan og málum Höllina svarta,“ sagði Gunnar. Þrettán ár eru síðan Haukar urðu bikarmeistarar síðast en þá vann Hafnarfjarðarliðið bikarinn í fjórða sinn. „Það hefur verið bras á okkur á þessu tímabili og við erum kannski ekki í þeirri stöðu sem við ætluðum að vera í. En miði er möguleiki í bikarnum,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson, þjálfari Hauka. Seinni leikurinn í kvöld er rimma tveggja bestu liðanna í kvenna handboltanum undanfarin ár, Vals og Fram. Leikur þeirra hefst klukkan 20:30. Valur var sterkara liðið á síðustu leiktíð en Fram hefur haft undirtökin í vetur. Liðin mættust á heimavelli Vals á laugardag og þá vann Fram, 24-28, og er í dauðafæri að vinna deildarmeistaratitilinn. Fram er fimm stigum á undan Val þegar þrjár umferðir eru eftir. „Þetta eru mjög erfiðir leikir og þessi lið hafa mæst oft í bikarúrslitaleikjum. Þetta eru alltaf jafnir og spennandi leikir og við erum heppin að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram. Hann gerði Val fjórum sinnum að bikarmeisturum á sínum tíma. Valur vann Fram í úrslitaleik bikarkeppninnar í fyrra, 24-21. Valur vann þá bikarinn í sjöunda sinn en Fram er sigursælasta liðið í sögu keppninnar með 15 titla. „Þetta hafa verið bestu liðin í vetur en Framararnir ívið meira sannfærandi þannig að við þurfum að ná góðum leik til að leggja þær að velli,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: KA/Þór getur komist í bikarúrslit í fyrsta sinn Olís-deild kvenna Sportpakkinn Tengdar fréttir „Margar okkar muna mjög vel eftir því“ Haukar og KA/Þór spila í dag upp á sæti í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn þegar liðin mætast í fyrri undanúrslitaleik Coca Cola bikars kvenna í Laugardalshöllinni. 4. mars 2020 15:30 Átján titla munur á undanúrslitaleikjunum Sigurhefð Fram og Vals í bikarkeppni kvenna í handbolta er öllu meiri en hjá KA/Þór og Haukum. 4. mars 2020 14:00 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Undanúrslitaleikirnir í Coca Cola-bikar kvenna í handbolta fara fram í kvöld. Arnar Björnsson fór yfir leikina tvo. Klukkan 18:00 mætast KA/Þór og Haukar. Liðin eru jöfn að stigum í 5. og 6. sæti Olís-deildar kvenna. Þau mættust á Ásvöllum um síðustu helgi og þá unnu Haukar, 27-22. Gunnar Líndal Sigurðsson, þjálfari KA/Þórs, segir að Akureyringar ætli sér í bikarúrslit í fyrsta sinn í sögunni. „Það er kannski aðeins meiri hefð með Haukum en við erum staðráðnar í komast í úrslit í fyrsta skipti,“ sagði Gunnar. Hann vonast til að Akureyringar fjölmenni í Laugardalshöllina og styðji við bakið á sínum stelpum. „Ég vona að við fáum fullar rútur að norðan og málum Höllina svarta,“ sagði Gunnar. Þrettán ár eru síðan Haukar urðu bikarmeistarar síðast en þá vann Hafnarfjarðarliðið bikarinn í fjórða sinn. „Það hefur verið bras á okkur á þessu tímabili og við erum kannski ekki í þeirri stöðu sem við ætluðum að vera í. En miði er möguleiki í bikarnum,“ sagði Árni Stefán Guðjónsson, þjálfari Hauka. Seinni leikurinn í kvöld er rimma tveggja bestu liðanna í kvenna handboltanum undanfarin ár, Vals og Fram. Leikur þeirra hefst klukkan 20:30. Valur var sterkara liðið á síðustu leiktíð en Fram hefur haft undirtökin í vetur. Liðin mættust á heimavelli Vals á laugardag og þá vann Fram, 24-28, og er í dauðafæri að vinna deildarmeistaratitilinn. Fram er fimm stigum á undan Val þegar þrjár umferðir eru eftir. „Þetta eru mjög erfiðir leikir og þessi lið hafa mæst oft í bikarúrslitaleikjum. Þetta eru alltaf jafnir og spennandi leikir og við erum heppin að fá að taka þátt í þessu,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram. Hann gerði Val fjórum sinnum að bikarmeisturum á sínum tíma. Valur vann Fram í úrslitaleik bikarkeppninnar í fyrra, 24-21. Valur vann þá bikarinn í sjöunda sinn en Fram er sigursælasta liðið í sögu keppninnar með 15 titla. „Þetta hafa verið bestu liðin í vetur en Framararnir ívið meira sannfærandi þannig að við þurfum að ná góðum leik til að leggja þær að velli,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: KA/Þór getur komist í bikarúrslit í fyrsta sinn
Olís-deild kvenna Sportpakkinn Tengdar fréttir „Margar okkar muna mjög vel eftir því“ Haukar og KA/Þór spila í dag upp á sæti í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn þegar liðin mætast í fyrri undanúrslitaleik Coca Cola bikars kvenna í Laugardalshöllinni. 4. mars 2020 15:30 Átján titla munur á undanúrslitaleikjunum Sigurhefð Fram og Vals í bikarkeppni kvenna í handbolta er öllu meiri en hjá KA/Þór og Haukum. 4. mars 2020 14:00 Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Einkunnir Íslands: Sverrir bestur í grátlegu tapi Sport Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
„Margar okkar muna mjög vel eftir því“ Haukar og KA/Þór spila í dag upp á sæti í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn þegar liðin mætast í fyrri undanúrslitaleik Coca Cola bikars kvenna í Laugardalshöllinni. 4. mars 2020 15:30
Átján titla munur á undanúrslitaleikjunum Sigurhefð Fram og Vals í bikarkeppni kvenna í handbolta er öllu meiri en hjá KA/Þór og Haukum. 4. mars 2020 14:00