Læknar halda sig frá samkomum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. mars 2020 16:16 Heilbrigðisstarfsfólk hefur verið beðið um að fresta utanlandsferðum sínum vegna kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Læknafélag Íslands hefur frestað fundum sem fara áttu fram á vegum félagsins í kvöld og á morgun vegna kórónuveirunnar. Fram kemur á heimasíðu félagsins að íslenskt heilbrigðiskerfi sé meðal annars vegna smæðar sinnar viðkvæmt og afdrifaríkt gæti verið ef upp koma smit og veikindi hjá læknum. Fjölgun staðfestra smitaðra hefur vaxið hratt hérlendis síðastliðna sólarhringa og eru nú orðin tuttugu. Ekkert tilfelli hefur verið rakið til smitunar innanlands. Læknafélagið minnir á að margt sé á huldu varðandi hegðun veirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Á fundinum í kvöld átti að fjalla um skýrslu átakshóps heilbrigðisráðuneytisins. Á morgun var á dagskrá formannafundur sérgreinafélaga. „Jafnframt fer LÍ þess á leit við lækna að þeir fresti öðrum fundum og þátttöku í samkomum sem ekki telst nauðsynleg eða getur beðið á meðan það er að skýrast hvert umfang faraldursins verður. Landlæknir hefur verið upplýstur um þessa ákvörðun félagsins.“ Eins og fram hefur komið hefur verið óskað eftir því að heilbrigðisstarfsfólk að fresta utanlandsferðum vegna veirunnar. Biðla til fólks að lesa sér til fyrir símtal Þessu tengt vakti Landlæknis athygli á því fyrr í dag að sem flestir sem hafi spurningar varðandi kórónuveirunnar leit fyrst upplýsinga á heimasíðu embættis Landlæknis fremur en að hringja í embættið. Miklar annir séu hjá embættinu. „Auk starfsmanna sóttvarnasviðs, sóttvarnalæknis og landlæknis sinnir fjöldi annarra starfsmanna verkefnum sem tengjast viðbúnaði vegna veirusjúkdómsins COVID-19. Starfsmenn gera sitt ítrasta til að sinna einnig öðrum mikilvægum verkefnum en ljóst er að grípa þarf til forgangsröðunar. Málsmeðferð vissra erinda mun því lengjast og verða hlutaðeigandi upplýstir til samræmis. Fólk er beðið um að sýna biðlund þeirri fordæmalausu stöðu sem uppi er.“ Þau verkefni sem verði í forgangi séu, auk sóttvarna og lýðheilsumála þeim tengdum, eftirlit og ráðgjöf vegna heilbrigðisþjónustu, rekstur og viðhald rafrænna upplýsingakerfa og gagnagrunna, veiting starfsleyfa heilbrigðisstétta, símsvörun og rekstur embættisins. Að sjálfsögðu verði öðrum brýnum málum sem upp kunna að koma sinnt. Eindregið er óskað eftir að þeir sem leita upplýsinga í tengslum við COVID-19 nýti sér upplýsingar á heimasíðu embættis landlæknis, fremur en að hringja í embættið. Ef einstaklingar sem gætu hafa verið útsettir fyrir smiti, t.d. hafa verið á áhættusvæði eða umgengist smitaða, finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira
Læknafélag Íslands hefur frestað fundum sem fara áttu fram á vegum félagsins í kvöld og á morgun vegna kórónuveirunnar. Fram kemur á heimasíðu félagsins að íslenskt heilbrigðiskerfi sé meðal annars vegna smæðar sinnar viðkvæmt og afdrifaríkt gæti verið ef upp koma smit og veikindi hjá læknum. Fjölgun staðfestra smitaðra hefur vaxið hratt hérlendis síðastliðna sólarhringa og eru nú orðin tuttugu. Ekkert tilfelli hefur verið rakið til smitunar innanlands. Læknafélagið minnir á að margt sé á huldu varðandi hegðun veirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum. Á fundinum í kvöld átti að fjalla um skýrslu átakshóps heilbrigðisráðuneytisins. Á morgun var á dagskrá formannafundur sérgreinafélaga. „Jafnframt fer LÍ þess á leit við lækna að þeir fresti öðrum fundum og þátttöku í samkomum sem ekki telst nauðsynleg eða getur beðið á meðan það er að skýrast hvert umfang faraldursins verður. Landlæknir hefur verið upplýstur um þessa ákvörðun félagsins.“ Eins og fram hefur komið hefur verið óskað eftir því að heilbrigðisstarfsfólk að fresta utanlandsferðum vegna veirunnar. Biðla til fólks að lesa sér til fyrir símtal Þessu tengt vakti Landlæknis athygli á því fyrr í dag að sem flestir sem hafi spurningar varðandi kórónuveirunnar leit fyrst upplýsinga á heimasíðu embættis Landlæknis fremur en að hringja í embættið. Miklar annir séu hjá embættinu. „Auk starfsmanna sóttvarnasviðs, sóttvarnalæknis og landlæknis sinnir fjöldi annarra starfsmanna verkefnum sem tengjast viðbúnaði vegna veirusjúkdómsins COVID-19. Starfsmenn gera sitt ítrasta til að sinna einnig öðrum mikilvægum verkefnum en ljóst er að grípa þarf til forgangsröðunar. Málsmeðferð vissra erinda mun því lengjast og verða hlutaðeigandi upplýstir til samræmis. Fólk er beðið um að sýna biðlund þeirri fordæmalausu stöðu sem uppi er.“ Þau verkefni sem verði í forgangi séu, auk sóttvarna og lýðheilsumála þeim tengdum, eftirlit og ráðgjöf vegna heilbrigðisþjónustu, rekstur og viðhald rafrænna upplýsingakerfa og gagnagrunna, veiting starfsleyfa heilbrigðisstétta, símsvörun og rekstur embættisins. Að sjálfsögðu verði öðrum brýnum málum sem upp kunna að koma sinnt. Eindregið er óskað eftir að þeir sem leita upplýsinga í tengslum við COVID-19 nýti sér upplýsingar á heimasíðu embættis landlæknis, fremur en að hringja í embættið. Ef einstaklingar sem gætu hafa verið útsettir fyrir smiti, t.d. hafa verið á áhættusvæði eða umgengist smitaða, finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira