Enski boltinn

Roon­ey: Ég elska Man. United og vil sjá þá vinna leiki en ekki þennan

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wayne Rooney í stúkunni á Old Trafford á síðustu leiktíð.
Wayne Rooney í stúkunni á Old Trafford á síðustu leiktíð. vísir/getty

Wayne Rooney, fyrrum leikmaður Man. United og núverandi leikmaður Derby, mætir sínum gömlu félögum í kvöld er Derby og United mætast í enska bikarnum.

Englendingurinn segir að hann haldi enn með United en vonar að þeir tapi leiknum í kvöld sem hefst klukkan 19.45 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

„Ég elska Manchester United sem félag. Ég vil sjá þá vinna og vera sigursælir en ekki þennan leik. Ég vil að þeir tapi þessum leik. Ég vil sjá okkur reyna komast í átta liða úrslitin,“ sagði Rooney.







Næst var Solskjær spurður út í gengi Manchester United og þróun félagsins síðustu ár.

„Þetta mun taka tíma. Þetta mun taka tvö eða þrjú ár trúi ég. Þeir þurfa að koma með nýja leikmenn inn og láta einhverja fara. Þetta mun ekki gerast allt í einu. Þeir hafa reynt með Van Gaal og með Mourinho.“

„Ef þú lítur á Liverpool og það sem þeir hafa gert, sama hjá Manchester City, þá sérðu að þú kaupir ekki lið og ferð að keppa við þá. Þú sérð Liverpool að þeir hafa byggt þetta lið. Guardiola hefur keypt inn leikmenn í hans leikfræði.“

„Svo United þurfa að vera þolinmóðir og reyna að byggja lið sem getur keppt við þessi tvö lið. Stuðningsmenn Manchester United þurfa að vera þolinmóðir varðand það sem er í gangi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×