Furða sig á fyrirmælum um utanlandsferðir en ætla þó að fylgja þeim Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. mars 2020 15:00 Heilbrigðisstarfsfólk hefur fengið tilmæli um að fara ekki til útlanda meðan hættustig er enn í gildi vegna kórónuveirunnar. Tilmælin bera með sér ákveðinn tvískinnung að þeirra mati. vísir/vilhelm Ellefu félögum innan vébanda Bandalags háskólamanna þykja tilmæli stjórnvalda um að félagsmenn þeirra fresti utanlandsferðum vegna kórónuveirunnar einkennileg en skiljanleg. Þau beri með sér að hinu opinbera þyki umræddar stéttir mikilvægar - en þó ekki nógu mikilvægar til þess að gera við þær kjarasamning, en samningar þeirra hafa verið lausir í tæpt ár. Þrátt fyrir að finnast tilmælin sérstök í þessu ljósi hyggjst félagsmenn fylgja þeim, að sögn framkvæmdastjóra eins félagsins. Í vikunni biðluðu landlæknir, sóttvarnalæknir og almannavarnir til heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem starfa við viðbúnað vegna kórónaveirunnar að fresta utanlandsferðum eftir því sem kostur er. Að sama skapi hefur verið óskað eftir því að félög sem nú þegar eru í verkfallsaðgerðum eða ráðast í vinnustöðvanir á næstu dögum, eins og Efling og BSRB, fresti aðgerðum í ljósi útbreiðslunnar. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna varð við þessum tilmælum í dag og hefur ákveðið að fresta fyrirhuguðum aðgerðum sínum þar til hættustigi vegna kórónuveirunnar hefur verið aflýst. Sjá einnig: Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Félögin ellefu innan BHM, sem sjá má neðst í fréttinni, sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau segja tilmæli stjórnvalda skjóta nokkuð skökku við. Stéttirnar séu greinilega svo mikilvægar að mati hins opinbera að ekki er talið óhætt að leyfa þeim að ferðast til útlanda - en á sama tíma hefur hið opinbera ekki séð sér fært að gera kjarasamninga við þessar stéttir. Þetta beri þannig með sér ákveðinn tvískinnung að mati Önnu Maríu Frímannsdóttur, framkvæmdastjóra Sálfræðingafélags Íslands, eitt umræddra félaga. Frá upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar á þriðjudag.Vísir/vilhelm Hún segir að ákveðið að hafi verið að senda umrædda yfirlýsingu eftir enn einn árangurslausan fundinn með samninganefnd ríkisins í gær. „Enn hafa viðræður um nýja samninga engum árangri skilað. Ganga verður til samninga við félögin án tafar og aflétta þannig því viðbótarálagi á starfsfólk sem óhjákvæmilega fylgir því að vera án kjarasamninga í tæpt ár,“ eins og þar segir. Anna segir að þó svo að félagsmenn furði sig á tilmælunum um að fara ekki til útlanda að óþörfu sýni þeir þessu skilning. Félagsmenn hyggjast því fara að fyrirmælunum en vona um leið að hið opinbera geri sér grein fyrir því að fyrirmælin afhjúpi mikilvægi þessara stétta. Anna segist þannig vona að samningsvilji ríkisvaldsins fari að aukast, hann hafi ekki verið mikill til þessa. Félögin ellefu krefjist þess að fá „alvöru samtal“ við sína viðsemjendur, að hlustað verði á sjónarmið félaganna og komið til móts við kröfur þeirra. BHM-félögin ellefu eru:Dýralæknafélag ÍslandsFélag geislafræðingaFélag íslenskra hljómlistarmannaFélag íslenskra náttúrufræðingaFélag lífeindafræðingaFélagsráðgjafafélag ÍslandsIðjuþjálfafélag ÍslandsKjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðingaLjósmæðrafélag ÍslandsSálfræðingafélag ÍslandsÞroskaþjálfafélag Íslands. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Tengdar fréttir Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57 Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Ekki er tímabært að taka ákvörðun um að afstýra verkfalli aðildarfélaga BSRB að sögn Garðars Hilmarssonar, varaformanns Sameykis því deiluaðilar, sem hafa fundað stíft undanfarna daga, geti náð saman áður en verkföll bresta á. 5. mars 2020 14:45 LSS frestar verkfalli á meðan hættustig vegna kórónuveiru er í gildi Verkfallsaðgerðir LSS, sem beindust gegn bæði ríkinu og sveitarfélögum, áttu að hefjast 10. mars næstkomandi. 5. mars 2020 10:55 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Ellefu félögum innan vébanda Bandalags háskólamanna þykja tilmæli stjórnvalda um að félagsmenn þeirra fresti utanlandsferðum vegna kórónuveirunnar einkennileg en skiljanleg. Þau beri með sér að hinu opinbera þyki umræddar stéttir mikilvægar - en þó ekki nógu mikilvægar til þess að gera við þær kjarasamning, en samningar þeirra hafa verið lausir í tæpt ár. Þrátt fyrir að finnast tilmælin sérstök í þessu ljósi hyggjst félagsmenn fylgja þeim, að sögn framkvæmdastjóra eins félagsins. Í vikunni biðluðu landlæknir, sóttvarnalæknir og almannavarnir til heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem starfa við viðbúnað vegna kórónaveirunnar að fresta utanlandsferðum eftir því sem kostur er. Að sama skapi hefur verið óskað eftir því að félög sem nú þegar eru í verkfallsaðgerðum eða ráðast í vinnustöðvanir á næstu dögum, eins og Efling og BSRB, fresti aðgerðum í ljósi útbreiðslunnar. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna varð við þessum tilmælum í dag og hefur ákveðið að fresta fyrirhuguðum aðgerðum sínum þar til hættustigi vegna kórónuveirunnar hefur verið aflýst. Sjá einnig: Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Félögin ellefu innan BHM, sem sjá má neðst í fréttinni, sendu frá sér yfirlýsingu í dag þar sem þau segja tilmæli stjórnvalda skjóta nokkuð skökku við. Stéttirnar séu greinilega svo mikilvægar að mati hins opinbera að ekki er talið óhætt að leyfa þeim að ferðast til útlanda - en á sama tíma hefur hið opinbera ekki séð sér fært að gera kjarasamninga við þessar stéttir. Þetta beri þannig með sér ákveðinn tvískinnung að mati Önnu Maríu Frímannsdóttur, framkvæmdastjóra Sálfræðingafélags Íslands, eitt umræddra félaga. Frá upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar á þriðjudag.Vísir/vilhelm Hún segir að ákveðið að hafi verið að senda umrædda yfirlýsingu eftir enn einn árangurslausan fundinn með samninganefnd ríkisins í gær. „Enn hafa viðræður um nýja samninga engum árangri skilað. Ganga verður til samninga við félögin án tafar og aflétta þannig því viðbótarálagi á starfsfólk sem óhjákvæmilega fylgir því að vera án kjarasamninga í tæpt ár,“ eins og þar segir. Anna segir að þó svo að félagsmenn furði sig á tilmælunum um að fara ekki til útlanda að óþörfu sýni þeir þessu skilning. Félagsmenn hyggjast því fara að fyrirmælunum en vona um leið að hið opinbera geri sér grein fyrir því að fyrirmælin afhjúpi mikilvægi þessara stétta. Anna segist þannig vona að samningsvilji ríkisvaldsins fari að aukast, hann hafi ekki verið mikill til þessa. Félögin ellefu krefjist þess að fá „alvöru samtal“ við sína viðsemjendur, að hlustað verði á sjónarmið félaganna og komið til móts við kröfur þeirra. BHM-félögin ellefu eru:Dýralæknafélag ÍslandsFélag geislafræðingaFélag íslenskra hljómlistarmannaFélag íslenskra náttúrufræðingaFélag lífeindafræðingaFélagsráðgjafafélag ÍslandsIðjuþjálfafélag ÍslandsKjarafélag viðskiptafræðinga og hagfræðingaLjósmæðrafélag ÍslandsSálfræðingafélag ÍslandsÞroskaþjálfafélag Íslands.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Tengdar fréttir Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57 Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Ekki er tímabært að taka ákvörðun um að afstýra verkfalli aðildarfélaga BSRB að sögn Garðars Hilmarssonar, varaformanns Sameykis því deiluaðilar, sem hafa fundað stíft undanfarna daga, geti náð saman áður en verkföll bresta á. 5. mars 2020 14:45 LSS frestar verkfalli á meðan hættustig vegna kórónuveiru er í gildi Verkfallsaðgerðir LSS, sem beindust gegn bæði ríkinu og sveitarfélögum, áttu að hefjast 10. mars næstkomandi. 5. mars 2020 10:55 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Fleiri fréttir Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Sjá meira
Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57
Segir að ekki sé tímabært að afstýra verkföllum Ekki er tímabært að taka ákvörðun um að afstýra verkfalli aðildarfélaga BSRB að sögn Garðars Hilmarssonar, varaformanns Sameykis því deiluaðilar, sem hafa fundað stíft undanfarna daga, geti náð saman áður en verkföll bresta á. 5. mars 2020 14:45
LSS frestar verkfalli á meðan hættustig vegna kórónuveiru er í gildi Verkfallsaðgerðir LSS, sem beindust gegn bæði ríkinu og sveitarfélögum, áttu að hefjast 10. mars næstkomandi. 5. mars 2020 10:55
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?