Fundi slitið hjá Eflingu og borginni en annar fundur í fyrramálið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2020 18:46 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Fundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá ríkissáttasemjara var slitið núna á sjöunda tímanum. Enn er ósamið en búið að er að boða til annars fundar strax í fyrramálið klukkan 10. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Stöðvar 2. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, var í beinni útsendingu í fréttatímanum frá húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni. Hann sagði að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefði ekki viljað tjá sig við fjölmiðla að loknum fundi og þá vildi hún heldur ekkert láta hafa eftir sér fyrir fundinn í dag. Þá var Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, einnig hjá ríkissáttasemjara í dag í tengslum við samningafundinn en Rakel Guðmundsdóttir, lögmaður hjá borginni, fór fyrir samninganefnd borgarinnar á fundinum í dag. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndarinnar, fór fyrir annarri samninganefnd borgarinnar á samningafundi með Sameyki í dag. Harpa er fyrrverandi starfsmaður Eflingar en hætti þegar Sólveig Anna tók við formennsku í félaginu. Óvenju langur fundur og andrúmsloftið óvenju létt Fundurinn í dag var óvenju langur miðað við fyrri fundi í deilunni. Báðir aðilar sátu við samningaborðið í tvo tíma og var andrúmsloftið óvenju létt. Þá er það kannski til marks um að einhver hreyfing sé komin á málin að strax hefur verið boðað til nýs fundar í deilunni í fyrramálið. Verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefur nú staðið í tæpar þrjár vikur. Það hefur mikil áhrif á borgarbúa, ekki síst leikskólabörn og foreldra þeirra, þar sem fjöldi félagsmanna Eflingar starfar í leikskólum borgarinnar. Þá hefur verkfallið einnig haft áhrif á sorphirðu í borginni og starfsemi hjúkrunarheimila en um liðna helgi voru veittar undanþágur frá verkfallinu hvað varðar sorphirðuna og vegna þrifa og umönnunar hjá öldruðum og fötluðum vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling fer fram á samningafund ekki síðar en í dag Óskað var eftir fundinum símleiðis við Ástráð Haraldsson aðstoðarríkissáttasemjara í morgun. 5. mars 2020 09:23 Efling og borgin funda síðdegis og gangur í viðræðum BSRB Ríkissáttasemjari hefur boðað aðila í kjaradeilu Eflingar við Reykjavíkurborg á fund klukkan fjögur í dag. Þetta staðfestir Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá Ríkissáttasemjara. 5. mars 2020 11:16 Samúðarverkfall Eflingar dæmt ólögmætt Félagsdómur hefur dæmt samúðarverkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá einkareknum skólum ólögmætt. Verkfallið átti að hefjast á hádegi næstkomandi mánudag, 9. mars. 5. mars 2020 18:18 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Fundi í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá ríkissáttasemjara var slitið núna á sjöunda tímanum. Enn er ósamið en búið að er að boða til annars fundar strax í fyrramálið klukkan 10. Frá þessu var greint í kvöldfréttum Stöðvar 2. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, var í beinni útsendingu í fréttatímanum frá húsakynnum ríkissáttasemjara í Borgartúni. Hann sagði að Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefði ekki viljað tjá sig við fjölmiðla að loknum fundi og þá vildi hún heldur ekkert láta hafa eftir sér fyrir fundinn í dag. Þá var Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, einnig hjá ríkissáttasemjara í dag í tengslum við samningafundinn en Rakel Guðmundsdóttir, lögmaður hjá borginni, fór fyrir samninganefnd borgarinnar á fundinum í dag. Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndarinnar, fór fyrir annarri samninganefnd borgarinnar á samningafundi með Sameyki í dag. Harpa er fyrrverandi starfsmaður Eflingar en hætti þegar Sólveig Anna tók við formennsku í félaginu. Óvenju langur fundur og andrúmsloftið óvenju létt Fundurinn í dag var óvenju langur miðað við fyrri fundi í deilunni. Báðir aðilar sátu við samningaborðið í tvo tíma og var andrúmsloftið óvenju létt. Þá er það kannski til marks um að einhver hreyfing sé komin á málin að strax hefur verið boðað til nýs fundar í deilunni í fyrramálið. Verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg hefur nú staðið í tæpar þrjár vikur. Það hefur mikil áhrif á borgarbúa, ekki síst leikskólabörn og foreldra þeirra, þar sem fjöldi félagsmanna Eflingar starfar í leikskólum borgarinnar. Þá hefur verkfallið einnig haft áhrif á sorphirðu í borginni og starfsemi hjúkrunarheimila en um liðna helgi voru veittar undanþágur frá verkfallinu hvað varðar sorphirðuna og vegna þrifa og umönnunar hjá öldruðum og fötluðum vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Efling fer fram á samningafund ekki síðar en í dag Óskað var eftir fundinum símleiðis við Ástráð Haraldsson aðstoðarríkissáttasemjara í morgun. 5. mars 2020 09:23 Efling og borgin funda síðdegis og gangur í viðræðum BSRB Ríkissáttasemjari hefur boðað aðila í kjaradeilu Eflingar við Reykjavíkurborg á fund klukkan fjögur í dag. Þetta staðfestir Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá Ríkissáttasemjara. 5. mars 2020 11:16 Samúðarverkfall Eflingar dæmt ólögmætt Félagsdómur hefur dæmt samúðarverkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá einkareknum skólum ólögmætt. Verkfallið átti að hefjast á hádegi næstkomandi mánudag, 9. mars. 5. mars 2020 18:18 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Efling fer fram á samningafund ekki síðar en í dag Óskað var eftir fundinum símleiðis við Ástráð Haraldsson aðstoðarríkissáttasemjara í morgun. 5. mars 2020 09:23
Efling og borgin funda síðdegis og gangur í viðræðum BSRB Ríkissáttasemjari hefur boðað aðila í kjaradeilu Eflingar við Reykjavíkurborg á fund klukkan fjögur í dag. Þetta staðfestir Elísabet Sigurveig Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá Ríkissáttasemjara. 5. mars 2020 11:16
Samúðarverkfall Eflingar dæmt ólögmætt Félagsdómur hefur dæmt samúðarverkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá einkareknum skólum ólögmætt. Verkfallið átti að hefjast á hádegi næstkomandi mánudag, 9. mars. 5. mars 2020 18:18