Innanlandssmitin orðin fjögur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. mars 2020 18:30 45 tilfelli kórónuveiru hafa greinst hér á landi. Fjögur hinna smituðu hafa smitast hér á landi. Vísir/Vilhelm Innanlandssmit kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 eru orðin fjögur hér á landi. Staðfest smittilfelli eru því nú 45, en fyrr í dag var greint frá því að tvö tilfelli hefðu smitast innanlands. Nú hafa tvö smit bæst við. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu nú rétt í þessu. Fyrr í dag var tekin ákvörðun um að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Víðir segir að þetta komi þó ekki til með að hafa áhrif á almenning. Neyðarstigið lúti frekar að um 200 stofnunum og fyrirtækjum sem þurfi að herða eigið skipulag. Ekki sé búið að taka ákvörðun um að setja á samkomubann, en Víðir segir að það hljóti þó að fara að „styttast í þann tímapunkt.“ Almannavarnir hafi verið í nánu samtali við íþróttahreyfinguna í þessum efnum. Í samtali við fréttastofu segir Víðir að einstaklingarnir sem um ræðir tengist allir fólki sem hafi verið erlendis á skíðasvæðum sem skilgreind hafa verið sem hættusvæði. Smitrakningin leiði því án nokkurs vafa þangað. Hann segist telja með vissu að fleiri innanlandssmit muni koma upp hér á landi. „Það er alveg klárt að við eigum eftir að fá fleiri svona tilfelli. Þetta eru bara fyrstu skrefin í löngu ferðalagi í þessum faraldri,“ segir Víðir. Alma Möller landlæknir sagði á blaðamannafundi í dag að mikil óvissa ríkti um það sem fram undan er. „Við fáum fregnir frá Ítalíu þar sem tæplega fjögur þúsund eru smitaðir og tæplega 150 látnir. Það endurspeglar alvarleika þessa faraldurs og hvað þær eru mikilvægar, þær aðgerðir sem nú eru í gangi.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði sömuleiðis að ef ekkert yrði að gert myndi veiran breiðast víða út. Hann sagði að lögð yrði áhersla á að vernda þá hópa sem verst gætu farið út úr því að fá veiruna, en það eru einna helst þau sem glíma við undirliggjandi sjúkdóma og eldri borgarar. Í upprunalegri útgáfu þessarar fréttar kom fram að innanlandssmit væru þrjú. Niðurstöður fleiri sýna haf nú bæst við. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Sjá meira
Innanlandssmit kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum COVID-19 eru orðin fjögur hér á landi. Staðfest smittilfelli eru því nú 45, en fyrr í dag var greint frá því að tvö tilfelli hefðu smitast innanlands. Nú hafa tvö smit bæst við. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá embætti Ríkislögreglustjóra, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu nú rétt í þessu. Fyrr í dag var tekin ákvörðun um að lýsa yfir neyðarstigi almannavarna. Víðir segir að þetta komi þó ekki til með að hafa áhrif á almenning. Neyðarstigið lúti frekar að um 200 stofnunum og fyrirtækjum sem þurfi að herða eigið skipulag. Ekki sé búið að taka ákvörðun um að setja á samkomubann, en Víðir segir að það hljóti þó að fara að „styttast í þann tímapunkt.“ Almannavarnir hafi verið í nánu samtali við íþróttahreyfinguna í þessum efnum. Í samtali við fréttastofu segir Víðir að einstaklingarnir sem um ræðir tengist allir fólki sem hafi verið erlendis á skíðasvæðum sem skilgreind hafa verið sem hættusvæði. Smitrakningin leiði því án nokkurs vafa þangað. Hann segist telja með vissu að fleiri innanlandssmit muni koma upp hér á landi. „Það er alveg klárt að við eigum eftir að fá fleiri svona tilfelli. Þetta eru bara fyrstu skrefin í löngu ferðalagi í þessum faraldri,“ segir Víðir. Alma Möller landlæknir sagði á blaðamannafundi í dag að mikil óvissa ríkti um það sem fram undan er. „Við fáum fregnir frá Ítalíu þar sem tæplega fjögur þúsund eru smitaðir og tæplega 150 látnir. Það endurspeglar alvarleika þessa faraldurs og hvað þær eru mikilvægar, þær aðgerðir sem nú eru í gangi.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði sömuleiðis að ef ekkert yrði að gert myndi veiran breiðast víða út. Hann sagði að lögð yrði áhersla á að vernda þá hópa sem verst gætu farið út úr því að fá veiruna, en það eru einna helst þau sem glíma við undirliggjandi sjúkdóma og eldri borgarar. Í upprunalegri útgáfu þessarar fréttar kom fram að innanlandssmit væru þrjú. Niðurstöður fleiri sýna haf nú bæst við. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Sjá meira