Enn ósamið þegar rétt um hálfur sólarhringur er í verkfall BSRB Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. mars 2020 10:54 Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB segir alla að leggja sig fram við að reyna að leysa kjaradeiluna. Vísir/Vilhelm Reynt verður til þrautar í dag að ná kjarasamningum milli félaga BSRB og viðsemjenda þeirra áður en verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti. Samninganefndir aðildarfélaga BSRB og ríkisins, Reykjavíkurborgar og Sambands sveitarfélaga hittust í Karphúsinu klukkan tíu í morgun. Fundað var allan daginn og langt fram á kvöld í kjaradeilunni í gær. Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, eins af aðildarfélögum BSRB sagði fyrir fundinn að dagurinn legðist þokkalega í hann. „Ég er svona miðlungs bjartsýnn að við náum þessu. Samt sem áður þá er heill dagur fram undan og það getur gerst margt á einum degi í samningum. Ég hef reynslu af því,“ segir Árni. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, vonast til að deiluaðilar nái saman í dag. „Ef aðilar nálgast hvor annan betur þá erum við enga stund að klára þetta en það þarf hins vegar að mætast einhvers staðar,“ segir Sonja „Við erum í sjálfu sér alltaf að takast á um ein þrjú fjögur megin mál. Þar er stærstur launaliðurinn. Þá er þetta staðan hjá vinnuveitendum ekki sú sama. Okkur hefur gengið betur með sambandið og líka Reykjavíkurborg en ríkið er mjög þvert fyrir í þessum málum,“ segir Árni. Harpa Ólafsdóttir formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar segir markmiðið í dag að sitja við samningaborðið þar til semst. „Ég er alltaf vongóð þegar menn eru að setjast og gera sitt besta til að afstýra þessu,“ segir Harpa. Verkfall BSRB kemur til með að hafa víðtæk áhrif meðal annars á skólahald og þjónustu við aldraða. „Þetta er hjá ríki og sveitarfélögum um landið allt. Þetta eru um fimmtán þúsund og sex hundruð manns sem eru að fara að leggja niður þá störf í tvo sólarhringa í senn og strax á morgun líka eru tilteknir hópar að fara að leggja niður ótímabundið störf. Þau eru að starfa hjá sýslumannsembættunum og skattinum og þau eru líka á þjónustusviði hjá borginni,“ segir Sonja. Árni segist ekki óttast að lög verði sett á verkföll vegna útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. „Ég á ekki von á því að það verði sett lög. Við höfum svo sem eins og hefur komið fram komið á móts við kröfur eða óskir heilbrigðisyfirvalda. Við gáfum jú undanþágu á Landspítalanum og heilsugæslunni á mánudag og þriðjudag svo við höfum vissulega komið til móts við þær óskir,“ segir Árni. Samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar ætla að funda í Karphúsinu í dag klukkan tvö. Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira
Reynt verður til þrautar í dag að ná kjarasamningum milli félaga BSRB og viðsemjenda þeirra áður en verkföll nærri sextán þúsund félagsmanna BSRB skella á á miðnætti. Samninganefndir aðildarfélaga BSRB og ríkisins, Reykjavíkurborgar og Sambands sveitarfélaga hittust í Karphúsinu klukkan tíu í morgun. Fundað var allan daginn og langt fram á kvöld í kjaradeilunni í gær. Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, eins af aðildarfélögum BSRB sagði fyrir fundinn að dagurinn legðist þokkalega í hann. „Ég er svona miðlungs bjartsýnn að við náum þessu. Samt sem áður þá er heill dagur fram undan og það getur gerst margt á einum degi í samningum. Ég hef reynslu af því,“ segir Árni. Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB, vonast til að deiluaðilar nái saman í dag. „Ef aðilar nálgast hvor annan betur þá erum við enga stund að klára þetta en það þarf hins vegar að mætast einhvers staðar,“ segir Sonja „Við erum í sjálfu sér alltaf að takast á um ein þrjú fjögur megin mál. Þar er stærstur launaliðurinn. Þá er þetta staðan hjá vinnuveitendum ekki sú sama. Okkur hefur gengið betur með sambandið og líka Reykjavíkurborg en ríkið er mjög þvert fyrir í þessum málum,“ segir Árni. Harpa Ólafsdóttir formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar segir markmiðið í dag að sitja við samningaborðið þar til semst. „Ég er alltaf vongóð þegar menn eru að setjast og gera sitt besta til að afstýra þessu,“ segir Harpa. Verkfall BSRB kemur til með að hafa víðtæk áhrif meðal annars á skólahald og þjónustu við aldraða. „Þetta er hjá ríki og sveitarfélögum um landið allt. Þetta eru um fimmtán þúsund og sex hundruð manns sem eru að fara að leggja niður þá störf í tvo sólarhringa í senn og strax á morgun líka eru tilteknir hópar að fara að leggja niður ótímabundið störf. Þau eru að starfa hjá sýslumannsembættunum og skattinum og þau eru líka á þjónustusviði hjá borginni,“ segir Sonja. Árni segist ekki óttast að lög verði sett á verkföll vegna útbreiðslu kórónuveirunnar hér á landi. „Ég á ekki von á því að það verði sett lög. Við höfum svo sem eins og hefur komið fram komið á móts við kröfur eða óskir heilbrigðisyfirvalda. Við gáfum jú undanþágu á Landspítalanum og heilsugæslunni á mánudag og þriðjudag svo við höfum vissulega komið til móts við þær óskir,“ segir Árni. Samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar ætla að funda í Karphúsinu í dag klukkan tvö.
Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Fleiri fréttir NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér nokkra bjóra á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Sjá meira