Sigmundur lá frammi á gangi fyrir botnlangaaðgerð Sylvía Hall skrifar 8. mars 2020 17:44 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir mikla þörf fyrir róttækar aðgerðir í heilbrigðiskerfinu og nýtt skipulag í heilbrigðismálum. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu hans á Facebook þar sem hann greinir frá botnlangakasti sem hann fékk á dögunum. „Fyrir nokkrum dögum kynntist ég stöðu heilbrigðiskerfisins af eigin raun, kostum þess og göllum. Kostirnir liggja umfram allt í því frábæra fólki sem starfar í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Þetta fólk á hins vegar skilið að starfa við miklu betri aðstöðu en raun ber vitni,“ skrifar Sigmundur á Facebook. Hann lýsir því hvernig hann beið á bráðamóttökunni áður en hann var fluttur í sjúkrarúm. Þá lá hann á ganginum í einhvern tíma áður en hann var fluttur í „litla kompu“ sem hann segist vera þakklátur fyrir. Að lokum var hann svo sendur í aðgerð vegna botnlangakasts. „Aðgerðin gekk vel og ég er kominn heim en mér er hugsað til þess góða og færa fólks sem bjargaði mér og þarf áfram að vinna við slíkar aðstæður. Sérstaklega núna þegar ljóst er að áhrif kórónaveirunnar eiga eftir að skapa mikið álag fyrir heilbrigðisþjónustuna.“ Í stöðuskýrslu dagsins frá Almannavörnum vegna COVID-19 kom fram að nú þegar sé farið að undirbúa aðgerðir vegna álags á heilbrigðiskerfið. Í þeim felst meðal annars að færa heilbrigðisstarfsfólk til innan kerfisins þannig að hægt verði að manna nauðsynlegar stöður, panta fleiri öndunarvélar í gegnum útboð og fá inn fólk sem vinnur á einkareknum stofum. Þá sé einnig til skoðunar að kalla inn fólk sem er farið á eftirlaun. Fimm starfsmenn á gjörgæsludeild Landspítala hafa greinst með veiruna og eru fimm aðrir á sömu deild í sóttkví. Á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag sagði Alma Möller landlæknir að tveir hjúkrunarfræðinganna hafi verið í skíðaferð þar sem þeir hafi líklegast smitast. Þeir hafi svo að öllum líkindum smitað vinnufélaga sína á gjörgæsludeildinni eftir komuna til landsins. Búið væri að rekja smitin og væri nokkuð víst að sjúklingar hefðu ekki smitast. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Svona var áttundi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis bjóða til upplýsingafundar í Björgunarmiðstöðinni að Skógarhlíð 14 klukkan 14 í dag. 8. mars 2020 13:00 Íslensk erfðagreining mun skima fyrir kórónuveirunni í næstu viku Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. 8. mars 2020 13:51 Skoða að kalla inn heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hér á landi í dag og eru stjórnvöld farin að undirbúa aðgerðir til þess að bregðast við álagi. 8. mars 2020 17:05 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir mikla þörf fyrir róttækar aðgerðir í heilbrigðiskerfinu og nýtt skipulag í heilbrigðismálum. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu hans á Facebook þar sem hann greinir frá botnlangakasti sem hann fékk á dögunum. „Fyrir nokkrum dögum kynntist ég stöðu heilbrigðiskerfisins af eigin raun, kostum þess og göllum. Kostirnir liggja umfram allt í því frábæra fólki sem starfar í heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Þetta fólk á hins vegar skilið að starfa við miklu betri aðstöðu en raun ber vitni,“ skrifar Sigmundur á Facebook. Hann lýsir því hvernig hann beið á bráðamóttökunni áður en hann var fluttur í sjúkrarúm. Þá lá hann á ganginum í einhvern tíma áður en hann var fluttur í „litla kompu“ sem hann segist vera þakklátur fyrir. Að lokum var hann svo sendur í aðgerð vegna botnlangakasts. „Aðgerðin gekk vel og ég er kominn heim en mér er hugsað til þess góða og færa fólks sem bjargaði mér og þarf áfram að vinna við slíkar aðstæður. Sérstaklega núna þegar ljóst er að áhrif kórónaveirunnar eiga eftir að skapa mikið álag fyrir heilbrigðisþjónustuna.“ Í stöðuskýrslu dagsins frá Almannavörnum vegna COVID-19 kom fram að nú þegar sé farið að undirbúa aðgerðir vegna álags á heilbrigðiskerfið. Í þeim felst meðal annars að færa heilbrigðisstarfsfólk til innan kerfisins þannig að hægt verði að manna nauðsynlegar stöður, panta fleiri öndunarvélar í gegnum útboð og fá inn fólk sem vinnur á einkareknum stofum. Þá sé einnig til skoðunar að kalla inn fólk sem er farið á eftirlaun. Fimm starfsmenn á gjörgæsludeild Landspítala hafa greinst með veiruna og eru fimm aðrir á sömu deild í sóttkví. Á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag sagði Alma Möller landlæknir að tveir hjúkrunarfræðinganna hafi verið í skíðaferð þar sem þeir hafi líklegast smitast. Þeir hafi svo að öllum líkindum smitað vinnufélaga sína á gjörgæsludeildinni eftir komuna til landsins. Búið væri að rekja smitin og væri nokkuð víst að sjúklingar hefðu ekki smitast.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Svona var áttundi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis bjóða til upplýsingafundar í Björgunarmiðstöðinni að Skógarhlíð 14 klukkan 14 í dag. 8. mars 2020 13:00 Íslensk erfðagreining mun skima fyrir kórónuveirunni í næstu viku Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. 8. mars 2020 13:51 Skoða að kalla inn heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hér á landi í dag og eru stjórnvöld farin að undirbúa aðgerðir til þess að bregðast við álagi. 8. mars 2020 17:05 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Sjá meira
Svona var áttundi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis bjóða til upplýsingafundar í Björgunarmiðstöðinni að Skógarhlíð 14 klukkan 14 í dag. 8. mars 2020 13:00
Íslensk erfðagreining mun skima fyrir kórónuveirunni í næstu viku Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. 8. mars 2020 13:51
Skoða að kalla inn heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hér á landi í dag og eru stjórnvöld farin að undirbúa aðgerðir til þess að bregðast við álagi. 8. mars 2020 17:05