Spritt eitt og sér dugar ekki til að verjast kórónuveirunni ef hendurnar eru óhreinar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 8. mars 2020 22:15 Eitt það mikilvægasta sem fólk getur gert til að koma í veg fyrir að smitast af kórónuveirunni er að þvo hendur. Sápa og vatn geta verið alveg nóg og ekki alltaf nauðsynlegt að nota spritt. Sala á handspritti og sprittklútum hefur rokið upp eftir að kórónuveiran tók að breiðast út. Handspritt er nú að finna á nánast öllum vinnustöðum, í skólum, íþróttahúsum og meira að segja í strætisvögnum. Það er þó ekki nóg að spritta sig í bak og fyrir eða oft á dag í baráttunni gegn veirunni heldur skiptir handþvottur öllu máli. Ásdís Elfarsdóttir Jelle er deildarstjóri sýkingavarnardeildar Landspítalans.Vísir/Sigurjón „Inni á sjúkrahúsum notum við mjög mikið handspritt. Þetta er fljótleg leið og hún er góð og þægileg fyrir fólk sem er önnum kafið. En úti í samfélaginu þá er oft bara vatn og sápa, venjulegur handþvottur, góður og fínn og frábær og fullnægjandi,“ segir Ásdís Elfarsdóttir Jelle deildarstjóri sýkingarvarnardeildar Landspítalans. Dæmi eru um að hendur barna þoli illa spritt sem er notað.Vísir/Aðsend Fylgifiskur mikillar notkunar á handspritti getur verið handþurrkur. Sérstaklega eins og veðrið er núna. Dæmi um að börn hafi þurft að leita til lækna eftir að hafa fengið ofnæmisviðbrögð vegna sprittnotkunar. Ásdís segir fyrst og fremst mikilvægt að þvo sér rétt um hendurnar. Ekki sé nóg að nudda lófum bara saman heldur þarf að þvo hendurnar allar þar á meðal handarbök og gefa sér tíma í þvottinn. Ef handþvotturinn er ekki í lagi dugar sprittið eitt og sér ekki. „Ef þær eru óhreinar. Ef ég er með óhreina bletti á höndunum, ef ég hef hnerrað í hendurnar á mér, að þá þarf ég að þvo þær fyrst. Af því að sprittið er að bara að virka hérna á yfirborð handanna. Á meðan vatn og sápa er að fjarlægja óhreinindin af höndunum,“ segir Ásdís. Ásdís segir einnig mikilvægt að hafa það í huga að halda snertingu við andlit í lágmarki. „Við erum alltaf að kroppa í augun, nudda á okkur nefið, pota í tennurnar, klóra okkur í munnvikinu. Þetta er smitleið inn í okkur. Þannig ef við hreinsum hendur á réttum tímapunktum, hreinar hendur þegar við förum í andlitið þá minnkum við þessa smitleið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Sjá meira
Eitt það mikilvægasta sem fólk getur gert til að koma í veg fyrir að smitast af kórónuveirunni er að þvo hendur. Sápa og vatn geta verið alveg nóg og ekki alltaf nauðsynlegt að nota spritt. Sala á handspritti og sprittklútum hefur rokið upp eftir að kórónuveiran tók að breiðast út. Handspritt er nú að finna á nánast öllum vinnustöðum, í skólum, íþróttahúsum og meira að segja í strætisvögnum. Það er þó ekki nóg að spritta sig í bak og fyrir eða oft á dag í baráttunni gegn veirunni heldur skiptir handþvottur öllu máli. Ásdís Elfarsdóttir Jelle er deildarstjóri sýkingavarnardeildar Landspítalans.Vísir/Sigurjón „Inni á sjúkrahúsum notum við mjög mikið handspritt. Þetta er fljótleg leið og hún er góð og þægileg fyrir fólk sem er önnum kafið. En úti í samfélaginu þá er oft bara vatn og sápa, venjulegur handþvottur, góður og fínn og frábær og fullnægjandi,“ segir Ásdís Elfarsdóttir Jelle deildarstjóri sýkingarvarnardeildar Landspítalans. Dæmi eru um að hendur barna þoli illa spritt sem er notað.Vísir/Aðsend Fylgifiskur mikillar notkunar á handspritti getur verið handþurrkur. Sérstaklega eins og veðrið er núna. Dæmi um að börn hafi þurft að leita til lækna eftir að hafa fengið ofnæmisviðbrögð vegna sprittnotkunar. Ásdís segir fyrst og fremst mikilvægt að þvo sér rétt um hendurnar. Ekki sé nóg að nudda lófum bara saman heldur þarf að þvo hendurnar allar þar á meðal handarbök og gefa sér tíma í þvottinn. Ef handþvotturinn er ekki í lagi dugar sprittið eitt og sér ekki. „Ef þær eru óhreinar. Ef ég er með óhreina bletti á höndunum, ef ég hef hnerrað í hendurnar á mér, að þá þarf ég að þvo þær fyrst. Af því að sprittið er að bara að virka hérna á yfirborð handanna. Á meðan vatn og sápa er að fjarlægja óhreinindin af höndunum,“ segir Ásdís. Ásdís segir einnig mikilvægt að hafa það í huga að halda snertingu við andlit í lágmarki. „Við erum alltaf að kroppa í augun, nudda á okkur nefið, pota í tennurnar, klóra okkur í munnvikinu. Þetta er smitleið inn í okkur. Þannig ef við hreinsum hendur á réttum tímapunktum, hreinar hendur þegar við förum í andlitið þá minnkum við þessa smitleið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Sjá meira