Kunnuglegt andlit sló fyrsta höggið í morgun: „Hlakka til að þurfa ekki að bíða eftir fólki“ Anton Ingi Leifsson skrifar 20. ágúst 2020 12:15 Dame Laura Davies. vísir/getty Dame Laura Davies er eitt þekktasta andlitið á LPGA mótaröðinni. Hún lék sitt fyrsta atvinnumannamót einungis sextán ára gömul, árið 1980, og er enn að spila. Opna breska meistaramótið hófst á Royal Troon vellinum í morgun en þetta er í fyrsta sinn sem Royal Troon völlurinn heldur mótið. Vegna kórónuveirunnar er Opna breska fyrsta risamót ársins í kvennaflokki og eitt af fáum mótum sem fara fram í sumar. Það var því vel við hæfi að einn besti breski kylfingur sögunnar, Laura Davies, sló fyrsta höggið í morgun en henni var að taka upphafshöggið á mótinu. „Þetta er mikill heiður að fá að slá opnunarhöggið en fyrst og fremst mikilvægt að spila á velli sem er ekki fullur og ég hlakka til að þurfa ekki að bíða eftir fólki,“ sagði Davies sem ruslaði æfingahringnum af á þriðjudaginn. Making her first appearance at 16, nothing seems more fitting than @LFCLJD kicking off the @AIGWomensOpen MORE https://t.co/3ywgVdeOjr— LPGA (@LPGA) August 19, 2020 Hún spilaði æfingahringinn á tveimur og hálfum tíma en frá því að opna breska varð risamót árið 2001 þá hafa einungis Davies og Cristie Kerr tekið þátt í öllum nítján mótunum. „Þetta er stór vika fyrir kvenna golf. Að spila á þessum golfvelli sem hefur verið á karlamótunum árunum saman og hleypti ekki kvenfólki inn lengi. Þetta er stór vika,“ sagði Davies. Íslensku kylfingarnir; Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir eru ekki með á mótinu þetta árið. Útsending frá mótinu hefst á Stöð 2 Golf klukkan 14.00 en útsendingar verða frá mótinu alla helgina. Dame Laura Davies hits the first tee shot of the 2020 @AIGWomensOpen!It s @LFCLJD s 40th appearance in the event! pic.twitter.com/LkSXRQi3cR— LPGA (@LPGA) August 20, 2020 Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Dame Laura Davies er eitt þekktasta andlitið á LPGA mótaröðinni. Hún lék sitt fyrsta atvinnumannamót einungis sextán ára gömul, árið 1980, og er enn að spila. Opna breska meistaramótið hófst á Royal Troon vellinum í morgun en þetta er í fyrsta sinn sem Royal Troon völlurinn heldur mótið. Vegna kórónuveirunnar er Opna breska fyrsta risamót ársins í kvennaflokki og eitt af fáum mótum sem fara fram í sumar. Það var því vel við hæfi að einn besti breski kylfingur sögunnar, Laura Davies, sló fyrsta höggið í morgun en henni var að taka upphafshöggið á mótinu. „Þetta er mikill heiður að fá að slá opnunarhöggið en fyrst og fremst mikilvægt að spila á velli sem er ekki fullur og ég hlakka til að þurfa ekki að bíða eftir fólki,“ sagði Davies sem ruslaði æfingahringnum af á þriðjudaginn. Making her first appearance at 16, nothing seems more fitting than @LFCLJD kicking off the @AIGWomensOpen MORE https://t.co/3ywgVdeOjr— LPGA (@LPGA) August 19, 2020 Hún spilaði æfingahringinn á tveimur og hálfum tíma en frá því að opna breska varð risamót árið 2001 þá hafa einungis Davies og Cristie Kerr tekið þátt í öllum nítján mótunum. „Þetta er stór vika fyrir kvenna golf. Að spila á þessum golfvelli sem hefur verið á karlamótunum árunum saman og hleypti ekki kvenfólki inn lengi. Þetta er stór vika,“ sagði Davies. Íslensku kylfingarnir; Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir eru ekki með á mótinu þetta árið. Útsending frá mótinu hefst á Stöð 2 Golf klukkan 14.00 en útsendingar verða frá mótinu alla helgina. Dame Laura Davies hits the first tee shot of the 2020 @AIGWomensOpen!It s @LFCLJD s 40th appearance in the event! pic.twitter.com/LkSXRQi3cR— LPGA (@LPGA) August 20, 2020
Golf Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira