Vill losna undan stjórn föður síns Atli Ísleifsson skrifar 19. ágúst 2020 07:51 Söngkonan Britney Spears var ein stærsta stjarna tónlistarheimsins í kringum aldamótin. Getty Bandaríska söngkonan Britney Spears leitaði í gær til dómstóla í tilraun til að koma í veg fyrir að faðir hennar verði lögráðamaður hennar á ný. Faðirinn, James Spears, hefur farið með hlutverk lögráðamanns dóttur sinnar stærstan hluta síðustu tólf ára. AP segir frá þessu. Spears var nauðungavistuð á geðdeild árið 2008 og í kjölfarið svipt sjálfræði og fjárræði. Faðir hennar og lögfræðingur hafa gegnt hlutverki lögræðamanna hennar síðan og tekið ákvarðanir um bæði líf og feril fyrir hennar hönd. James Spears snúi ekki aftur í fyrra hlutverk James Spears lét tímabundið af hlutverki lögráðamanns hennar á síðasta ári vegna vanheilsu. Hin 38 ára Britney sækist nú eftir því að hann snúi ekki aftur í það hlutverk. „Britney er mjög andsnúin því að James snúi aftur sem lögráðamaður hennar,“ segir í skjölum sem lögmaður söngkonunnar kynnti í gær. James Spears og lögfræðingurinn Andrew M. Wallet voru saman lögráðamenn söngkonunnar á árunum 2008 til 2019, en snemma á síðasta ári ákvað Wallet að hætta. Var faðir hennar því um tíma einn lögráðamaður dóttur sinnar, og segist Britney ekki vilja að það gerist á ný. Verði varanlegur lögráðamaður Vill Britney að Jodi Montgomery, sem hefur verið lögráðamaður hennar til bráðabirgða, verði það varanlega. Hún sækist þó ekki sérstaklega eftir því að binda enda á fyrirkomulagið um að hafa lögráðamann. Það hafi bjargað henni frá glötun. Í skjölum lögfræðins Britney kemur einnig fram að ekki standi til að Britney komi fram á sviði á næstunni, en það gerðist síðast í byrjun síðasta árs. Hún hafði þá verið með fastar sýningar í Las Vegas um tíma. Bandaríkin Tónlist Hollywood Sjálfræðisbarátta Britney Spears Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Sjá meira
Bandaríska söngkonan Britney Spears leitaði í gær til dómstóla í tilraun til að koma í veg fyrir að faðir hennar verði lögráðamaður hennar á ný. Faðirinn, James Spears, hefur farið með hlutverk lögráðamanns dóttur sinnar stærstan hluta síðustu tólf ára. AP segir frá þessu. Spears var nauðungavistuð á geðdeild árið 2008 og í kjölfarið svipt sjálfræði og fjárræði. Faðir hennar og lögfræðingur hafa gegnt hlutverki lögræðamanna hennar síðan og tekið ákvarðanir um bæði líf og feril fyrir hennar hönd. James Spears snúi ekki aftur í fyrra hlutverk James Spears lét tímabundið af hlutverki lögráðamanns hennar á síðasta ári vegna vanheilsu. Hin 38 ára Britney sækist nú eftir því að hann snúi ekki aftur í það hlutverk. „Britney er mjög andsnúin því að James snúi aftur sem lögráðamaður hennar,“ segir í skjölum sem lögmaður söngkonunnar kynnti í gær. James Spears og lögfræðingurinn Andrew M. Wallet voru saman lögráðamenn söngkonunnar á árunum 2008 til 2019, en snemma á síðasta ári ákvað Wallet að hætta. Var faðir hennar því um tíma einn lögráðamaður dóttur sinnar, og segist Britney ekki vilja að það gerist á ný. Verði varanlegur lögráðamaður Vill Britney að Jodi Montgomery, sem hefur verið lögráðamaður hennar til bráðabirgða, verði það varanlega. Hún sækist þó ekki sérstaklega eftir því að binda enda á fyrirkomulagið um að hafa lögráðamann. Það hafi bjargað henni frá glötun. Í skjölum lögfræðins Britney kemur einnig fram að ekki standi til að Britney komi fram á sviði á næstunni, en það gerðist síðast í byrjun síðasta árs. Hún hafði þá verið með fastar sýningar í Las Vegas um tíma.
Bandaríkin Tónlist Hollywood Sjálfræðisbarátta Britney Spears Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Fleiri fréttir Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Sjá meira