Vill losna undan stjórn föður síns Atli Ísleifsson skrifar 19. ágúst 2020 07:51 Söngkonan Britney Spears var ein stærsta stjarna tónlistarheimsins í kringum aldamótin. Getty Bandaríska söngkonan Britney Spears leitaði í gær til dómstóla í tilraun til að koma í veg fyrir að faðir hennar verði lögráðamaður hennar á ný. Faðirinn, James Spears, hefur farið með hlutverk lögráðamanns dóttur sinnar stærstan hluta síðustu tólf ára. AP segir frá þessu. Spears var nauðungavistuð á geðdeild árið 2008 og í kjölfarið svipt sjálfræði og fjárræði. Faðir hennar og lögfræðingur hafa gegnt hlutverki lögræðamanna hennar síðan og tekið ákvarðanir um bæði líf og feril fyrir hennar hönd. James Spears snúi ekki aftur í fyrra hlutverk James Spears lét tímabundið af hlutverki lögráðamanns hennar á síðasta ári vegna vanheilsu. Hin 38 ára Britney sækist nú eftir því að hann snúi ekki aftur í það hlutverk. „Britney er mjög andsnúin því að James snúi aftur sem lögráðamaður hennar,“ segir í skjölum sem lögmaður söngkonunnar kynnti í gær. James Spears og lögfræðingurinn Andrew M. Wallet voru saman lögráðamenn söngkonunnar á árunum 2008 til 2019, en snemma á síðasta ári ákvað Wallet að hætta. Var faðir hennar því um tíma einn lögráðamaður dóttur sinnar, og segist Britney ekki vilja að það gerist á ný. Verði varanlegur lögráðamaður Vill Britney að Jodi Montgomery, sem hefur verið lögráðamaður hennar til bráðabirgða, verði það varanlega. Hún sækist þó ekki sérstaklega eftir því að binda enda á fyrirkomulagið um að hafa lögráðamann. Það hafi bjargað henni frá glötun. Í skjölum lögfræðins Britney kemur einnig fram að ekki standi til að Britney komi fram á sviði á næstunni, en það gerðist síðast í byrjun síðasta árs. Hún hafði þá verið með fastar sýningar í Las Vegas um tíma. Bandaríkin Tónlist Hollywood Sjálfræðisbarátta Britney Spears Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Lífið Fleiri fréttir „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life Sjá meira
Bandaríska söngkonan Britney Spears leitaði í gær til dómstóla í tilraun til að koma í veg fyrir að faðir hennar verði lögráðamaður hennar á ný. Faðirinn, James Spears, hefur farið með hlutverk lögráðamanns dóttur sinnar stærstan hluta síðustu tólf ára. AP segir frá þessu. Spears var nauðungavistuð á geðdeild árið 2008 og í kjölfarið svipt sjálfræði og fjárræði. Faðir hennar og lögfræðingur hafa gegnt hlutverki lögræðamanna hennar síðan og tekið ákvarðanir um bæði líf og feril fyrir hennar hönd. James Spears snúi ekki aftur í fyrra hlutverk James Spears lét tímabundið af hlutverki lögráðamanns hennar á síðasta ári vegna vanheilsu. Hin 38 ára Britney sækist nú eftir því að hann snúi ekki aftur í það hlutverk. „Britney er mjög andsnúin því að James snúi aftur sem lögráðamaður hennar,“ segir í skjölum sem lögmaður söngkonunnar kynnti í gær. James Spears og lögfræðingurinn Andrew M. Wallet voru saman lögráðamenn söngkonunnar á árunum 2008 til 2019, en snemma á síðasta ári ákvað Wallet að hætta. Var faðir hennar því um tíma einn lögráðamaður dóttur sinnar, og segist Britney ekki vilja að það gerist á ný. Verði varanlegur lögráðamaður Vill Britney að Jodi Montgomery, sem hefur verið lögráðamaður hennar til bráðabirgða, verði það varanlega. Hún sækist þó ekki sérstaklega eftir því að binda enda á fyrirkomulagið um að hafa lögráðamann. Það hafi bjargað henni frá glötun. Í skjölum lögfræðins Britney kemur einnig fram að ekki standi til að Britney komi fram á sviði á næstunni, en það gerðist síðast í byrjun síðasta árs. Hún hafði þá verið með fastar sýningar í Las Vegas um tíma.
Bandaríkin Tónlist Hollywood Sjálfræðisbarátta Britney Spears Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Lífið Fleiri fréttir „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life Sjá meira