„Íslensk útgerðafyrirtæki eru reiðubúin til að greiða meira fyrir auðlindina í Namibíu en hér“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 18:51 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Aðsend Samherji greiddi hærri veiðigjöld í Namíbíu en hér á landi árið 2018 eftir að stjórnvöld þar hækkuðu veiðigjöldin úr einu prósenti í tíu prósent. Formaður Viðreisnar segir þetta sýna að útgerðir séu viljugar til að greiða veiðigjöld þrátt fyrir miklar hækkanir. Auðlindarákvæði í stjórnarskrá sé nauðsyn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar ásamt fleiri þingmönnum óskaði eftir að skýrsla væri gerð um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi á grundvelli upplýsinga frá Fiskistofu og þeim skjölum sem RÚV fjallaði um í fréttaskýringaþættinum Kveik í nóvember í fyrra. Miklar deilur urðu á Alþingi vegna beiðninnar. „Þessi skýrslubeiðni er auðvitað ekkert annað heldur en ákveðið lýðskrum sem að fer fram í kjölfarið á alvarlegu máli sem upplýst hefur verið um og er til skoðunar og rannsóknar. Hér er þyrlað upp pólitísku moldviðri útaf ágreiningsefni sem hefur verið um veiðigjöld á Íslandi og því haldið fram að útgerðin skammti sér veiðigjöld eftir því að hún telur að sé hæfilegt hverju sinni,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins á alþingi þann 6. febrúar á þessu ári. Það fór þó svo að skýrslubeiðnin var samþykkt á alþingi og var Hagfræðistofnun Háskóla Íslands falið að gera hana. Hún birtist á vef alþingis í gær. Þar kemur fram að á árunum 2012-2017 eru veiðigjöld Samherja í Namibíu um 1 % af verðmæti afla en veiðigjöld sem fyrirtækið greiðir hér á sama tíma frá 5-12%. Árið 2018 var hlutfallið fest í lög í Namibíu og varð þá hærra en hér á landi eða 10%. „Þetta sýnir að stjórnvöld í Namibíu hafa pólitískan kjark til að hækka veiðigjöld verulega þannig að þau verða mun hærri en hér á landi. Íslensk útgerðafyrirtæki eru reiðubúin til að greiða meira fyrir auðlindina í Namibíu en hér. En hér á landi eru svo stjórnvöld sem hafa markvisst lækkað veiðigjöld og það er pólitísk ákvörðun að lækka þau alveg síðan 2013, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Í skýrslunni kemur fram að veiðigjöld á þorski karfa síld og loðnu hér á landi eru mun hærri árið 2012 en árið 2018. Þorgerður vill sjá breytingar. „Við viljum ekki kollvarpa kerfinu heldur uppfæra það þannig að þjóðin fái sinn sanngjarna eðlilega hlut í auðlindinni,“ segir Þorgerður. Hún segir mikilvægt að fá auðlindaákvæði í stjórnarskrá „Það þarf auðlindarákvæði sem bit er í en ekki eitthvað málamiðlunarákvæði stjórnarflokkanna. Þannig að réttur þjóðarinnar sé ótvíræður og að útgerðin hafi tímabundinn aðgang að auðlindinni,“ segir Þorgerður. Í fréttum Bylgjunnar í dag kom fram að Hagfræðistofnun Háskóla Íslands fékk ekki umbeðna árskýrslur frá dótturfélagi Samherja í Namibíu til að hægt væri að bera saman hagnað þar og hér á landi. Fréttastofa óskaði eftir svörum frá Samherja af hverju gögnin hefðu ekki verið veitt og hafði ekki fengið svör þegar fréttatími Stöðvar 2 fór í loftið. Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarskrá Viðskipti Tengdar fréttir Samherji sagðist ekki hafa tíma til að taka saman ársreikninga frá Namibíu Samherji greiddi lægra hlutfall veiðigjalda af meðalverði afla í Namibíu frá 2012 til 2017 en hér á landi. 2018 var hlutfallið orðið hærra í Namibíu en hér. Forstöðumaður Hagfræðisstofnunar segir að Samherji hafi ekki afhent umbeðna árskýrslu dótturfyrirtækis síns í Namibíu og því hafi ekki verið hægt að bera saman hagnað í löndunum tveimur. 18. ágúst 2020 13:46 Gjöld vegna veiðiheimilda töluvert hærri í Namibíu en á Íslandi árið 2018 Samherji greiddi árið 2018 meira fyrir tímabundnar veiðiheimildir í Namibíu en ótímabundnar veiðiheimildir hér á landi. 18. ágúst 2020 07:31 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Samherji greiddi hærri veiðigjöld í Namíbíu en hér á landi árið 2018 eftir að stjórnvöld þar hækkuðu veiðigjöldin úr einu prósenti í tíu prósent. Formaður Viðreisnar segir þetta sýna að útgerðir séu viljugar til að greiða veiðigjöld þrátt fyrir miklar hækkanir. Auðlindarákvæði í stjórnarskrá sé nauðsyn. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar ásamt fleiri þingmönnum óskaði eftir að skýrsla væri gerð um samanburð á greiðslum Samherja fyrir veiðirétt í Namibíu og á Íslandi á grundvelli upplýsinga frá Fiskistofu og þeim skjölum sem RÚV fjallaði um í fréttaskýringaþættinum Kveik í nóvember í fyrra. Miklar deilur urðu á Alþingi vegna beiðninnar. „Þessi skýrslubeiðni er auðvitað ekkert annað heldur en ákveðið lýðskrum sem að fer fram í kjölfarið á alvarlegu máli sem upplýst hefur verið um og er til skoðunar og rannsóknar. Hér er þyrlað upp pólitísku moldviðri útaf ágreiningsefni sem hefur verið um veiðigjöld á Íslandi og því haldið fram að útgerðin skammti sér veiðigjöld eftir því að hún telur að sé hæfilegt hverju sinni,“ sagði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins á alþingi þann 6. febrúar á þessu ári. Það fór þó svo að skýrslubeiðnin var samþykkt á alþingi og var Hagfræðistofnun Háskóla Íslands falið að gera hana. Hún birtist á vef alþingis í gær. Þar kemur fram að á árunum 2012-2017 eru veiðigjöld Samherja í Namibíu um 1 % af verðmæti afla en veiðigjöld sem fyrirtækið greiðir hér á sama tíma frá 5-12%. Árið 2018 var hlutfallið fest í lög í Namibíu og varð þá hærra en hér á landi eða 10%. „Þetta sýnir að stjórnvöld í Namibíu hafa pólitískan kjark til að hækka veiðigjöld verulega þannig að þau verða mun hærri en hér á landi. Íslensk útgerðafyrirtæki eru reiðubúin til að greiða meira fyrir auðlindina í Namibíu en hér. En hér á landi eru svo stjórnvöld sem hafa markvisst lækkað veiðigjöld og það er pólitísk ákvörðun að lækka þau alveg síðan 2013, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Í skýrslunni kemur fram að veiðigjöld á þorski karfa síld og loðnu hér á landi eru mun hærri árið 2012 en árið 2018. Þorgerður vill sjá breytingar. „Við viljum ekki kollvarpa kerfinu heldur uppfæra það þannig að þjóðin fái sinn sanngjarna eðlilega hlut í auðlindinni,“ segir Þorgerður. Hún segir mikilvægt að fá auðlindaákvæði í stjórnarskrá „Það þarf auðlindarákvæði sem bit er í en ekki eitthvað málamiðlunarákvæði stjórnarflokkanna. Þannig að réttur þjóðarinnar sé ótvíræður og að útgerðin hafi tímabundinn aðgang að auðlindinni,“ segir Þorgerður. Í fréttum Bylgjunnar í dag kom fram að Hagfræðistofnun Háskóla Íslands fékk ekki umbeðna árskýrslur frá dótturfélagi Samherja í Namibíu til að hægt væri að bera saman hagnað þar og hér á landi. Fréttastofa óskaði eftir svörum frá Samherja af hverju gögnin hefðu ekki verið veitt og hafði ekki fengið svör þegar fréttatími Stöðvar 2 fór í loftið.
Sjávarútvegur Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnarskrá Viðskipti Tengdar fréttir Samherji sagðist ekki hafa tíma til að taka saman ársreikninga frá Namibíu Samherji greiddi lægra hlutfall veiðigjalda af meðalverði afla í Namibíu frá 2012 til 2017 en hér á landi. 2018 var hlutfallið orðið hærra í Namibíu en hér. Forstöðumaður Hagfræðisstofnunar segir að Samherji hafi ekki afhent umbeðna árskýrslu dótturfyrirtækis síns í Namibíu og því hafi ekki verið hægt að bera saman hagnað í löndunum tveimur. 18. ágúst 2020 13:46 Gjöld vegna veiðiheimilda töluvert hærri í Namibíu en á Íslandi árið 2018 Samherji greiddi árið 2018 meira fyrir tímabundnar veiðiheimildir í Namibíu en ótímabundnar veiðiheimildir hér á landi. 18. ágúst 2020 07:31 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Samherji sagðist ekki hafa tíma til að taka saman ársreikninga frá Namibíu Samherji greiddi lægra hlutfall veiðigjalda af meðalverði afla í Namibíu frá 2012 til 2017 en hér á landi. 2018 var hlutfallið orðið hærra í Namibíu en hér. Forstöðumaður Hagfræðisstofnunar segir að Samherji hafi ekki afhent umbeðna árskýrslu dótturfyrirtækis síns í Namibíu og því hafi ekki verið hægt að bera saman hagnað í löndunum tveimur. 18. ágúst 2020 13:46
Gjöld vegna veiðiheimilda töluvert hærri í Namibíu en á Íslandi árið 2018 Samherji greiddi árið 2018 meira fyrir tímabundnar veiðiheimildir í Namibíu en ótímabundnar veiðiheimildir hér á landi. 18. ágúst 2020 07:31