„Hún dó skelfingu lostin og ein í herbergi með þér“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. febrúar 2020 09:07 Grace Millane var nýútskrifuð úr háskóla og var á ferðalagi um heiminn þegar hún var myrt. Maðurinn sem fundinn var sekur um morðið á breska bakpokaferðalanginum Grace Millane var í morgun dæmdur í lífstíðarfangelsi. Móðir Millane ávarpaði morðingjann í dómsal og kvaðst oft hugsa um þjáninguna sem hann hefði valdið dóttur hennar. Millane var 22 ára á ferðalagi um Nýja-Sjáland þegar hún mælti sér mót við manninn, sem er 28 ára Nýsjálendingur, í gegnum stefnumótaforritið Tinder í lok árs 2018. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa kyrkt Millane á hótelherbergi í Auckland er þau stunduðu kynlíf, troðið líki hennar í ferðatösku og grafið það í töskunni rétt fyrir utan borgarmörkin. Maðurinn, sem hefur ekki verið nafngreindur á grundvelli nýsjálenskra laga, hefur ávallt neitað sök. Sjá einnig: Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Réttarhöld í málinu hófust í fyrra og maðurinn var loks sakfelldur í lok nóvember. Dómur, sem hljóðaði upp á lífstíðarfangelsi, var svo kveðinn upp yfir honum í morgun. Maðurinn þarf að afplána minnst sautján ár af dómnum áður en hann getur sótt um reynslulausn. Gillian og David Millane, foreldrar Grace, fyrir framan dómshúsið í Auckland í nóvember síðastliðnum, þegar maðurinn var sakfelldur.Vísir/getty David og Gillian Millane, foreldrar Grace, voru viðstödd dómsuppkvaðninguna í gegnum netið. Gillian ávarpaði dóminn og sagði morðið á Grace hafa reynst henni afar þungbært, hún hafi orðið þunglynd og fengið sjálfsvígshugsanir. Þá kvað hún þau foreldra Grace ekki hafa getað veitt hvort öðru nægilegan stuðning. Sorgin hafi borið þau ofurliði og komið í veg fyrir að þau gætu sinnt daglegu lífi. „Ég græt endalausum tárum yfir tilhugsuninni um að fá aldrei tækifæri til að kyssa elsku Grace mína bless,“ sagði Gillian. Þá ávarpaði hún morðingjann loks beint. „Ég kvelst yfir því sem þú gerðir Grace minni, skelfingunni og sársaukanum sem hún hefur þurft að þola vegna þín. Sem móðir hennar hefði ég gert allt til að taka hennar stað. Ég hefði átt að vera þarna en hún dó skelfingu lostin og ein í herbergi með þér.“ Vitnisburð Gillian Millane má horfa á í spilaranum hér að neðan. Bæði dómari í málinu og saksóknari segja manninn hafa sýnt einbeittan brotavilja. Sá síðarnefndi lýsir verknaðinum jafnframt sem sérstaklega „siðspilltum“ í ljósi þess að eftir að maðurinn myrti Millane hafi hann horft á klám og tekið myndir af nöktu líki hennar. Morðið á Grace Millane hefur vakið mikinn óhugnað meðal Nýsjálendinga, einkum ungra kvenna. Saksóknari sagði við réttarhöldin að með verknaðinum hefði maðurinn gert Nýja-Sjáland að hættulegri stað og knúið konur til að endurhugsa sambönd sín við karlmenn. Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Fundinn sekur um morðið á Grace Millane Dómstóll í Nýja-Sjálandi dæmdi í dag mann sekan um morðið á hinni bresku Grace Millane. 22. nóvember 2019 07:36 Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. 14. nóvember 2019 08:56 „Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26 Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. 6. nóvember 2019 09:02 Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Kona, sem fór á Tinder-stefnumót með manninum sem ákærður er fyrir að myrða breska bakpokaferðalanginn Grace Millane, segist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. 11. nóvember 2019 10:29 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Maðurinn sem fundinn var sekur um morðið á breska bakpokaferðalanginum Grace Millane var í morgun dæmdur í lífstíðarfangelsi. Móðir Millane ávarpaði morðingjann í dómsal og kvaðst oft hugsa um þjáninguna sem hann hefði valdið dóttur hennar. Millane var 22 ára á ferðalagi um Nýja-Sjáland þegar hún mælti sér mót við manninn, sem er 28 ára Nýsjálendingur, í gegnum stefnumótaforritið Tinder í lok árs 2018. Maðurinn var fundinn sekur um að hafa kyrkt Millane á hótelherbergi í Auckland er þau stunduðu kynlíf, troðið líki hennar í ferðatösku og grafið það í töskunni rétt fyrir utan borgarmörkin. Maðurinn, sem hefur ekki verið nafngreindur á grundvelli nýsjálenskra laga, hefur ávallt neitað sök. Sjá einnig: Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Réttarhöld í málinu hófust í fyrra og maðurinn var loks sakfelldur í lok nóvember. Dómur, sem hljóðaði upp á lífstíðarfangelsi, var svo kveðinn upp yfir honum í morgun. Maðurinn þarf að afplána minnst sautján ár af dómnum áður en hann getur sótt um reynslulausn. Gillian og David Millane, foreldrar Grace, fyrir framan dómshúsið í Auckland í nóvember síðastliðnum, þegar maðurinn var sakfelldur.Vísir/getty David og Gillian Millane, foreldrar Grace, voru viðstödd dómsuppkvaðninguna í gegnum netið. Gillian ávarpaði dóminn og sagði morðið á Grace hafa reynst henni afar þungbært, hún hafi orðið þunglynd og fengið sjálfsvígshugsanir. Þá kvað hún þau foreldra Grace ekki hafa getað veitt hvort öðru nægilegan stuðning. Sorgin hafi borið þau ofurliði og komið í veg fyrir að þau gætu sinnt daglegu lífi. „Ég græt endalausum tárum yfir tilhugsuninni um að fá aldrei tækifæri til að kyssa elsku Grace mína bless,“ sagði Gillian. Þá ávarpaði hún morðingjann loks beint. „Ég kvelst yfir því sem þú gerðir Grace minni, skelfingunni og sársaukanum sem hún hefur þurft að þola vegna þín. Sem móðir hennar hefði ég gert allt til að taka hennar stað. Ég hefði átt að vera þarna en hún dó skelfingu lostin og ein í herbergi með þér.“ Vitnisburð Gillian Millane má horfa á í spilaranum hér að neðan. Bæði dómari í málinu og saksóknari segja manninn hafa sýnt einbeittan brotavilja. Sá síðarnefndi lýsir verknaðinum jafnframt sem sérstaklega „siðspilltum“ í ljósi þess að eftir að maðurinn myrti Millane hafi hann horft á klám og tekið myndir af nöktu líki hennar. Morðið á Grace Millane hefur vakið mikinn óhugnað meðal Nýsjálendinga, einkum ungra kvenna. Saksóknari sagði við réttarhöldin að með verknaðinum hefði maðurinn gert Nýja-Sjáland að hættulegri stað og knúið konur til að endurhugsa sambönd sín við karlmenn.
Morðið á Grace Millane Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Fundinn sekur um morðið á Grace Millane Dómstóll í Nýja-Sjálandi dæmdi í dag mann sekan um morðið á hinni bresku Grace Millane. 22. nóvember 2019 07:36 Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. 14. nóvember 2019 08:56 „Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26 Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00 Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. 6. nóvember 2019 09:02 Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Kona, sem fór á Tinder-stefnumót með manninum sem ákærður er fyrir að myrða breska bakpokaferðalanginn Grace Millane, segist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. 11. nóvember 2019 10:29 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Innlent Óbólusett barn lést vegna mislinga Erlent Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu Erlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Sjá meira
Fundinn sekur um morðið á Grace Millane Dómstóll í Nýja-Sjálandi dæmdi í dag mann sekan um morðið á hinni bresku Grace Millane. 22. nóvember 2019 07:36
Keypti ferðatöskuna um morguninn og tróð svo líkinu í hana Myndbönd sem sýnd voru við réttarhöldin í gær sýna manninn fara út og kaupa ferðatösku og flytja líkið svo út í bíl. 14. nóvember 2019 08:56
„Einhver með blóð á iljunum“ gekk um herbergið Maðurinn sem grunaður er um að hafa myrt breska bakpokaferðalanginn Grace Millane reyndi að þrífa blóð af gólfi íbúðarinnar, þar sem Millane var myrt. 8. nóvember 2019 08:26
Myndbönd varpa ljósi á stefnumótið í aðdraganda morðsins Nýbirtar upptökur úr öryggismyndavélum sýna síðustu klukkustundirnar í lífi breska bakpokaferðalangsins Grace Millane. 7. nóvember 2019 11:00
Skildi líkið eftir í ferðatösku og fór á annað Tinder-stefnumót Karlmaður sem grunaður er um morð á breska bakpokaferðalangnum Grace Millane skildi lík Millane eftir í ferðatösku í íbúð sinni, eftir að hann framdi morðið á henni, og fór á Tinder-stefnumót. 6. nóvember 2019 09:02
Óttaðist að deyja í kynlífi með manninum Kona, sem fór á Tinder-stefnumót með manninum sem ákærður er fyrir að myrða breska bakpokaferðalanginn Grace Millane, segist hafa óttast að hann myndi kæfa hana þegar þau stunduðu kynlíf. 11. nóvember 2019 10:29
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent