Laudrup um nýja Danann í Barca: Hann vann í lottóinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2020 18:30 Martin Braithwaite er kominn í Barcelona búninginn. Getty/Marc Gonzalez 28 ára Dani verður í framlínusveit Barcelona fram á vor og er ætlað að fylla í skörð stjarna eins og Luis Suárez og Ousmane Dembélé sem eru meiddir. Þessi kaup Barcelona á Martin Braithwaite hafa vakið mikla athygli og ekki síst í Danmörku. Danir hafa vissulega átt leikmenn í Barcelona en á þeim tíma voru Allan Simonsen og Michael Laudrup súperstjörnur í evrópska fótboltanum. Það vissu ekki margir mikið um Martin Braithwaite. „Ég vil bara óska honum til hamingju. Nýttu tækifærið. Hann hefur unnið í fótboltalottóinu með því að komast að hjá þessum frábæra klúbb,“ sagði Michael Laudrup við dönsku sjónvarpsstöðina TV3+. Verdens Gang sagði frá. Það gera sér allir grein fyrir því að Martin Braithwaite fær ekki langan tíma hjá Barcelona því félagið mun endurheimta Luis Suárez og Ousmane Dembélé úr meiðslum og jafnvel kaupa eitt stykki Neymar í sumar. Laudrup om den nye Barca-angriperen: – Han har vunnet i lotteriet https://t.co/cIhu4zxXF0— VG Sporten (@vgsporten) February 21, 2020 „Ef hann stendur sig vel þá kemst hann að hjá liði á næsta tímabili, kannski ekki liði á sama stalli og Barcelona, en liði sem er um miðja deild á Spáni. Þar gæti hann fengið góðan samning sem væri frábært fyrir hann,“ sagði Laudrup. Martin Braithwaite verður fimmti Daninn til að spila fyrir Barcelona en hinir eru Allan Simonsen (1979-1983), Michael Laudrup (1989-1994), Ronnie Ekelund (1992-1994) og Thomas Christiansen (1992-1994). Ronnie Ekelund náði bara að spila einn leik fyrir Barcelona sem lánaði hann í fjórgang og Thomas Christiansen spilaði aldrei fyrir spænska félagið þrátt fyrir að vera leikmaður þess í tvö ár. Þeir voru hjá Barcelona á sama tíma og Michael Laudrup. Michael Laudrup átti flott ár hjá Barcelona, skoraði 40 mörk í 167 leikjum fyrir félagið og vann níu titla þar á meðal spænsku deildina fjórum sinnum og Evrópukeppni meistaraliða 1992. Laudrup fór frá Barcelona til Real Madrid. Allan Simonsen skoraði 31 mark í 98 leikjum með Barcelona en náði ekki að verða spænskur meistari með félaginu. Danmörk Spænski boltinn Tengdar fréttir Nýi Daninn í Barcelona réð lítið við boltann á kynningu sinni á Nývangi Martin Braithwaite var ekki nógu góður fyrir Middlesbrough en hann er orðinn leikmaður spænska stórliðsins Barcelona í dag. Það kemur mörgum á óvart. 21. febrúar 2020 16:00 Neyddist til að segja konunni þegar tíðindin rötuðu í fjölmiðla "Ég heyrði af þessu fyrir viku og hef svo bara beðið. Ég sagði engum frá þessu en ég neyddist til að segja konunni minni þetta þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta,“ segir Martin Braithwaite sem þakkar Guði fyrir það að hann skuli öllum að óvörum vera orðinn leikmaður hins eina sanna Barcelona. 20. febrúar 2020 23:30 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Sjá meira
28 ára Dani verður í framlínusveit Barcelona fram á vor og er ætlað að fylla í skörð stjarna eins og Luis Suárez og Ousmane Dembélé sem eru meiddir. Þessi kaup Barcelona á Martin Braithwaite hafa vakið mikla athygli og ekki síst í Danmörku. Danir hafa vissulega átt leikmenn í Barcelona en á þeim tíma voru Allan Simonsen og Michael Laudrup súperstjörnur í evrópska fótboltanum. Það vissu ekki margir mikið um Martin Braithwaite. „Ég vil bara óska honum til hamingju. Nýttu tækifærið. Hann hefur unnið í fótboltalottóinu með því að komast að hjá þessum frábæra klúbb,“ sagði Michael Laudrup við dönsku sjónvarpsstöðina TV3+. Verdens Gang sagði frá. Það gera sér allir grein fyrir því að Martin Braithwaite fær ekki langan tíma hjá Barcelona því félagið mun endurheimta Luis Suárez og Ousmane Dembélé úr meiðslum og jafnvel kaupa eitt stykki Neymar í sumar. Laudrup om den nye Barca-angriperen: – Han har vunnet i lotteriet https://t.co/cIhu4zxXF0— VG Sporten (@vgsporten) February 21, 2020 „Ef hann stendur sig vel þá kemst hann að hjá liði á næsta tímabili, kannski ekki liði á sama stalli og Barcelona, en liði sem er um miðja deild á Spáni. Þar gæti hann fengið góðan samning sem væri frábært fyrir hann,“ sagði Laudrup. Martin Braithwaite verður fimmti Daninn til að spila fyrir Barcelona en hinir eru Allan Simonsen (1979-1983), Michael Laudrup (1989-1994), Ronnie Ekelund (1992-1994) og Thomas Christiansen (1992-1994). Ronnie Ekelund náði bara að spila einn leik fyrir Barcelona sem lánaði hann í fjórgang og Thomas Christiansen spilaði aldrei fyrir spænska félagið þrátt fyrir að vera leikmaður þess í tvö ár. Þeir voru hjá Barcelona á sama tíma og Michael Laudrup. Michael Laudrup átti flott ár hjá Barcelona, skoraði 40 mörk í 167 leikjum fyrir félagið og vann níu titla þar á meðal spænsku deildina fjórum sinnum og Evrópukeppni meistaraliða 1992. Laudrup fór frá Barcelona til Real Madrid. Allan Simonsen skoraði 31 mark í 98 leikjum með Barcelona en náði ekki að verða spænskur meistari með félaginu.
Danmörk Spænski boltinn Tengdar fréttir Nýi Daninn í Barcelona réð lítið við boltann á kynningu sinni á Nývangi Martin Braithwaite var ekki nógu góður fyrir Middlesbrough en hann er orðinn leikmaður spænska stórliðsins Barcelona í dag. Það kemur mörgum á óvart. 21. febrúar 2020 16:00 Neyddist til að segja konunni þegar tíðindin rötuðu í fjölmiðla "Ég heyrði af þessu fyrir viku og hef svo bara beðið. Ég sagði engum frá þessu en ég neyddist til að segja konunni minni þetta þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta,“ segir Martin Braithwaite sem þakkar Guði fyrir það að hann skuli öllum að óvörum vera orðinn leikmaður hins eina sanna Barcelona. 20. febrúar 2020 23:30 Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM „Vorum að passa okkur og hlupum ekki neitt“ Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Sjá meira
Nýi Daninn í Barcelona réð lítið við boltann á kynningu sinni á Nývangi Martin Braithwaite var ekki nógu góður fyrir Middlesbrough en hann er orðinn leikmaður spænska stórliðsins Barcelona í dag. Það kemur mörgum á óvart. 21. febrúar 2020 16:00
Neyddist til að segja konunni þegar tíðindin rötuðu í fjölmiðla "Ég heyrði af þessu fyrir viku og hef svo bara beðið. Ég sagði engum frá þessu en ég neyddist til að segja konunni minni þetta þegar fjölmiðlar fóru að fjalla um þetta,“ segir Martin Braithwaite sem þakkar Guði fyrir það að hann skuli öllum að óvörum vera orðinn leikmaður hins eina sanna Barcelona. 20. febrúar 2020 23:30