Örlagaríkt rifrildi við Victoriu Beckham Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2020 20:00 Mel C, eða Sporty Spice, og Victoria Beckham, eða Posh Spice, þegar vinsældir Kryddpíanna stóðu sem hæst. Vísir/getty Kryddpían Melanie Chisholm, sem þekktust er undir nafninu Mel C, segist hafa glímt við átröskun og þunglyndi eftir rifrildi við Victoru Beckham, annan meðlim Kryddpíanna, á tíunda áratugnum. Mel C var næstum rekin úr hljómsveitinni vegna málsins á sínum tíma. Mel C ræddi umrætt atvik í samtali við Guardian í fyrra. Þeim Beckham lenti saman á Brit-verðlaununum árið 1996 og lýsti Mel C því að hún hefði sagt Beckham að „fara til andskotans“ umrætt kvöld. Mel C tjáði sig frekar um atvikið og eftirköst þess í viðtali á útvarpsstöðinni BBC Radio 4 í dag. Þar sagði hún að henni hefði verið tjáð að ef hún hegðaði sér aftur með þessum hætti yrði hún rekin úr hljómsveitinni. Þetta hafi reynst henni þungbært. „Ég held að þetta hafi að hluta til verið upphaf vandamála minna vegna þess að ég varð að vera mjög, mjög ströng við sjálfa mig. Ég gat ekki leyft mér að slaka á vegna þess að ef ég gerði það gæti ég eyðilagt allt.“ Kryddpíurnar árið 1997.Vísir/getty Þá beygði Mel C af þegar hún lýsti því að hún hefði þróað með sér þunglyndi og átröskun þegar hún starfaði með hljómsveitinni. „Ég fór úr því að vera með lystarstol og í það að vera með lotugræðgi. Ég fór til heimilislæknisins míns og var greind með þunglyndi. Þá var þungu fargi af mér létt.“ Hljómsveitin Spice Girls, eða Kryddpíurnar upp á íslensku, var stofnuð árið 1994. Geri Halliwell sagði skilið við sveitina árið 1998 og Mel C sagði það hafa reynst sér, og hinum hljómsveitarmeðlimunum, afar erfitt. Kryddpíurnar hafa komið saman aftur í gegnum árin, nú síðast á tónleikaferðalagi í fyrra. Bretland Tónlist Tengdar fréttir Baðst loksins afsökunar á því að hafa hætt í Spice Girls Geri Horner, betur þekkt sem "Ginger spice“ í stúlknasveitinni Spice Girls, baðst í gærkvöldi afsökunar á því að hafa hætt í hljómsveitinni fyrir rúmum áratug. 16. júní 2019 19:59 Gerir fastlega ráð fyrir að missa röddina á Spice Girls tónleikum Hljómsveitin GRL PWR stendur fyrir Spice Girls tónleikum á Gauknum og Græna hattinum þar sem öllu verður tjaldað til en Elísabet Ormslev lofar brjálaðri nostalgíu. 14. júní 2019 08:15 Emma Stone sögð hafa axlarbrotnað á Spice Girls tónleikum Gleðin virðist hafa farið úr böndunum hjá bandarísku leikkonunni Emmu Stone á nýlegum Spice Girls tónleikum. Fjölmiðjar í Bretlandi greina frá því að hún hafi axlarbrotnað er hún féll eftir að hafa setið á öxlum vinar síns á tónleikunum. 26. júní 2019 15:15 Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Kryddpían Melanie Chisholm, sem þekktust er undir nafninu Mel C, segist hafa glímt við átröskun og þunglyndi eftir rifrildi við Victoru Beckham, annan meðlim Kryddpíanna, á tíunda áratugnum. Mel C var næstum rekin úr hljómsveitinni vegna málsins á sínum tíma. Mel C ræddi umrætt atvik í samtali við Guardian í fyrra. Þeim Beckham lenti saman á Brit-verðlaununum árið 1996 og lýsti Mel C því að hún hefði sagt Beckham að „fara til andskotans“ umrætt kvöld. Mel C tjáði sig frekar um atvikið og eftirköst þess í viðtali á útvarpsstöðinni BBC Radio 4 í dag. Þar sagði hún að henni hefði verið tjáð að ef hún hegðaði sér aftur með þessum hætti yrði hún rekin úr hljómsveitinni. Þetta hafi reynst henni þungbært. „Ég held að þetta hafi að hluta til verið upphaf vandamála minna vegna þess að ég varð að vera mjög, mjög ströng við sjálfa mig. Ég gat ekki leyft mér að slaka á vegna þess að ef ég gerði það gæti ég eyðilagt allt.“ Kryddpíurnar árið 1997.Vísir/getty Þá beygði Mel C af þegar hún lýsti því að hún hefði þróað með sér þunglyndi og átröskun þegar hún starfaði með hljómsveitinni. „Ég fór úr því að vera með lystarstol og í það að vera með lotugræðgi. Ég fór til heimilislæknisins míns og var greind með þunglyndi. Þá var þungu fargi af mér létt.“ Hljómsveitin Spice Girls, eða Kryddpíurnar upp á íslensku, var stofnuð árið 1994. Geri Halliwell sagði skilið við sveitina árið 1998 og Mel C sagði það hafa reynst sér, og hinum hljómsveitarmeðlimunum, afar erfitt. Kryddpíurnar hafa komið saman aftur í gegnum árin, nú síðast á tónleikaferðalagi í fyrra.
Bretland Tónlist Tengdar fréttir Baðst loksins afsökunar á því að hafa hætt í Spice Girls Geri Horner, betur þekkt sem "Ginger spice“ í stúlknasveitinni Spice Girls, baðst í gærkvöldi afsökunar á því að hafa hætt í hljómsveitinni fyrir rúmum áratug. 16. júní 2019 19:59 Gerir fastlega ráð fyrir að missa röddina á Spice Girls tónleikum Hljómsveitin GRL PWR stendur fyrir Spice Girls tónleikum á Gauknum og Græna hattinum þar sem öllu verður tjaldað til en Elísabet Ormslev lofar brjálaðri nostalgíu. 14. júní 2019 08:15 Emma Stone sögð hafa axlarbrotnað á Spice Girls tónleikum Gleðin virðist hafa farið úr böndunum hjá bandarísku leikkonunni Emmu Stone á nýlegum Spice Girls tónleikum. Fjölmiðjar í Bretlandi greina frá því að hún hafi axlarbrotnað er hún féll eftir að hafa setið á öxlum vinar síns á tónleikunum. 26. júní 2019 15:15 Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Baðst loksins afsökunar á því að hafa hætt í Spice Girls Geri Horner, betur þekkt sem "Ginger spice“ í stúlknasveitinni Spice Girls, baðst í gærkvöldi afsökunar á því að hafa hætt í hljómsveitinni fyrir rúmum áratug. 16. júní 2019 19:59
Gerir fastlega ráð fyrir að missa röddina á Spice Girls tónleikum Hljómsveitin GRL PWR stendur fyrir Spice Girls tónleikum á Gauknum og Græna hattinum þar sem öllu verður tjaldað til en Elísabet Ormslev lofar brjálaðri nostalgíu. 14. júní 2019 08:15
Emma Stone sögð hafa axlarbrotnað á Spice Girls tónleikum Gleðin virðist hafa farið úr böndunum hjá bandarísku leikkonunni Emmu Stone á nýlegum Spice Girls tónleikum. Fjölmiðjar í Bretlandi greina frá því að hún hafi axlarbrotnað er hún féll eftir að hafa setið á öxlum vinar síns á tónleikunum. 26. júní 2019 15:15