Dómur fallinn í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. febrúar 2020 09:46 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Vísir/Vilhelm Brynjar Steingrímsson, Halldór Anton Jóhannesson og Dagur Kjartansson voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdir í fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Brynjar var dæmdur í sjö ára fangelsi, Halldór Anton í sex og hálfs ára fangelsi og Dagur í sex ára fangelsi fyrir að hafa staðið að innflutningi að 16,2 kílóum af kókaíni.Greint var frá málinu í ágúst á síðasta ári þegar fram kom að héraðssaksóknari hafði ákært þrjá unga Íslendinga fyrir að flytja 16 kíló af kókaíni til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll í maí. Lögregla hefur aldrei lagt hald á meira magn af efninu í einu lagi. Miðað við söluverð sem má kynna sér á vef SÁÁ má sjá áætla að söluverðmæti kílóanna sextán gæti verið um hálfur milljarður króna. Keflavík - Frankfurt - Amsterdam Halldór og Dagur ferðuðust til Hollands í maí á síðasta ári þar sem þeir hittu tvo óþekkta aðila. Tóku þeir hvor á móti sinni ferðatöskunni. Í töskunum voru fíkniefnin falin undir fölskum botni, rúm átta kíló í annarri og tæp átta kíló í hinni.Eftir að hafa verið í Amsterdam tóku þeir lest til Frankfurt þar sem þeir innrituðu töskurnar með fíkniefnunum í flug til Keflavíkur daginn eftir. Yfirvöld á flugvellinum í Frankfurt fundu fíkniefnin í ferðatösku hjá öðrum þeirra og yfirvöld á Keflavíkurflugvelli í tösku hins. Báðir voru handteknir við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí.Brynjar var sagður hafa fengið hina tvo til að flytja inn fíkniefnin, látið þeim í té fé til að kaupa flugmiðana, reiðufé til að kaupa gistingu og gefið þeim fyrirmæli.Mennirnir þrír voru sömuleiðis ákærðir fyrir peningaþvætti. Brynjar var ákærður fyrir rúmlega nítján milljóna króna peningaþvætti. Um var að ræða ávinning af innflutningi, sölu eða dreifingu ótiltekins magns fíkniefna sem lagðir voru inn á bankareikning hans af ýmsum aðilum og honum sjálfum.Dagur og Halldór voru ákærðir fyrir samskonar peningaþvætti. Halldór fyrir að þvætta á sjöundu milljón króna frá 1. janúar 2018 til 13. maí 2019.Dagur virðist hafa verið neðstur í keðjunni ef marka má upphæðirnar sem um ræðir. Peningarnir sem komu inn á hans reikning námu í heildina um 1,5 milljón króna en um var að ræða innlögn frá hinum mönnunum tveimur.Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Tengdar fréttir Milljónir streymdu inn á bankareikning grunaðra kókaínsmyglara Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti í tengslum við innflutning á sextán kílóum af kókaíni í maí síðastliðnum. 29. október 2019 08:00 Sextán kíló af kókaíni, milljónir í reiðufé en allir neita sök Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt neita sök í umfangsmiklu kókaínmáli sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:26 Aðalmeðferð í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar Þrír eru ákærðir í málinu fyrir að hafa reynt að smygla sextán kílóum af sterku kókaíni til landsins í maí í fyrra. 17. janúar 2020 19:32 Stærsta kókaínmál Íslandssögunnar: Krafist að lágmarki átta ára fangelsis yfir ungum íslenskum karlmönnum Saksóknari í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar fer fram á að lágmarki átta ára fangelsi yfir þremur ungum karlmönnum sem ákærðir eru fyrir stórfelldan innflutning á kókaíni. Verjendur mannanna þriggja krefjast vægrar refsingar vegna samstarfsvilja og ungs aldurs. 28. janúar 2020 10:20 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug aftur lokað Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Sjá meira
Brynjar Steingrímsson, Halldór Anton Jóhannesson og Dagur Kjartansson voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun dæmdir í fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Brynjar var dæmdur í sjö ára fangelsi, Halldór Anton í sex og hálfs ára fangelsi og Dagur í sex ára fangelsi fyrir að hafa staðið að innflutningi að 16,2 kílóum af kókaíni.Greint var frá málinu í ágúst á síðasta ári þegar fram kom að héraðssaksóknari hafði ákært þrjá unga Íslendinga fyrir að flytja 16 kíló af kókaíni til landsins í gegn um Keflavíkurflugvöll í maí. Lögregla hefur aldrei lagt hald á meira magn af efninu í einu lagi. Miðað við söluverð sem má kynna sér á vef SÁÁ má sjá áætla að söluverðmæti kílóanna sextán gæti verið um hálfur milljarður króna. Keflavík - Frankfurt - Amsterdam Halldór og Dagur ferðuðust til Hollands í maí á síðasta ári þar sem þeir hittu tvo óþekkta aðila. Tóku þeir hvor á móti sinni ferðatöskunni. Í töskunum voru fíkniefnin falin undir fölskum botni, rúm átta kíló í annarri og tæp átta kíló í hinni.Eftir að hafa verið í Amsterdam tóku þeir lest til Frankfurt þar sem þeir innrituðu töskurnar með fíkniefnunum í flug til Keflavíkur daginn eftir. Yfirvöld á flugvellinum í Frankfurt fundu fíkniefnin í ferðatösku hjá öðrum þeirra og yfirvöld á Keflavíkurflugvelli í tösku hins. Báðir voru handteknir við komuna til landsins á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí.Brynjar var sagður hafa fengið hina tvo til að flytja inn fíkniefnin, látið þeim í té fé til að kaupa flugmiðana, reiðufé til að kaupa gistingu og gefið þeim fyrirmæli.Mennirnir þrír voru sömuleiðis ákærðir fyrir peningaþvætti. Brynjar var ákærður fyrir rúmlega nítján milljóna króna peningaþvætti. Um var að ræða ávinning af innflutningi, sölu eða dreifingu ótiltekins magns fíkniefna sem lagðir voru inn á bankareikning hans af ýmsum aðilum og honum sjálfum.Dagur og Halldór voru ákærðir fyrir samskonar peningaþvætti. Halldór fyrir að þvætta á sjöundu milljón króna frá 1. janúar 2018 til 13. maí 2019.Dagur virðist hafa verið neðstur í keðjunni ef marka má upphæðirnar sem um ræðir. Peningarnir sem komu inn á hans reikning námu í heildina um 1,5 milljón króna en um var að ræða innlögn frá hinum mönnunum tveimur.Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Tengdar fréttir Milljónir streymdu inn á bankareikning grunaðra kókaínsmyglara Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti í tengslum við innflutning á sextán kílóum af kókaíni í maí síðastliðnum. 29. október 2019 08:00 Sextán kíló af kókaíni, milljónir í reiðufé en allir neita sök Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt neita sök í umfangsmiklu kókaínmáli sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:26 Aðalmeðferð í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar Þrír eru ákærðir í málinu fyrir að hafa reynt að smygla sextán kílóum af sterku kókaíni til landsins í maí í fyrra. 17. janúar 2020 19:32 Stærsta kókaínmál Íslandssögunnar: Krafist að lágmarki átta ára fangelsis yfir ungum íslenskum karlmönnum Saksóknari í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar fer fram á að lágmarki átta ára fangelsi yfir þremur ungum karlmönnum sem ákærðir eru fyrir stórfelldan innflutning á kókaíni. Verjendur mannanna þriggja krefjast vægrar refsingar vegna samstarfsvilja og ungs aldurs. 28. janúar 2020 10:20 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Innlent Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fleiri fréttir Vesturbæjarlaug aftur lokað Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Sjá meira
Milljónir streymdu inn á bankareikning grunaðra kókaínsmyglara Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt hafa verið ákærðir af héraðssaksóknara fyrir peningaþvætti í tengslum við innflutning á sextán kílóum af kókaíni í maí síðastliðnum. 29. október 2019 08:00
Sextán kíló af kókaíni, milljónir í reiðufé en allir neita sök Tveir 23 ára karlmenn og einn nýskriðinn yfir tvítugt neita sök í umfangsmiklu kókaínmáli sem þingfest var í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 17. september 2019 11:26
Aðalmeðferð í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar Þrír eru ákærðir í málinu fyrir að hafa reynt að smygla sextán kílóum af sterku kókaíni til landsins í maí í fyrra. 17. janúar 2020 19:32
Stærsta kókaínmál Íslandssögunnar: Krafist að lágmarki átta ára fangelsis yfir ungum íslenskum karlmönnum Saksóknari í stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar fer fram á að lágmarki átta ára fangelsi yfir þremur ungum karlmönnum sem ákærðir eru fyrir stórfelldan innflutning á kókaíni. Verjendur mannanna þriggja krefjast vægrar refsingar vegna samstarfsvilja og ungs aldurs. 28. janúar 2020 10:20