„Einn þriðji af gúrkunni fer til RARIK“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. febrúar 2020 12:30 Gunnlaugur Karlsson er framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna. Getty/Sölufélag garðyrkjumanna Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir takmarkað hversu mikla niðurgreiðslu garðyrkjubændur fái á flutningskostnað rafmagns. Ef garðyrkjubóndi vilji stækka sitt bú til að ná að anna aukinni eftirspurn eftir rafmagn sé öll stækkunin án niðurgreiðslu. Þetta kom fram í viðtali við Gunnlaug í Bítinu á Bylgjunni á morgun en einnig var rætt við hann í liðinni viku. Þá kom fram að garðyrkjubændur nái ekki að anna eftirspurn og að raforkuverð reynist mörgum bændum þungt í skauti. Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, sagði degi síðar í viðtali í Bítinu enga fá betri afslátt af raforku en garðyrkjubændur. Ríkið greiði niður 82 prósent af fastagjaldi, afgjaldi og orkugjaldi og 86 prósent í dreifbýli. Gunnlaugur sagði í morgun að það sem vantaði í umræðuna væri að ef garðyrkjubóndi vildi stækka við sig þá væri það ekki niðurgreitt. Þá væri rafmagnsgjaldskráin óskiljanleg þar sem hún byggi á almennum neytendum en ekki til dæmis fyrirtækjum sem eiga í magnviðskiptum eins og garðyrkjubændur eru í. Taxtarnir væru enn miðaðir við heimilin. Viðtalið við Gunnlaug má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Vilja að tekin verði upp verðskrá sem henti atvinnulífinu „Ef þú ert úti á landi í einhverjum afskekktum dal þá sér hver maður að það er dýrara að koma rafmagni þangað. Þannig er upphafið að þessari gjaldskrá. Svo þegar einn aðili er farinn að nota jafnmikið og 3000 íbúar af hverju er hann þá á háa verðinu? Af hverju er hann á afdalaverðinu? Ein tenging, einn notandi, einn gjaldmælir, 45 milljónir á ári í tekjur til RARIK. Síðan er það niðurgreitt af ríkinu upp að vissu marki. Ef bóndinn ætlar svo að stækka þá er það ekki niðurgreitt. Það er öll stækkun, og það er það sem kom ekki fram, ef við viljum sinna markaðnum og stækka þá er ekki nein niðurgreiðsla á flutningskostnaðinum þar,“ sagði Gunnlaugur. Garðyrkjubændur vilji að hætt verði að nota verðskrá sem miðist við íbúa og að tekin verði upp verðskrá sem henti atvinnulífinu og þar með talið garðyrkjubændum. Kerfið sé letjandi. „Þetta er svona svipað og ef ég fer inn í bakarí og spyr bakarann hvað kostar eitt brauð. Hann segir mér frá alls konar töxtum, bakaragjaldi og svona og hinsegin gjald. Svo spyr ég „hvað kostar brauðið?“ Þá þarf ég að fá verkfræðistofu til að reikna þetta út. Þá kemur í ljós að brauðið kostar 100 kall. „Heyrðu, frábært ég ætla að fá tvö.“ „Nei, næsta brauð kostar 500 kall.“ Við erum þarna,“ sagði Gunnlaugur. Þá spyrji garðyrkjubændur sig hvers vegna svona há gjöld séu á flutningskostnaði. „Þarna er bara rekstur og viðhald kerfis, það er enginn flutningskostnaður á rafmagni. Það er ekki eins og það þurfi bensín á bíl. Af hverju þarf RARIK að fá 500 milljónir á ári til að flytja rafmagn inn í garðyrkjuna sem er svo niðurgreitt upp að hluta og menn geta ekki stækkað? Það er kannski svona það sem vantaði inn í umræðuna. Það er bara takmarkaður skömmtunarseðill fyrir niðurgreiðslu og ef þú ert orðinn x stór þá er öll stækkun eftir það án niðurgreiðslu, alveg óháð því hvort það er eitthvað eftir í pottinum eða ekki.“ Spurður út hvort að verð á grænmeti myndi lækka ef rafmagnskostnaður væri með þeim hætti sem garðyrkjubændur vilja svaraði Gunnlaugur því til að það myndi að sjálfsögðu lækka. „Einn þriðji af gúrkunni fer til RARIK og ef þú ætlar að stækka þá fer það nær 50 prósent og jafnvel meira,“ sagði Gunnlaugur. Bítið Garðyrkja Orkumál Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Gunnlaugur Karlsson, framkvæmdastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, segir takmarkað hversu mikla niðurgreiðslu garðyrkjubændur fái á flutningskostnað rafmagns. Ef garðyrkjubóndi vilji stækka sitt bú til að ná að anna aukinni eftirspurn eftir rafmagn sé öll stækkunin án niðurgreiðslu. Þetta kom fram í viðtali við Gunnlaug í Bítinu á Bylgjunni á morgun en einnig var rætt við hann í liðinni viku. Þá kom fram að garðyrkjubændur nái ekki að anna eftirspurn og að raforkuverð reynist mörgum bændum þungt í skauti. Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, sagði degi síðar í viðtali í Bítinu enga fá betri afslátt af raforku en garðyrkjubændur. Ríkið greiði niður 82 prósent af fastagjaldi, afgjaldi og orkugjaldi og 86 prósent í dreifbýli. Gunnlaugur sagði í morgun að það sem vantaði í umræðuna væri að ef garðyrkjubóndi vildi stækka við sig þá væri það ekki niðurgreitt. Þá væri rafmagnsgjaldskráin óskiljanleg þar sem hún byggi á almennum neytendum en ekki til dæmis fyrirtækjum sem eiga í magnviðskiptum eins og garðyrkjubændur eru í. Taxtarnir væru enn miðaðir við heimilin. Viðtalið við Gunnlaug má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Vilja að tekin verði upp verðskrá sem henti atvinnulífinu „Ef þú ert úti á landi í einhverjum afskekktum dal þá sér hver maður að það er dýrara að koma rafmagni þangað. Þannig er upphafið að þessari gjaldskrá. Svo þegar einn aðili er farinn að nota jafnmikið og 3000 íbúar af hverju er hann þá á háa verðinu? Af hverju er hann á afdalaverðinu? Ein tenging, einn notandi, einn gjaldmælir, 45 milljónir á ári í tekjur til RARIK. Síðan er það niðurgreitt af ríkinu upp að vissu marki. Ef bóndinn ætlar svo að stækka þá er það ekki niðurgreitt. Það er öll stækkun, og það er það sem kom ekki fram, ef við viljum sinna markaðnum og stækka þá er ekki nein niðurgreiðsla á flutningskostnaðinum þar,“ sagði Gunnlaugur. Garðyrkjubændur vilji að hætt verði að nota verðskrá sem miðist við íbúa og að tekin verði upp verðskrá sem henti atvinnulífinu og þar með talið garðyrkjubændum. Kerfið sé letjandi. „Þetta er svona svipað og ef ég fer inn í bakarí og spyr bakarann hvað kostar eitt brauð. Hann segir mér frá alls konar töxtum, bakaragjaldi og svona og hinsegin gjald. Svo spyr ég „hvað kostar brauðið?“ Þá þarf ég að fá verkfræðistofu til að reikna þetta út. Þá kemur í ljós að brauðið kostar 100 kall. „Heyrðu, frábært ég ætla að fá tvö.“ „Nei, næsta brauð kostar 500 kall.“ Við erum þarna,“ sagði Gunnlaugur. Þá spyrji garðyrkjubændur sig hvers vegna svona há gjöld séu á flutningskostnaði. „Þarna er bara rekstur og viðhald kerfis, það er enginn flutningskostnaður á rafmagni. Það er ekki eins og það þurfi bensín á bíl. Af hverju þarf RARIK að fá 500 milljónir á ári til að flytja rafmagn inn í garðyrkjuna sem er svo niðurgreitt upp að hluta og menn geta ekki stækkað? Það er kannski svona það sem vantaði inn í umræðuna. Það er bara takmarkaður skömmtunarseðill fyrir niðurgreiðslu og ef þú ert orðinn x stór þá er öll stækkun eftir það án niðurgreiðslu, alveg óháð því hvort það er eitthvað eftir í pottinum eða ekki.“ Spurður út hvort að verð á grænmeti myndi lækka ef rafmagnskostnaður væri með þeim hætti sem garðyrkjubændur vilja svaraði Gunnlaugur því til að það myndi að sjálfsögðu lækka. „Einn þriðji af gúrkunni fer til RARIK og ef þú ætlar að stækka þá fer það nær 50 prósent og jafnvel meira,“ sagði Gunnlaugur.
Bítið Garðyrkja Orkumál Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Fleiri fréttir Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda