Fráskilinn flugstjóri þarf að finna til 65 milljónir króna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. febrúar 2020 09:15 Flugstjórinn sagðist vissulega hafa hærri tekjur en gengur og gerist. Meðlag og fleira gerði það þó verkum að hann hefði enga burði til að greiða skuld sína. Getty Images Erfingjar eldri manns sem lést í febrúar 2017 höfðu betur í baráttu við tæplega sextugan flugstjóra sem ekki hefur endurgreitt krónu af þeim 42 milljónum sem hann sveik út úr eldri manninum. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu á föstudaginn að tveggja ára fyrningu skaðabótakröfunnar verði slitið. Erfingjarnir hafa nú tíu ár til að sækja peningana til flugstjórans sem sem segist ekki vera borgunarmaður fyrir peningunum. Þrátt fyrir það neitaði hann að framvísa skattframtölum fyrir dómi því til staðfestingar. Átti ekki fyrir heimsókn til tannlæknis Flugstjórinn var í sveit hjá gamla manninum þegar hann var ungur en milljónirnar 42 voru millifærðar af reikningum gamla mannsins í þremur millifærslum. Um var að ræða bróðurpartinn af eignum mannsins. Hann var vistmaður á hjúkrunarheimili á þeim tíma sem millifærslurnar áttu sér stað. Maðurinn var sjálfmenntaður fræðimaður um fugla og skordýr en hafði ávallt átt erfitt með tölur. Hann forðaðist bókhald og allt sem við kom rekstri og peningum. Hann var með einkenni heilabilunar, Alzheimer-sjúkdóminn, og hafði flugstjórinn prókúru á bankareikningum gamla mannsins frá árinu 2008. Málið komst upp þegar vinur gamla mannsins komst að því að maðurinn hafði ekki efni á tíma hjá tannlækni. Segja má að flugstjórinn hafi tæmt reikninga gamla mannsins en eftir stóðu 500 þúsund krónur þegar upp komst um fjársvikin. Treystu ekki endurgreiðsluáætlun Flugstjórinn var í júlí 2016 dæmdur í níu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Austurlands fyrir brot sín. Dómurinn var þyngdur í Hæstarétti tólf mánaða fangelsi. Í báðum tilfellum var refsingin að mestu skilorðsbundin og henni fylgdi að maðurinn ætti að endurgreiða erfingjum mannsins 42 milljónir auk dráttarvaxta frá árinu 2014. Bauðst flugstjórinn, áður en málið færi fyrir dóm, til að greiða upphæðina til baka samkvæmt greiðsluplani gegn því að fallið yrði frá málinu. Planið hljóðaði upp á innborgun upp á tvær milljónir króna og svo 500 þúsund krónur mánaðarlega yfir sjö ára tímabil. Dánarbú hins látna hafnaði boðinu og sagði enga tryggingu fyrir greiðslunni auk þess sem flugstjóranum væri ekki treystandi. Flugstjórinn starfar hjá Air Atlanta. Það var svo í mars 2017 sem flugstjórinn var tekinn til gjaldþrotaskipta. Skiptastjóri búsins tók skýrslu af flugstjóranum 24. júlí sama ár. Sagðist hann ekki eiga neinar eignir heldur hafa selt þær allar, farið til Flórída og „haft það gott þar.“ Skiptastjóri tilkynnti um lok skipta á búi flugstjórans hefðu farið fram 10. júlí 2017 með tilkynningu í Lögbirtingablaði sem birtist 18. janúar 2018. Kom þar fram að engar eignir hefðu fundist í búinu. Þurftu að sýna fram á flugstjórinn væri borgunarmaður Kröfur á hendur gjaldþrota einstaklingum fyrnast almennt á tveimur árum. Samkvæmt því ættu erfingjar gamla mannsins, sem eru vinir hans því hann var barnlaus, ekki að eiga lengur kröfu á flugstjórann í dag. Til þess þurftu þeir að höfða mál á hendur flugstjóranum innan fyrningarfrestsins og fá dóm um viðurkenningu á fyrningarslitum. Lögmaður erfingjanna nýtti sér breytingar sem gerðar voru á lögum um gjaldþrot árið 2010. Markmiðið með breytingunum var að gera einstaklingum sem teknir höfðu verið til gjaldþrotaskipta í tengslum við hrunið auðveldara að koma fjármálum sínum á réttan kjöl. Erfingjarnir þurftu að sýna fram á „sérstaka hagsmuni“ af því að halda kröfu sinni á hendur flugstjóranum gjaldþrota á lífi og að líkur væru á því að hann væri borgunarmaður fyrir skuldinni á nýjum fyrningartíma, tíu árum. Hálaunamaður hjá Atlanta Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari segir í niðurstöðu sinni að ekki sé hægt að horfa fram hjá því að krafa erfingjanna á hendur flugstjóranum eigi rót sína að rekja til þess flugstjórinn komst með refsiverðum hætti yfir arf þeirra frá háöldruðum manni. Sá hafi ekki getað spornað við verknaðinum vegna sjúkleika sína og takmarkaðs skilnings á tölum. Því féllst héraðsdómur á að erfingjarnir hefðu sérstaka hagsmuni. Því þurftu erfingjarnir að sýna fram á að líkur væru á að flugstjórinn gæti greitt skuldina innan tíu ára. 42 milljónir króna með dráttarvöxtum, líklega um 65 milljónir króna í dag. Vísuðu þeir til endurtekinna orða flugstjórans hjá lögreglu og fyrir dómstólum að hann gæti endurgreitt peningana. Í greinargerð fyrir dómi sagðist hann vera fullkomlega borgunarmaður fyrir láninu og vísaði til hárra launa sinna og hlunninda á árunum 2014 og 2015. Tekjustofn hans hefði verið 26 milljónir króna árið 2014 og 26 milljónir króna árið 2015. Þá starfi flugstjórinn hjá Flugfélaginu Atlanta sem flugstjóri með langan starfsaldur. Laun flugmanna félagsins séu með þeim hærri sem þekkist hér á landi. Var vísað til tekjublaða Frjálsrar verslunar vegna ársins 2017 og 2018 þar sem fram komu ábendingar um verulega há laun flugstjóra og flugmanna hjá Air Atlanta. Erfingjarnir vísuðu til launa flugstjóra hjá Air Atlanta úr Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Einnig var minnt á tilboð flugstjórans til erfingja að ef þeir féllu frá bótakröfu í dómsmálinu myndi hann endurgreiða fjármunina að fullu. Flugstjórinn hafi auk þess ekki getað stofnað til nýrra skuldbindinga frá þeim tíma sem liðinn sé frá gjaldþrotinu. Hann hafi skilið að borði og sæng við eiginkonu sína árið 2016. Verði ekki annað ráðið en flugstjórinn hafi nægt fé til ráðstöfunar og ráði vel við greiðslu skaðabóta og vaxta á nýjum fyrningartíma, sagði í rökum erfingjanna. Meðlagsgreiðslur og þungbær félagsleg staða Flugstjórinn benti í fyrsta lagi í vörn sinni á að krafa erfingjanna næmi í dag um 65 milljónum króna miðað við vexti sem lagst hefðu á 42 milljónirnar. Ofan á þá fjárhæð leggist ríflega 600 þúsund krónur í dráttarvexti fyrir hvern mánuð sem líði án greiðslu. Í öðru lagi minnti flugstjórinn á að aðeins tvö ár væru liðin frá gjaldþroti hans. Síðan hefði hann engar eignir eignast. Launatekjur flugstjórans hafi allar farið í framfærslu hans og barna hans, þar á meðal meðlagsgreiðslur. Mánaðarleg greiðslubyrði vegna meðlagsgreiðslna sé um 150 þúsund krónur. Þá ferðist hann mikið vegna búsetu í Þýskalandi auk þess sem hann reyni að styrkja dætur sínar til náms. Félagsleg og fjölskylduleg staða eftir refsidóminn sé flugstjóranum mjög þungbær. Leitist hann því við að styrkja og viðhalda tengslum við dætur sínar þótt hjúskapurinn sé liðinn undir lok. Í þriðja lagi hafi hann vissulega talið sig vera borgunarmann fyrir „láninu“. Hins vegar hafi aldrei verið talað um að lánið bæri vexti. Hann hafi ætlað að selja flugvél sem hann var að gera upp og áætlaði hagnað upp á 25-30 milljónir króna. Þá hefði skuldin staðið í 12-17 milljónum króna. Ekki kemur fram hvað hafi orðið með sölu flugvélarinnar en þessi áætlun hafi farið út í veður og vind þegar erfingjarnir höfnuðu tilboði um endurgreiðslu gegn niðurfellingu bótakröfu. Mánaðarleg afborgun sem flugstjórinn bauð upp á hafi hljóðað upp á 500 þúsund krónur. Nú falli 600 þúsund krónur á kröfuna í dráttarvöxtum í hverjum mánuði. Auk þess hafi sá tími sem eftir sé af starfsævi flugstjórans styst. Segist reyna að koma undir sig fótunum Í fjórða lagi benti flugstjórinn á að líta verði til þess að flugstjórinn sé 57 ára. Hann hafi starfað lengi sem atvinnuflugmaður og slíku starfi fylgi mikið álag. Vegna álagsins ljúki starfsferli flugmanna fyrr en gangi og gerist í öðrum starfsstéttum. Honum sé heimilt að fara á lífeyri við sextíu ára aldur en óheimilt að starfa eftir 65 ára aldur. Langflestir flugmenn ljúki störfum við 62 ára aldur og telji stefndi líkur standa til þess að hið sama gildi um hann. Því séu líklega um fimm ár eftir af starfsævi hans. Lítið megi þó út af bera varðandi heilsu flugmanna svo þeir haldi réttindum sínum og gæti svo lítið sem versnandi sjón eða hækkun blóðþrýstings gert starfsævi hans skemmri en hann sjálfur kysi. Að lokum áréttaði flugstjórinn að krafa væri í lögunum um líkur á greiðslu kröfunnar innan nýs fyrningarfrests. Hann þurfi að framfleyta sér og fjölskyldu sinni og hafnar alfarið að hann hafi nægt ráðstöfunarfé til að geta meðfram því greitt skaðabæturnar, vexti og kostnað á nýja fyrningartímanum. Flugstjórinn hlaut sex mánaða dóm í Héraðsdómi Austurlands sem síðar var þyngdur í Hæstarétti.Vísir/Vilhelm Eftir skilnað við fyrrum eiginkonu sjái hann einn um rekstur heimilis. Hann greiði mánaðarlega 75 þúsund krónur í meðlag auk þess að styðja eldri dóttur til náms. Mánaðarlegar tekjur séu hærri en almennt gagni en hvergi nærri slíkar að líkur séu til að greiða fullnustu eða meirihluta kröfunnar á tíu árum. Flugstjórinn standi í dag eftir persónulegt gjaldþrot, á núllpunkti, eignalaus og vinni að því að koma undir sig fótum eftir skilnað og gjaldþrot. Skoruðu á flugstjórann að framvísa skattframtölum Kjartan Bjarni héraðsdómari lagði til grundvallar að erfingjarnir bæru sönnunarbyrðina að líkur væru á greiðslu allrar kröfunnar eða meirihluta hennar. Horfði dómarinn til þess að erfingjarnir skoruðu á flugstjórann að leggja skattframtöl sín frá árunum 2017 til 2019 fram til að hægt væri að leggja mat á greiðslugetu flugstjórans. Flugstjórinn mótmælti þessu fyrir dómi, neitaði að leggja fram gögn sem hann sagði vernduð af persónuverndarreglum og sakaði erfingjana um órökstuddar dylgjur. Þrátt fyrir þessi mótmæli lagði flugstjórinn fram í sama þinghaldi læknisvottorð og útprentun úr sjúkraskrá, gögn sem eru sömuleiðis vernduð af persónuverndarreglum. Þar kom fram að flugstjórinn hefði gengist undir aðgerð vegna brjóskloss árið 2005 en náð góðum bata. Dómarinn taldi flugstjóranum ekki stætt að neita að leggja fram eigin skattaframtöl og staðgreiðsluyfirlit til að sýna fram á núverandi fjárhagsstöðu sína. Vísaði dómarinn til þess að persónuverndarlög giltu ekki þegar dómstólar færu með vald sitt. Erfingjarnir hefðu takmörkuð úrræði til að sýna fram á líkur þess að þau fengu fullnustu kröfu sinnar ef flugstjórinn skoraði undan áskorun þeirra. Ljóst væri að kröfuhöfum almennt væri ófært í mörgum tilvikum að sýna fram á getu til að greiða skuldir ef gjaldþrota einstaklingur neitaði að víkjast undan því að veita upplýsingar um fjárhag sinn. Óvenjuleg fasteignaviðskipti Dómarinn taldi ekki unnt að horfa fram hjá því að skýringar flugstjórans á afdrifum peninganna sem hann sveik út úr gamla manninum væru um margt óljósar og upplýsingar um fjárhagsstöðu mjög á reiki. Þannig hafi hann ítrekað sagst borgunarmaður fyrir skuldinni. Hins vegar segðist hann hafa notað peningana til að greiða niður lán og skuldir. Samkvæmt skattframtölum fyrir árin 2015 og 2016 voru skuldir og vaxtagjöld hans og eiginkonu hans samtals 56,6 milljónir í árslok 2014 en 59,9 milljónir í árslok 2015. Stærsti hluti skuldarinnar bæði árin var skuldin við gamla manninn að fjárhæð 42 milljónir króna. Þá gat dómarinn ekki litið hjá óvenjulegum viðskiptum með fasteign stefnanda, 200 fermetra einbýlishúsi í Árbænum. Þau seldu pari nokkru húsið þann 16. júní 2016 á 58 milljónir króna. Eiginkona hans keypti fasteignina svo af öðru pari átta dögum síðar á 48 milljónir króna. Flugstjórinn sagði alla fjármuni af sölu hússins hafa runnið til eiginkonu sinnar. Taldi dómarinn erfingjana hafa axlað sönnunarbyrðina og líkur væru á að flugstjórinn gæti greitt skuld sína. Þá þarf flugstjórinn að greiða kostnað erfingjanna af dómsmálinu, um eina milljón króna. Flugstjórinn þarf því að greiða erfingjunum 42 milljónir króna auk vaxta og verðtrygginga frá árunum 2014-2016 en dráttarvöxtum síðan þá. Lögmaður segir kveða við nýjan tón „Þetta er merkilegur dómur varðandi slit fyrningar á kröfum sem ekki hafa fengist greiddar við gjaldþrotaskipti einstaklinga,“ segir Björn Líndal, lögmaður hjá Lögmönnum Sundagörðum, sem sótti málið fyrir hönd erfingjanna. Ákvæðið um fyrningarslit er í 165. gr. gjaldþrotaskiptalaganna eins og þessu ákvæði var breytt með lögum árið 2010. Björn segir að tilgangur þess hafi verið að auðvelda einstaklingum sem lent höfðu í gjaldþroti eftir hrun að koma fjármálum sínum á réttan kjöl en lögum samkvæmt bera þeir áfram ábyrgð á skuldum sem ekki fást greiddar við gjaldþrotaskipti. Samkvæmt ákvæðinu eru einstaklingar lausir undan slíkri ábyrgð tveimur árum eftir að gjaldþrotaskiptum er lokið. Áður höfðu margvíslegar kröfur, s.s. skuldabréf, haft mun lengri fyrningartíma. „Því má halda fram að þessi lagasetning hafi byggt á göfugum markmiðum og hingað til hafa dómar Hæstaréttar og Landsréttar, sem lúta beinlínis að túlkun ákvæðisins, alltaf fallið skuldara í hag,“ segir Björn. Hann segir að í því máli sem hér um ræðir hafi kveðið við nýjan tón enda málsatvik óvenjuleg. Flugstjórinn hefði með ólöglegum hætti haft af gamla manninum 42 milljónir króna. Gamli maðurinn hafi andast undir gangi refsimáls, sem höfðað var á hendur flugstjóranum og erfingjar hans tekið við. Fyrir þessa háttsemi var stefndi dæmdur til refsingar, bæði í héraðsdómi og Hæstarétti, og til greiðslu skaðabóta 42 milljónir króna. Jafnframt hafi verið krafist gjaldþrots á búi hans sem reyndist eignalaust að mati skiptastjóra. Gæti farið fyrir Landsrétt Samkvæmt almennum fyrirmælum 165. gr. hefði flugstjórinn þannig getað losnað undan skaðabótakröfunni þegar tvö ár væru liðin frá skiptalokum á þrotabúi hans. Björn segir að á hinn bóginn hafi verið lagt til grundvallar samkvæmt sérstakri heimild í lagaákvæðinu að þar sem flugstjórinn hefði gerst sekur um refsiverða háttsemi ætti tveggja ára reglan ekki við heldur mun lengri fyrningarfrestur. Einnig hafi það skipt máli að flugstjórinn, sem væri tekjuhár einstaklingur, hefði ekki brugðist við áskorun erfingjanna um að leggja fram skattframtöl sín í málinu. „Í megindráttum má segja að þessar tvær staðreyndir hafi ráðið úrslitum málsins hjá héraðsdómi þótt vissulega hafi fleira komið til.“ Björn tekur líka fram að hafa beri í huga að vera kunni að stefndi áfrýi málinu til Landsréttar og verði það gert muni væntanlega endanleg niðurstaða fást. Annars standi héraðsdómurinn. Þá beri að taka fram að samkvæmt ákvæðinu sjálfu átti að endurskoða það innan fjögurra ára frá gildistöku en það hafi enn ekki verið gert. „Ákvæðið er að sumu leyti þannig úr garði gert að kröfuhöfum, sérstaklega einstaklingum, er nánast gert ókleift að fá framlengdan fyrningarfrest viðurkenndan enda hafa þeir litla möguleika á að sýna fram á að líkur séu á að skuldari geti greitt kröfu eða meirihluta hennar á nýjum fyrningartíma. Þessi krafa er þannig úr garði gerð að mögulega felst í henni ólögmæt eignarskerðing í andstöðu við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar,“ segir Björn. Dómsmál Tengdar fréttir Níu mánaða fangelsi fyrir að hafa 42 milljónir af Alzheimer-sjúklingi Fullnusta sex mánaða refsingarinnar fellur niður haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. 13. júlí 2016 11:57 Dómur þyngdur yfir manni sem hafði 42 milljónir af Alzheimer-sjúklingi Hæstiréttur þyngdi í dag dóminn í 12 mánaða fangelsisvist en fullnustu níu mánaða hennar skuli frestað skilorðsbundið í þrjú ár. 5. október 2017 18:00 Hinn níræði átti ekki fyrir tíma hjá tannlækni Kom það vini hans í opna skjöldu og varð í framhaldinu til þess að farið var að skoða fjárhagsstöðu mannsins. 42 milljónir króna voru horfnar. 1. mars 2016 16:33 Íslenskur fjársvikari og flugstjóri finnst ekki Erfingjar eldri manns sem lést í febrúar 2017 hafa stefnt 57 ára flugstjóra sem fékk tólf mánaða dóm fyrir að svíkja 42 milljónir út úr gamla manninum. 27. maí 2019 12:30 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Erfingjar eldri manns sem lést í febrúar 2017 höfðu betur í baráttu við tæplega sextugan flugstjóra sem ekki hefur endurgreitt krónu af þeim 42 milljónum sem hann sveik út úr eldri manninum. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu á föstudaginn að tveggja ára fyrningu skaðabótakröfunnar verði slitið. Erfingjarnir hafa nú tíu ár til að sækja peningana til flugstjórans sem sem segist ekki vera borgunarmaður fyrir peningunum. Þrátt fyrir það neitaði hann að framvísa skattframtölum fyrir dómi því til staðfestingar. Átti ekki fyrir heimsókn til tannlæknis Flugstjórinn var í sveit hjá gamla manninum þegar hann var ungur en milljónirnar 42 voru millifærðar af reikningum gamla mannsins í þremur millifærslum. Um var að ræða bróðurpartinn af eignum mannsins. Hann var vistmaður á hjúkrunarheimili á þeim tíma sem millifærslurnar áttu sér stað. Maðurinn var sjálfmenntaður fræðimaður um fugla og skordýr en hafði ávallt átt erfitt með tölur. Hann forðaðist bókhald og allt sem við kom rekstri og peningum. Hann var með einkenni heilabilunar, Alzheimer-sjúkdóminn, og hafði flugstjórinn prókúru á bankareikningum gamla mannsins frá árinu 2008. Málið komst upp þegar vinur gamla mannsins komst að því að maðurinn hafði ekki efni á tíma hjá tannlækni. Segja má að flugstjórinn hafi tæmt reikninga gamla mannsins en eftir stóðu 500 þúsund krónur þegar upp komst um fjársvikin. Treystu ekki endurgreiðsluáætlun Flugstjórinn var í júlí 2016 dæmdur í níu mánaða fangelsi í Héraðsdómi Austurlands fyrir brot sín. Dómurinn var þyngdur í Hæstarétti tólf mánaða fangelsi. Í báðum tilfellum var refsingin að mestu skilorðsbundin og henni fylgdi að maðurinn ætti að endurgreiða erfingjum mannsins 42 milljónir auk dráttarvaxta frá árinu 2014. Bauðst flugstjórinn, áður en málið færi fyrir dóm, til að greiða upphæðina til baka samkvæmt greiðsluplani gegn því að fallið yrði frá málinu. Planið hljóðaði upp á innborgun upp á tvær milljónir króna og svo 500 þúsund krónur mánaðarlega yfir sjö ára tímabil. Dánarbú hins látna hafnaði boðinu og sagði enga tryggingu fyrir greiðslunni auk þess sem flugstjóranum væri ekki treystandi. Flugstjórinn starfar hjá Air Atlanta. Það var svo í mars 2017 sem flugstjórinn var tekinn til gjaldþrotaskipta. Skiptastjóri búsins tók skýrslu af flugstjóranum 24. júlí sama ár. Sagðist hann ekki eiga neinar eignir heldur hafa selt þær allar, farið til Flórída og „haft það gott þar.“ Skiptastjóri tilkynnti um lok skipta á búi flugstjórans hefðu farið fram 10. júlí 2017 með tilkynningu í Lögbirtingablaði sem birtist 18. janúar 2018. Kom þar fram að engar eignir hefðu fundist í búinu. Þurftu að sýna fram á flugstjórinn væri borgunarmaður Kröfur á hendur gjaldþrota einstaklingum fyrnast almennt á tveimur árum. Samkvæmt því ættu erfingjar gamla mannsins, sem eru vinir hans því hann var barnlaus, ekki að eiga lengur kröfu á flugstjórann í dag. Til þess þurftu þeir að höfða mál á hendur flugstjóranum innan fyrningarfrestsins og fá dóm um viðurkenningu á fyrningarslitum. Lögmaður erfingjanna nýtti sér breytingar sem gerðar voru á lögum um gjaldþrot árið 2010. Markmiðið með breytingunum var að gera einstaklingum sem teknir höfðu verið til gjaldþrotaskipta í tengslum við hrunið auðveldara að koma fjármálum sínum á réttan kjöl. Erfingjarnir þurftu að sýna fram á „sérstaka hagsmuni“ af því að halda kröfu sinni á hendur flugstjóranum gjaldþrota á lífi og að líkur væru á því að hann væri borgunarmaður fyrir skuldinni á nýjum fyrningartíma, tíu árum. Hálaunamaður hjá Atlanta Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari segir í niðurstöðu sinni að ekki sé hægt að horfa fram hjá því að krafa erfingjanna á hendur flugstjóranum eigi rót sína að rekja til þess flugstjórinn komst með refsiverðum hætti yfir arf þeirra frá háöldruðum manni. Sá hafi ekki getað spornað við verknaðinum vegna sjúkleika sína og takmarkaðs skilnings á tölum. Því féllst héraðsdómur á að erfingjarnir hefðu sérstaka hagsmuni. Því þurftu erfingjarnir að sýna fram á að líkur væru á að flugstjórinn gæti greitt skuldina innan tíu ára. 42 milljónir króna með dráttarvöxtum, líklega um 65 milljónir króna í dag. Vísuðu þeir til endurtekinna orða flugstjórans hjá lögreglu og fyrir dómstólum að hann gæti endurgreitt peningana. Í greinargerð fyrir dómi sagðist hann vera fullkomlega borgunarmaður fyrir láninu og vísaði til hárra launa sinna og hlunninda á árunum 2014 og 2015. Tekjustofn hans hefði verið 26 milljónir króna árið 2014 og 26 milljónir króna árið 2015. Þá starfi flugstjórinn hjá Flugfélaginu Atlanta sem flugstjóri með langan starfsaldur. Laun flugmanna félagsins séu með þeim hærri sem þekkist hér á landi. Var vísað til tekjublaða Frjálsrar verslunar vegna ársins 2017 og 2018 þar sem fram komu ábendingar um verulega há laun flugstjóra og flugmanna hjá Air Atlanta. Erfingjarnir vísuðu til launa flugstjóra hjá Air Atlanta úr Tekjublaði Frjálsrar verslunar. Einnig var minnt á tilboð flugstjórans til erfingja að ef þeir féllu frá bótakröfu í dómsmálinu myndi hann endurgreiða fjármunina að fullu. Flugstjórinn hafi auk þess ekki getað stofnað til nýrra skuldbindinga frá þeim tíma sem liðinn sé frá gjaldþrotinu. Hann hafi skilið að borði og sæng við eiginkonu sína árið 2016. Verði ekki annað ráðið en flugstjórinn hafi nægt fé til ráðstöfunar og ráði vel við greiðslu skaðabóta og vaxta á nýjum fyrningartíma, sagði í rökum erfingjanna. Meðlagsgreiðslur og þungbær félagsleg staða Flugstjórinn benti í fyrsta lagi í vörn sinni á að krafa erfingjanna næmi í dag um 65 milljónum króna miðað við vexti sem lagst hefðu á 42 milljónirnar. Ofan á þá fjárhæð leggist ríflega 600 þúsund krónur í dráttarvexti fyrir hvern mánuð sem líði án greiðslu. Í öðru lagi minnti flugstjórinn á að aðeins tvö ár væru liðin frá gjaldþroti hans. Síðan hefði hann engar eignir eignast. Launatekjur flugstjórans hafi allar farið í framfærslu hans og barna hans, þar á meðal meðlagsgreiðslur. Mánaðarleg greiðslubyrði vegna meðlagsgreiðslna sé um 150 þúsund krónur. Þá ferðist hann mikið vegna búsetu í Þýskalandi auk þess sem hann reyni að styrkja dætur sínar til náms. Félagsleg og fjölskylduleg staða eftir refsidóminn sé flugstjóranum mjög þungbær. Leitist hann því við að styrkja og viðhalda tengslum við dætur sínar þótt hjúskapurinn sé liðinn undir lok. Í þriðja lagi hafi hann vissulega talið sig vera borgunarmann fyrir „láninu“. Hins vegar hafi aldrei verið talað um að lánið bæri vexti. Hann hafi ætlað að selja flugvél sem hann var að gera upp og áætlaði hagnað upp á 25-30 milljónir króna. Þá hefði skuldin staðið í 12-17 milljónum króna. Ekki kemur fram hvað hafi orðið með sölu flugvélarinnar en þessi áætlun hafi farið út í veður og vind þegar erfingjarnir höfnuðu tilboði um endurgreiðslu gegn niðurfellingu bótakröfu. Mánaðarleg afborgun sem flugstjórinn bauð upp á hafi hljóðað upp á 500 þúsund krónur. Nú falli 600 þúsund krónur á kröfuna í dráttarvöxtum í hverjum mánuði. Auk þess hafi sá tími sem eftir sé af starfsævi flugstjórans styst. Segist reyna að koma undir sig fótunum Í fjórða lagi benti flugstjórinn á að líta verði til þess að flugstjórinn sé 57 ára. Hann hafi starfað lengi sem atvinnuflugmaður og slíku starfi fylgi mikið álag. Vegna álagsins ljúki starfsferli flugmanna fyrr en gangi og gerist í öðrum starfsstéttum. Honum sé heimilt að fara á lífeyri við sextíu ára aldur en óheimilt að starfa eftir 65 ára aldur. Langflestir flugmenn ljúki störfum við 62 ára aldur og telji stefndi líkur standa til þess að hið sama gildi um hann. Því séu líklega um fimm ár eftir af starfsævi hans. Lítið megi þó út af bera varðandi heilsu flugmanna svo þeir haldi réttindum sínum og gæti svo lítið sem versnandi sjón eða hækkun blóðþrýstings gert starfsævi hans skemmri en hann sjálfur kysi. Að lokum áréttaði flugstjórinn að krafa væri í lögunum um líkur á greiðslu kröfunnar innan nýs fyrningarfrests. Hann þurfi að framfleyta sér og fjölskyldu sinni og hafnar alfarið að hann hafi nægt ráðstöfunarfé til að geta meðfram því greitt skaðabæturnar, vexti og kostnað á nýja fyrningartímanum. Flugstjórinn hlaut sex mánaða dóm í Héraðsdómi Austurlands sem síðar var þyngdur í Hæstarétti.Vísir/Vilhelm Eftir skilnað við fyrrum eiginkonu sjái hann einn um rekstur heimilis. Hann greiði mánaðarlega 75 þúsund krónur í meðlag auk þess að styðja eldri dóttur til náms. Mánaðarlegar tekjur séu hærri en almennt gagni en hvergi nærri slíkar að líkur séu til að greiða fullnustu eða meirihluta kröfunnar á tíu árum. Flugstjórinn standi í dag eftir persónulegt gjaldþrot, á núllpunkti, eignalaus og vinni að því að koma undir sig fótum eftir skilnað og gjaldþrot. Skoruðu á flugstjórann að framvísa skattframtölum Kjartan Bjarni héraðsdómari lagði til grundvallar að erfingjarnir bæru sönnunarbyrðina að líkur væru á greiðslu allrar kröfunnar eða meirihluta hennar. Horfði dómarinn til þess að erfingjarnir skoruðu á flugstjórann að leggja skattframtöl sín frá árunum 2017 til 2019 fram til að hægt væri að leggja mat á greiðslugetu flugstjórans. Flugstjórinn mótmælti þessu fyrir dómi, neitaði að leggja fram gögn sem hann sagði vernduð af persónuverndarreglum og sakaði erfingjana um órökstuddar dylgjur. Þrátt fyrir þessi mótmæli lagði flugstjórinn fram í sama þinghaldi læknisvottorð og útprentun úr sjúkraskrá, gögn sem eru sömuleiðis vernduð af persónuverndarreglum. Þar kom fram að flugstjórinn hefði gengist undir aðgerð vegna brjóskloss árið 2005 en náð góðum bata. Dómarinn taldi flugstjóranum ekki stætt að neita að leggja fram eigin skattaframtöl og staðgreiðsluyfirlit til að sýna fram á núverandi fjárhagsstöðu sína. Vísaði dómarinn til þess að persónuverndarlög giltu ekki þegar dómstólar færu með vald sitt. Erfingjarnir hefðu takmörkuð úrræði til að sýna fram á líkur þess að þau fengu fullnustu kröfu sinnar ef flugstjórinn skoraði undan áskorun þeirra. Ljóst væri að kröfuhöfum almennt væri ófært í mörgum tilvikum að sýna fram á getu til að greiða skuldir ef gjaldþrota einstaklingur neitaði að víkjast undan því að veita upplýsingar um fjárhag sinn. Óvenjuleg fasteignaviðskipti Dómarinn taldi ekki unnt að horfa fram hjá því að skýringar flugstjórans á afdrifum peninganna sem hann sveik út úr gamla manninum væru um margt óljósar og upplýsingar um fjárhagsstöðu mjög á reiki. Þannig hafi hann ítrekað sagst borgunarmaður fyrir skuldinni. Hins vegar segðist hann hafa notað peningana til að greiða niður lán og skuldir. Samkvæmt skattframtölum fyrir árin 2015 og 2016 voru skuldir og vaxtagjöld hans og eiginkonu hans samtals 56,6 milljónir í árslok 2014 en 59,9 milljónir í árslok 2015. Stærsti hluti skuldarinnar bæði árin var skuldin við gamla manninn að fjárhæð 42 milljónir króna. Þá gat dómarinn ekki litið hjá óvenjulegum viðskiptum með fasteign stefnanda, 200 fermetra einbýlishúsi í Árbænum. Þau seldu pari nokkru húsið þann 16. júní 2016 á 58 milljónir króna. Eiginkona hans keypti fasteignina svo af öðru pari átta dögum síðar á 48 milljónir króna. Flugstjórinn sagði alla fjármuni af sölu hússins hafa runnið til eiginkonu sinnar. Taldi dómarinn erfingjana hafa axlað sönnunarbyrðina og líkur væru á að flugstjórinn gæti greitt skuld sína. Þá þarf flugstjórinn að greiða kostnað erfingjanna af dómsmálinu, um eina milljón króna. Flugstjórinn þarf því að greiða erfingjunum 42 milljónir króna auk vaxta og verðtrygginga frá árunum 2014-2016 en dráttarvöxtum síðan þá. Lögmaður segir kveða við nýjan tón „Þetta er merkilegur dómur varðandi slit fyrningar á kröfum sem ekki hafa fengist greiddar við gjaldþrotaskipti einstaklinga,“ segir Björn Líndal, lögmaður hjá Lögmönnum Sundagörðum, sem sótti málið fyrir hönd erfingjanna. Ákvæðið um fyrningarslit er í 165. gr. gjaldþrotaskiptalaganna eins og þessu ákvæði var breytt með lögum árið 2010. Björn segir að tilgangur þess hafi verið að auðvelda einstaklingum sem lent höfðu í gjaldþroti eftir hrun að koma fjármálum sínum á réttan kjöl en lögum samkvæmt bera þeir áfram ábyrgð á skuldum sem ekki fást greiddar við gjaldþrotaskipti. Samkvæmt ákvæðinu eru einstaklingar lausir undan slíkri ábyrgð tveimur árum eftir að gjaldþrotaskiptum er lokið. Áður höfðu margvíslegar kröfur, s.s. skuldabréf, haft mun lengri fyrningartíma. „Því má halda fram að þessi lagasetning hafi byggt á göfugum markmiðum og hingað til hafa dómar Hæstaréttar og Landsréttar, sem lúta beinlínis að túlkun ákvæðisins, alltaf fallið skuldara í hag,“ segir Björn. Hann segir að í því máli sem hér um ræðir hafi kveðið við nýjan tón enda málsatvik óvenjuleg. Flugstjórinn hefði með ólöglegum hætti haft af gamla manninum 42 milljónir króna. Gamli maðurinn hafi andast undir gangi refsimáls, sem höfðað var á hendur flugstjóranum og erfingjar hans tekið við. Fyrir þessa háttsemi var stefndi dæmdur til refsingar, bæði í héraðsdómi og Hæstarétti, og til greiðslu skaðabóta 42 milljónir króna. Jafnframt hafi verið krafist gjaldþrots á búi hans sem reyndist eignalaust að mati skiptastjóra. Gæti farið fyrir Landsrétt Samkvæmt almennum fyrirmælum 165. gr. hefði flugstjórinn þannig getað losnað undan skaðabótakröfunni þegar tvö ár væru liðin frá skiptalokum á þrotabúi hans. Björn segir að á hinn bóginn hafi verið lagt til grundvallar samkvæmt sérstakri heimild í lagaákvæðinu að þar sem flugstjórinn hefði gerst sekur um refsiverða háttsemi ætti tveggja ára reglan ekki við heldur mun lengri fyrningarfrestur. Einnig hafi það skipt máli að flugstjórinn, sem væri tekjuhár einstaklingur, hefði ekki brugðist við áskorun erfingjanna um að leggja fram skattframtöl sín í málinu. „Í megindráttum má segja að þessar tvær staðreyndir hafi ráðið úrslitum málsins hjá héraðsdómi þótt vissulega hafi fleira komið til.“ Björn tekur líka fram að hafa beri í huga að vera kunni að stefndi áfrýi málinu til Landsréttar og verði það gert muni væntanlega endanleg niðurstaða fást. Annars standi héraðsdómurinn. Þá beri að taka fram að samkvæmt ákvæðinu sjálfu átti að endurskoða það innan fjögurra ára frá gildistöku en það hafi enn ekki verið gert. „Ákvæðið er að sumu leyti þannig úr garði gert að kröfuhöfum, sérstaklega einstaklingum, er nánast gert ókleift að fá framlengdan fyrningarfrest viðurkenndan enda hafa þeir litla möguleika á að sýna fram á að líkur séu á að skuldari geti greitt kröfu eða meirihluta hennar á nýjum fyrningartíma. Þessi krafa er þannig úr garði gerð að mögulega felst í henni ólögmæt eignarskerðing í andstöðu við eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar,“ segir Björn.
Dómsmál Tengdar fréttir Níu mánaða fangelsi fyrir að hafa 42 milljónir af Alzheimer-sjúklingi Fullnusta sex mánaða refsingarinnar fellur niður haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. 13. júlí 2016 11:57 Dómur þyngdur yfir manni sem hafði 42 milljónir af Alzheimer-sjúklingi Hæstiréttur þyngdi í dag dóminn í 12 mánaða fangelsisvist en fullnustu níu mánaða hennar skuli frestað skilorðsbundið í þrjú ár. 5. október 2017 18:00 Hinn níræði átti ekki fyrir tíma hjá tannlækni Kom það vini hans í opna skjöldu og varð í framhaldinu til þess að farið var að skoða fjárhagsstöðu mannsins. 42 milljónir króna voru horfnar. 1. mars 2016 16:33 Íslenskur fjársvikari og flugstjóri finnst ekki Erfingjar eldri manns sem lést í febrúar 2017 hafa stefnt 57 ára flugstjóra sem fékk tólf mánaða dóm fyrir að svíkja 42 milljónir út úr gamla manninum. 27. maí 2019 12:30 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Níu mánaða fangelsi fyrir að hafa 42 milljónir af Alzheimer-sjúklingi Fullnusta sex mánaða refsingarinnar fellur niður haldi maðurinn almennt skilorð í tvö ár. 13. júlí 2016 11:57
Dómur þyngdur yfir manni sem hafði 42 milljónir af Alzheimer-sjúklingi Hæstiréttur þyngdi í dag dóminn í 12 mánaða fangelsisvist en fullnustu níu mánaða hennar skuli frestað skilorðsbundið í þrjú ár. 5. október 2017 18:00
Hinn níræði átti ekki fyrir tíma hjá tannlækni Kom það vini hans í opna skjöldu og varð í framhaldinu til þess að farið var að skoða fjárhagsstöðu mannsins. 42 milljónir króna voru horfnar. 1. mars 2016 16:33
Íslenskur fjársvikari og flugstjóri finnst ekki Erfingjar eldri manns sem lést í febrúar 2017 hafa stefnt 57 ára flugstjóra sem fékk tólf mánaða dóm fyrir að svíkja 42 milljónir út úr gamla manninum. 27. maí 2019 12:30