„Snýst þetta um að þreyta mannskapinn?“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 13:40 Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis. Formaður velferðarnefndar veltir fyrir sér hvort það sé réttmætt að aðeins þeim einstaklingi sem sótti dómsmál vegna ólögmætra skerðinga á ellilífeyrisgreiðslum frá Tryggingastofnun fái greidda dráttarvexti á meðan aðrir sem urðu fyrir sömu skerðingu fá aðeins greidda almenna vexti. Kveikur fjallaði ítarlega um málið nýverið en það var til umfjöllunar í velferðarnefnd Alþingis í gær. Sigríður Sæland, móðir Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, höfðaði mál til að fá skerðingunum hnekkt og komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu ætti hún auk leiðréttra greiðslna rétt á að fá greidda dráttarvexti. „Því var ekki mótmælt af ríkinu á sínum tíma í dómsmálinu og við vildum spyrja hvers vegna og á hvaða forsendum Tryggingastofnun velur að greiða almenna vexti en ekki dráttarvexti til handa öllum þeim þúsundum sem fá endurgreiðsluna,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar. Á fund nefndarinnar komu fulltrúar frá Tryggingastofnun og félagsmálaráðuneytinu en ákvörðun um greiðslu almennra vaxta til allra þeirra þúsunda ellilífeyrisþega var tekin á fundi í júlí í fyrra af þessum tveimur stofnunum. Helga Vala segir Tryggingastofnun og ráðuneytið vísa í lög um almannatryggingar þar sem segi að við endurgreiðslu skuli miða við almenna vexti. „Það var alveg ljóst að nefndarfólk var greinilega svona ekki algjörlega sammála endilega túlkun þeirra en við erum svo sem ekki búin að úttala okkur um þetta mál, hvort að við fáum fleiri gesti,“ segir Helga Vala. Ekki hafi náðst að ljúka umræðu um málið á fundi nefndarinnar í gær. Spyr hvort eig að þreyta mannskapinn „Allt þetta fólk sem er að fá þessar endurgreiðslur það auðvitað byggir sinn rétt á niðurstöðu dómsins. Þá þarf maður að velta fyrir sér hvort að það sé réttmætt,“ segir Helga Vala. Það liggi fyrir einhverjir aðilar ætli að taka málið lengra og leita réttar síns. „En við spurðum þá líka, snýst þetta um að þreyta mannskapinn? Láta þau þurfa að sækja rétt sinn fyrir dómi, einhverja nokkra þúsundkalla og svo framvegis. En það er auðvitað kannski ekki það sem stjórnvöld eiga að vera að gera, heldur að leiðbeina og tryggja að rétt sé með farið,“ segir Helga Vala. Málinu var vísað til úrskurðarnefndar velferðarmála sem beindi því til félagsmálaráðuneytisins þar sem það er nú til skoðunar. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, var inntur eftir svörum á Alþingi í síðustu viku um það hvers vegna ákveðið var að greiða ekki öllum dráttarvexti. Hann kvaðst ekki telja viðeigandi að hann myndi tjá sig um málið á meðan það er til meðferðar í ráðuneytinu. Alþingi Dómsmál Eldri borgarar Félagsmál Tryggingar Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Formaður velferðarnefndar veltir fyrir sér hvort það sé réttmætt að aðeins þeim einstaklingi sem sótti dómsmál vegna ólögmætra skerðinga á ellilífeyrisgreiðslum frá Tryggingastofnun fái greidda dráttarvexti á meðan aðrir sem urðu fyrir sömu skerðingu fá aðeins greidda almenna vexti. Kveikur fjallaði ítarlega um málið nýverið en það var til umfjöllunar í velferðarnefnd Alþingis í gær. Sigríður Sæland, móðir Ingu Sæland formanns Flokks fólksins, höfðaði mál til að fá skerðingunum hnekkt og komst Landsréttur að þeirri niðurstöðu ætti hún auk leiðréttra greiðslna rétt á að fá greidda dráttarvexti. „Því var ekki mótmælt af ríkinu á sínum tíma í dómsmálinu og við vildum spyrja hvers vegna og á hvaða forsendum Tryggingastofnun velur að greiða almenna vexti en ekki dráttarvexti til handa öllum þeim þúsundum sem fá endurgreiðsluna,“ segir Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar. Á fund nefndarinnar komu fulltrúar frá Tryggingastofnun og félagsmálaráðuneytinu en ákvörðun um greiðslu almennra vaxta til allra þeirra þúsunda ellilífeyrisþega var tekin á fundi í júlí í fyrra af þessum tveimur stofnunum. Helga Vala segir Tryggingastofnun og ráðuneytið vísa í lög um almannatryggingar þar sem segi að við endurgreiðslu skuli miða við almenna vexti. „Það var alveg ljóst að nefndarfólk var greinilega svona ekki algjörlega sammála endilega túlkun þeirra en við erum svo sem ekki búin að úttala okkur um þetta mál, hvort að við fáum fleiri gesti,“ segir Helga Vala. Ekki hafi náðst að ljúka umræðu um málið á fundi nefndarinnar í gær. Spyr hvort eig að þreyta mannskapinn „Allt þetta fólk sem er að fá þessar endurgreiðslur það auðvitað byggir sinn rétt á niðurstöðu dómsins. Þá þarf maður að velta fyrir sér hvort að það sé réttmætt,“ segir Helga Vala. Það liggi fyrir einhverjir aðilar ætli að taka málið lengra og leita réttar síns. „En við spurðum þá líka, snýst þetta um að þreyta mannskapinn? Láta þau þurfa að sækja rétt sinn fyrir dómi, einhverja nokkra þúsundkalla og svo framvegis. En það er auðvitað kannski ekki það sem stjórnvöld eiga að vera að gera, heldur að leiðbeina og tryggja að rétt sé með farið,“ segir Helga Vala. Málinu var vísað til úrskurðarnefndar velferðarmála sem beindi því til félagsmálaráðuneytisins þar sem það er nú til skoðunar. Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, var inntur eftir svörum á Alþingi í síðustu viku um það hvers vegna ákveðið var að greiða ekki öllum dráttarvexti. Hann kvaðst ekki telja viðeigandi að hann myndi tjá sig um málið á meðan það er til meðferðar í ráðuneytinu.
Alþingi Dómsmál Eldri borgarar Félagsmál Tryggingar Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira