Sauð upp úr á fundi þingflokksformanna eftir óvænta uppákomu í velferðarnefnd Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 17:42 Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var nokkuð hart tekist á á fundi þingflokksformanna í gær. Vísir/Vilhelm Óvænt uppákoma varð í velferðarnefnd í gær þegar stjórnarmeirihlutinn lagði fram dagskrárbreytingartillögu sem varð til þess að þingmannamál um aðgengi að sálfræðiþjónustu frá Viðreisn komst ekki á dagskrá og þremur stjórnarmálum frá félagsmálaráðherra bætt á dagskrá. Ekki tókst heldur að ljúka umræðu um fyrsta dagskrármálið, um greiðslu vaxta í stað dráttarvaxta vegna ólögmætar skerðingar á greiðslum til ellilífeyrisþega. Er það upplifun nokkurra nefndarmanna sem fréttastofa hefur rætt við að meirihlutinn hafi hrifsað til sín völdin en stjórnarandstaðan fer með formennsku í nefndinni. Síðar sama dag fór fram fundur þingflokksformanna. Mun það hafa verið mikill hitafundur þar sem upp úr sauð og ekki tókst að komast að neinni niðurstöðu samkvæmt heimildum fréttastofu. Í samtali við fréttastofu segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður velferðarnefndar, að dagskrárbreytingin hafi verið lögð fram til að unnt væri að skipa framsögumenn í nefndinni fyrir þrjú mál frá félagsmálaráðherra og svo hægt væri að boða fulltrúa ráðuneytisins á fund til að kynna málin í nefndinni. Dagskrárbreytingartillaga Ólafs Þórs vakti ekki lukku meðal nefndarmanna í stjórnarandstöðu.Vísir/Vilhelm Nokkru áður hafi verið óskað sérstaklega eftir því að málin yrðu tekin á dagskrá, en þar sem þau rötuðu ekki inn í dagskrána hafi hann lagt fram dagskrárbreytingartillögu. Ekkert liggi að baki annað en það að skipa málunum framsögumenn svo hægt sé að koma þeim í farveg að sögn Ólafs Þórs. Málin þrjú eru frumvörp um fjöleignarhús, um málefni innflytjenda og um almannatryggingar, er varðar svokallaðan hálfan lífeyri. Með dagskrárbreytingartillögunni var ekki farið fram á að mál Viðreisnar væri tekið af dagskrá en upphafleg fundardagskrá fór úr skorðum eftir uppákomuna. Staðan sögð viðkvæm Nokkur kergja ríkir innan stjórnarandstöðunnar vegna framgöngu stjórnarmeirihlutans í nokkrum af fastanefndum þingsins, einkum kvarta nokkrir þingmenn stjórnarandstöðu sérstaklega yfir framkomu af hálfu Vinstri grænna. Staðan þykir viðkvæm og eru vonir bundnar við að það takist að leysa úr þessum hnút á allra næstu dögum. Viðræður hafa jafnframt verið í gangi varðandi þingmannamál, í samræmi við samkomulag sem gert var í tengslum við þinglok í desember. Þá lýsa þingmenn stjórnarandstöðunnar undran yfir því að ákveðið hafi verið að fjölga nefndadögum í vikunni, líkt og forseti Alþingis greindi frá við upphaf þingfundar í gær, einkum í ljósi þess að mál frá ríkisstjórninni hafi skilað sér illa inn til þingsins. Á sama tíma hafi ekki náðst samstaða um afgreiðslu þingmannamála. Þá voru nokkrir nefndarfundir sem boðaðir voru í atvinnuveganefnd í síðustu viku blásnir af. Þingmenn stjórnarandstöðunnar vöktu máls á þessu í umræðu um störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Meðal annars var auglýst eftir ríkisstjórninni og spurt hvort hún værir yfir höfuð enn að störfum.Uppfært kl. 18:35: Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að forseti þingsins hafi fundað með formönnum þingflokka. Hið rétta er að hann sat ekki fundinn. Alþingi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira
Óvænt uppákoma varð í velferðarnefnd í gær þegar stjórnarmeirihlutinn lagði fram dagskrárbreytingartillögu sem varð til þess að þingmannamál um aðgengi að sálfræðiþjónustu frá Viðreisn komst ekki á dagskrá og þremur stjórnarmálum frá félagsmálaráðherra bætt á dagskrá. Ekki tókst heldur að ljúka umræðu um fyrsta dagskrármálið, um greiðslu vaxta í stað dráttarvaxta vegna ólögmætar skerðingar á greiðslum til ellilífeyrisþega. Er það upplifun nokkurra nefndarmanna sem fréttastofa hefur rætt við að meirihlutinn hafi hrifsað til sín völdin en stjórnarandstaðan fer með formennsku í nefndinni. Síðar sama dag fór fram fundur þingflokksformanna. Mun það hafa verið mikill hitafundur þar sem upp úr sauð og ekki tókst að komast að neinni niðurstöðu samkvæmt heimildum fréttastofu. Í samtali við fréttastofu segir Ólafur Þór Gunnarsson, þingmaður Vinstri grænna og varaformaður velferðarnefndar, að dagskrárbreytingin hafi verið lögð fram til að unnt væri að skipa framsögumenn í nefndinni fyrir þrjú mál frá félagsmálaráðherra og svo hægt væri að boða fulltrúa ráðuneytisins á fund til að kynna málin í nefndinni. Dagskrárbreytingartillaga Ólafs Þórs vakti ekki lukku meðal nefndarmanna í stjórnarandstöðu.Vísir/Vilhelm Nokkru áður hafi verið óskað sérstaklega eftir því að málin yrðu tekin á dagskrá, en þar sem þau rötuðu ekki inn í dagskrána hafi hann lagt fram dagskrárbreytingartillögu. Ekkert liggi að baki annað en það að skipa málunum framsögumenn svo hægt sé að koma þeim í farveg að sögn Ólafs Þórs. Málin þrjú eru frumvörp um fjöleignarhús, um málefni innflytjenda og um almannatryggingar, er varðar svokallaðan hálfan lífeyri. Með dagskrárbreytingartillögunni var ekki farið fram á að mál Viðreisnar væri tekið af dagskrá en upphafleg fundardagskrá fór úr skorðum eftir uppákomuna. Staðan sögð viðkvæm Nokkur kergja ríkir innan stjórnarandstöðunnar vegna framgöngu stjórnarmeirihlutans í nokkrum af fastanefndum þingsins, einkum kvarta nokkrir þingmenn stjórnarandstöðu sérstaklega yfir framkomu af hálfu Vinstri grænna. Staðan þykir viðkvæm og eru vonir bundnar við að það takist að leysa úr þessum hnút á allra næstu dögum. Viðræður hafa jafnframt verið í gangi varðandi þingmannamál, í samræmi við samkomulag sem gert var í tengslum við þinglok í desember. Þá lýsa þingmenn stjórnarandstöðunnar undran yfir því að ákveðið hafi verið að fjölga nefndadögum í vikunni, líkt og forseti Alþingis greindi frá við upphaf þingfundar í gær, einkum í ljósi þess að mál frá ríkisstjórninni hafi skilað sér illa inn til þingsins. Á sama tíma hafi ekki náðst samstaða um afgreiðslu þingmannamála. Þá voru nokkrir nefndarfundir sem boðaðir voru í atvinnuveganefnd í síðustu viku blásnir af. Þingmenn stjórnarandstöðunnar vöktu máls á þessu í umræðu um störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Meðal annars var auglýst eftir ríkisstjórninni og spurt hvort hún værir yfir höfuð enn að störfum.Uppfært kl. 18:35: Í fyrri útgáfu fréttarinnar sagði að forseti þingsins hafi fundað með formönnum þingflokka. Hið rétta er að hann sat ekki fundinn.
Alþingi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir Fellaskóli sigraði Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Sjá meira