Sport

Fótboltakappi sendir heimsmeistara tóninn: Þarf að taka yfir þjálfunina aftur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Ragnar Bragi Sveinsson, leikmaður Fylkis í Pepsi Max deild karla, og Jóna Margrét Ragnarsdóttir, fyrrum landsliðskona í handbolta, eru bæði meðal keppenda í Equsana-deildinni í hestaíþróttum.

Bæði voru ekki nógu ánægð með gengi sitt í forkeppninni í síðustu viku, eins og þau sögðu í þætti um deildina sem sýndur var á Stöð 2 Sport á miðvikudagskvöldið.

„Það gekk vægast sagt illa,“ sagði hann en sagði að eins í fótboltanum þá er erfitt að sætta sig við slæmt gengi. „Þegar það gengur illa í þau fáu skipti sem maður keppir þá sýður á manni og þannig er staðan núna.“

Bróðir hans, Konráð Valur, er ríkjandi heimsmeistari í skeiði og hefur séð um þjálfun hestsins sem Ragnar Bragi keppti á. „Þú sérð nú það og þetta fór eins og það fór. Ég hugsa því að ég þurfi að taka þetta yfir aftur,“ sagði hann í léttum dúr.

Klippa: Equsana-deildin: Jóna Margrét





Jóna Margrét var ekki heldur ánægð með gengi sitt í keppninni. „Þetta var eiginlega bara klaufaskapur í mér,“ sagði hún og bætti við að hún þyrfti að finna leið til að koma sér betur í keppnisgírinn fyrir keppni í hestaíþróttum, líkt og hún var vön að gera í handboltanum.

„Það var maður sem spurði mig í gær hvort ég færi með svona hugarfar inn á handboltavöllinn,“ sagði hún. „Ég neitaði því auðvitað. Þetta er eitthvað sem ég þarf að laga hjá mér.“

Keppt er í Equsana-deildinni annan hvorn fimmtudag, næst þann 5. mars. Þáttur um það keppniskvöld verður sýndur á Stöð 2 Sport þann 11. mars.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×