Tiger Woods hefur ákveðið að hætta við þátttöku í Arnold Palmer Invitational golfmótinu sem haldið verður á Bay Hill í næstu viku vegna meiðsla.
Þessi 44 ára gamli kylfingur hefur unnið mótið átta sinnum en umboðsmaðurinn hans segir hann ekki tilbúinn til að snúa aftur á golfvöllinn í tæka tíð.
Woods hefur ekki spilað síðan hann tók þátt í Genesis Invitational mótinu fyrir tveimur vikum en þar endaði hann í síðasta sæti af þeim sem komust í gegnum niðurskurðinn. Hann sagði að bakmeiðsli hefðu verið að stríða honum þar.
Tiger missti einnig af Arnold Palmer Invitational á síðasta ári, þá vegna meiðsla á hálsi.
Eflaust er Tiger að leggja áherslu á að ná Masters-mótinu í apríl en þar á hann titil að verja.
Tiger ekki með á Arnold Palmer-mótinu í næstu viku

Tengdar fréttir

Tiger Woods vann fimmta græna jakkann
Tiger Woods fékk sinn fimmta græna jakka í dag þegar hann fagnaði sigri á Masters risamótinu í golfi. Þetta var fimmtándi risatitill hans á ferlinum.

Tiger Woods endaði í síðasta sæti á Genesis Invitational en Adam Scott vann
Ástralinn Adam Scott lék best allra á Genesis Invitational golfmótinu í Bandaríkjunum sem lauk í gær en þetta var fyrsti sigur hans á PGA-mótaröðinni í næstum því fjögur ár.