Ótrúlegt gengi Liverpool á enda Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2020 10:45 Watford fagna einu marka sinna í gær á meðan Van Dijk og Alisson skilja hvorki upp né niður. Vísir/Getty Liverpool tapaði einkar óvænt 3-0 gegn Watford á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Var það fyrsta tap liðsins í úrvalsdeildinni á tímabilinu en alls hafði liðið farið 44 leiki án þess að tapa leik. Það er áður en það mætti á Vicarage Road, heimavöll Watford í gær. Hér að neðan má sjá áhugaverða tölfræði varðandi tap Liverpool í gær. Þá er vert að taka fram að liðið hefur nú tapað tveimur leikjum á 11 dögum en liðið tapaði 1-0 fyrir Atletico Madrid í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Síðari leikur liðanna fer fram á Anfield þann 11. mars. Tapið í gær var fyrsta tap Liverpool í ensku úrvalsdeildinni siðan þann 3. janúar 2019. Þá tapaði liðið 2-1 gegn Manchester City í leik sem á endanum skar úr um að Man City varð enskur meistari. Var það eina tap Liverpool á síðustu leiktíð. Aðeins Arsenal hefur farið í gegnum fleiri leiki án þess að tapa heldur en núverandi Liverpool lið. Alls fór Arsenal 49 leiki án þess að tapa leik, þar af allt tímabilið 2003/2004. Tapið gegn Watford er stærsta tap toppliðs ensku úrvalsdeildarinnar síðan Manchester City tapaði 4-1 fyrir Liverpool í nóvember 2015. Leikurinn í gær var stærsti sigur liðs í fallsæti gegn liðinu í toppsætinu síðan Leicester City lagði Manchester United af velli með þremur mörkum gegn engu þann 23. nóvember 1985. Liverpool hafði skorað í 36 deildarleikjum í röð áður en liðið mætti Watford í gær. Síðasta lið til að halda hreinu gegn Evrópumeisturunum var Everton í mars á síðasta ári. Liverpool hefur nú fengið á sig tvö mörk eða fleiri í tveimur leikjum í röð. Það gerðist síðast í desember 2016. Þá átti Liverpool aðeins eitt skot á markið hjá Watford. Það hefur ekki gerst síðan í febrúar á síðasta ári þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Manchester United. Liverpool drop their 1st @premierleague points in days, since 1-1 at Man Utd, Oct 20 Their 1st defeat in PL games - ending the 2nd longest ever top-division unbeaten run First time they've failed to score in PL games, since at Everton, Mar 2019 pic.twitter.com/vQ6VoIWDAx— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) February 29, 2020 Enski boltinn Tengdar fréttir Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45 Pearson: Þetta er bara einn sigurleikur Nigel Pearson, þjálfari Watford, var eðlilega í skýjunum með 3-0 sigur sinna manna á Evrópumeisturum Liverpool fyrr í kvöld. Hann fór sparlega í yfirlýsingarnar að leik loknum. 29. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Golf Fleiri fréttir Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sjá meira
Liverpool tapaði einkar óvænt 3-0 gegn Watford á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Var það fyrsta tap liðsins í úrvalsdeildinni á tímabilinu en alls hafði liðið farið 44 leiki án þess að tapa leik. Það er áður en það mætti á Vicarage Road, heimavöll Watford í gær. Hér að neðan má sjá áhugaverða tölfræði varðandi tap Liverpool í gær. Þá er vert að taka fram að liðið hefur nú tapað tveimur leikjum á 11 dögum en liðið tapaði 1-0 fyrir Atletico Madrid í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Síðari leikur liðanna fer fram á Anfield þann 11. mars. Tapið í gær var fyrsta tap Liverpool í ensku úrvalsdeildinni siðan þann 3. janúar 2019. Þá tapaði liðið 2-1 gegn Manchester City í leik sem á endanum skar úr um að Man City varð enskur meistari. Var það eina tap Liverpool á síðustu leiktíð. Aðeins Arsenal hefur farið í gegnum fleiri leiki án þess að tapa heldur en núverandi Liverpool lið. Alls fór Arsenal 49 leiki án þess að tapa leik, þar af allt tímabilið 2003/2004. Tapið gegn Watford er stærsta tap toppliðs ensku úrvalsdeildarinnar síðan Manchester City tapaði 4-1 fyrir Liverpool í nóvember 2015. Leikurinn í gær var stærsti sigur liðs í fallsæti gegn liðinu í toppsætinu síðan Leicester City lagði Manchester United af velli með þremur mörkum gegn engu þann 23. nóvember 1985. Liverpool hafði skorað í 36 deildarleikjum í röð áður en liðið mætti Watford í gær. Síðasta lið til að halda hreinu gegn Evrópumeisturunum var Everton í mars á síðasta ári. Liverpool hefur nú fengið á sig tvö mörk eða fleiri í tveimur leikjum í röð. Það gerðist síðast í desember 2016. Þá átti Liverpool aðeins eitt skot á markið hjá Watford. Það hefur ekki gerst síðan í febrúar á síðasta ári þegar liðið gerði markalaust jafntefli við Manchester United. Liverpool drop their 1st @premierleague points in days, since 1-1 at Man Utd, Oct 20 Their 1st defeat in PL games - ending the 2nd longest ever top-division unbeaten run First time they've failed to score in PL games, since at Everton, Mar 2019 pic.twitter.com/vQ6VoIWDAx— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) February 29, 2020
Enski boltinn Tengdar fréttir Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45 Pearson: Þetta er bara einn sigurleikur Nigel Pearson, þjálfari Watford, var eðlilega í skýjunum með 3-0 sigur sinna manna á Evrópumeisturum Liverpool fyrr í kvöld. Hann fór sparlega í yfirlýsingarnar að leik loknum. 29. febrúar 2020 20:30 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Brást bogalistin fyrir framan pabba sinn Golf Fleiri fréttir Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sjá meira
Watford rótburstaði Liverpool | Arsenal heldur metinu Watford varð fyrsta liðið til að leggja Liverpool af velli í ensku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð en liðið kjöldró gesti sína úr Bítlaborginni á Vicarage Road í kvöld. Lokatölur 3-0 Watford í vil. 29. febrúar 2020 19:45
Pearson: Þetta er bara einn sigurleikur Nigel Pearson, þjálfari Watford, var eðlilega í skýjunum með 3-0 sigur sinna manna á Evrópumeisturum Liverpool fyrr í kvöld. Hann fór sparlega í yfirlýsingarnar að leik loknum. 29. febrúar 2020 20:30