Sjávarmál rís við Eiðsgranda Sylvía Hall skrifar 18. ágúst 2020 13:03 Frá athöfninni í dag. Andri Snær Magnason, rithöfundur og einn höfunda verksins, sýnir smærri útgáfu af verkinu sem mun rísa. Kristinn Guðmundsson Listaverkið Sjávarmál bar sigur úr býtum í samkeppni um útilistaverk í Vesturbæ Reykjavíkur. Sjávarmál er hannað af arkitektunum Baldri Helga Snorrasyni og David Hugo Cabo í samstarfi við Andra Snæ Magnason rithöfund. Þetta tilkynnti Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í dag. Niðurstöðurnar voru kynnar nú um hádegisbil og fór athöfnin fram við Eiðsgranda þar sem áætlað er að verkið muni rísa en alls voru sjötíu tillögur sendar inn í keppnina. Listasafn Reykjavíkur Sjávarmál er tvískipt verk: Á þeirri hlið sem snýr að hafinu er steypt innbjúg skál sem safnar hljóðum hafsins og magnar þau upp með endurkasti fyrir þann sem stendur fyrir framan skálina. Á hinni hliðinni er hrjúfur veggur þar sem íslenskt heiti fyrir hafið eru letruð. „Áhrif loftslagsbreytinga á hafið eru höfundum hugleikin og verkinu er ætlað að bjóða upp á tækifæri fyrir þá sem eiga leið hjá til að staldra við, upplifa krafta hafsins og hlusta eftir því náttúran hefur að segja okkur,“ segir í tilkynningu um verkið. Í tilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur segir að verkið muni auka notagildi og aðdráttarafl svæðisins, en ekkert útilistaverk er á svæðinu sem stendur. Samkeppni um útlistaverk var á meðal þess sem kosið var um í verkefninu Hverfið mitt 2020 og verður því nú hrint í framkvæmd. Styttur og útilistaverk Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Listaverkið Sjávarmál bar sigur úr býtum í samkeppni um útilistaverk í Vesturbæ Reykjavíkur. Sjávarmál er hannað af arkitektunum Baldri Helga Snorrasyni og David Hugo Cabo í samstarfi við Andra Snæ Magnason rithöfund. Þetta tilkynnti Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í dag. Niðurstöðurnar voru kynnar nú um hádegisbil og fór athöfnin fram við Eiðsgranda þar sem áætlað er að verkið muni rísa en alls voru sjötíu tillögur sendar inn í keppnina. Listasafn Reykjavíkur Sjávarmál er tvískipt verk: Á þeirri hlið sem snýr að hafinu er steypt innbjúg skál sem safnar hljóðum hafsins og magnar þau upp með endurkasti fyrir þann sem stendur fyrir framan skálina. Á hinni hliðinni er hrjúfur veggur þar sem íslenskt heiti fyrir hafið eru letruð. „Áhrif loftslagsbreytinga á hafið eru höfundum hugleikin og verkinu er ætlað að bjóða upp á tækifæri fyrir þá sem eiga leið hjá til að staldra við, upplifa krafta hafsins og hlusta eftir því náttúran hefur að segja okkur,“ segir í tilkynningu um verkið. Í tilkynningu frá Listasafni Reykjavíkur segir að verkið muni auka notagildi og aðdráttarafl svæðisins, en ekkert útilistaverk er á svæðinu sem stendur. Samkeppni um útlistaverk var á meðal þess sem kosið var um í verkefninu Hverfið mitt 2020 og verður því nú hrint í framkvæmd.
Styttur og útilistaverk Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Fleiri fréttir Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira