Kristján vill 1,4 milljarða í skaðabætur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. febrúar 2020 17:15 Frá dómsuppkvaðningu árið 2018. Vísir/Daníel Þór Kristján Viðar Júlíusson, einn af þeim sem sýknaður var í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur stefnt íslenska ríkinu og krafið það um 1,4 milljarða í bætur. RÚV greinir frá. Kristján Viðar var einn fimm einstaklinga sem voru sakfelldir vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar. Hæstiréttur tók mál þeirra aftur upp og sýknaði fimmenningana haustið 2018. Kristján Viðar var dæmdur í sextán ára fangelsi og afplánaði sjö ár og fimm mánuði. Bótakrafan er sögð byggja á að Kristán Viðar hafi verið talinn sekur maður að ósekju í tæp fjörutíu ár, auk þess sem hann hafi setið inni í sjö og hálft ár. Ríkið er einnig sagt hafa bakað sér bótaskyldu með blaðamannafundi sem haldinn var um málið árið 1977.Greint var frá því í fjölmiðlum á síðasta ári að Kristján Viðar hafði krafið ríkið um 1,6 milljarð vegna málsins. Í janúar á þessu ári greiddi íslenska ríkið alls 774 milljónir til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti í september 2018 og til maka og barna þeirra tveggja sem látnir eru. Kristján Viðar Júlíusson fékk 204 milljónir í sinn hlut og hefur sú upphæð verið dregin frá upphaflegri bótakröfu hans. Fyrir hafði Guðjón Skarphéðinsson stefnt ríkinu til greiðslu skaðabóta. Hann krafðist 1,3 milljarða króna í bóta vegna fimm ára fangelsisvistar sem hann afplánaði, en lögmaður hans sagði í samtali við fréttastofu í janúar að krafan myndi lækka í samræmi við greiðsluna frá ríkinu. Guðjón Skarphéðinsson fékk 145 milljónir í sinn hlut. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Breytir dómkröfunni í samræmi við innborgun ríkisins Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, eins þeirra sem sýknaðir voru af ákæru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segir að bætur í málinu sem von er á frá ríkinu á grundvelli nýrra laga breyti ekki málarekstrinum. 3. janúar 2020 14:00 Ríkið greiddi út bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Alls voru 774 milljónir greiddar úr ríkissjóði í gær til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti í september 2018 og til maka og barna þeirra tveggja sem látnir eru. 30. janúar 2020 06:37 Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Kristján Viðar Júlíusson, einn af þeim sem sýknaður var í Hæstarétti í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu hefur stefnt íslenska ríkinu og krafið það um 1,4 milljarða í bætur. RÚV greinir frá. Kristján Viðar var einn fimm einstaklinga sem voru sakfelldir vegna hvarfs Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar. Hæstiréttur tók mál þeirra aftur upp og sýknaði fimmenningana haustið 2018. Kristján Viðar var dæmdur í sextán ára fangelsi og afplánaði sjö ár og fimm mánuði. Bótakrafan er sögð byggja á að Kristán Viðar hafi verið talinn sekur maður að ósekju í tæp fjörutíu ár, auk þess sem hann hafi setið inni í sjö og hálft ár. Ríkið er einnig sagt hafa bakað sér bótaskyldu með blaðamannafundi sem haldinn var um málið árið 1977.Greint var frá því í fjölmiðlum á síðasta ári að Kristján Viðar hafði krafið ríkið um 1,6 milljarð vegna málsins. Í janúar á þessu ári greiddi íslenska ríkið alls 774 milljónir til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti í september 2018 og til maka og barna þeirra tveggja sem látnir eru. Kristján Viðar Júlíusson fékk 204 milljónir í sinn hlut og hefur sú upphæð verið dregin frá upphaflegri bótakröfu hans. Fyrir hafði Guðjón Skarphéðinsson stefnt ríkinu til greiðslu skaðabóta. Hann krafðist 1,3 milljarða króna í bóta vegna fimm ára fangelsisvistar sem hann afplánaði, en lögmaður hans sagði í samtali við fréttastofu í janúar að krafan myndi lækka í samræmi við greiðsluna frá ríkinu. Guðjón Skarphéðinsson fékk 145 milljónir í sinn hlut.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Tengdar fréttir Breytir dómkröfunni í samræmi við innborgun ríkisins Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, eins þeirra sem sýknaðir voru af ákæru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segir að bætur í málinu sem von er á frá ríkinu á grundvelli nýrra laga breyti ekki málarekstrinum. 3. janúar 2020 14:00 Ríkið greiddi út bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Alls voru 774 milljónir greiddar úr ríkissjóði í gær til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti í september 2018 og til maka og barna þeirra tveggja sem látnir eru. 30. janúar 2020 06:37 Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55 Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Breytir dómkröfunni í samræmi við innborgun ríkisins Ragnar Aðalsteinsson lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, eins þeirra sem sýknaðir voru af ákæru í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, segir að bætur í málinu sem von er á frá ríkinu á grundvelli nýrra laga breyti ekki málarekstrinum. 3. janúar 2020 14:00
Ríkið greiddi út bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmála Alls voru 774 milljónir greiddar úr ríkissjóði í gær til þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum í Hæstarétti í september 2018 og til maka og barna þeirra tveggja sem látnir eru. 30. janúar 2020 06:37
Krefst 1,6 milljarða frá ríkinu vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálsins Kristján Viðar Júlíusson sat inni í tæp sjö og hálft ár á sínum tíma. Hann var sýknaður ásamt fjórum öðrum í fyrra. 1. október 2019 19:55