Ætlar að fara í öll útibú á höfuðborgarsvæðinu til að fá myntinni skipt Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 19:00 Kínverski myntsölumaðurinn Wei Li ætlar ekki að láta deigan síga þó Seðlabankinn hafi neitað honum um að skipta einni komma sex milljónum króna í seðla. Hann ætlar að fara í öll bankaútibú á höfuðborgarsvæðinu og freista þess að fá henni skipt í seðla.Wei Li kom til landsins í síðustu viku með hundrað og sjötíu kíló af íslenskri smámynt. Honum var neitað í Seðlabankanum um að fá henni skipt en hafði áður komið til landsins í þrígang og skipt mynt þar og í bankaútibúum í Reykjavík. Alls hefur hann skipt smámynt fyrir fjórar til fimm milljónir fyrir seðla. Þá hefur hann verið leiðsögumaður kínverskra ferðamanna hér á landi. Hann hefur einnig skipt danskri smámynt í Danmörku og oft farið til Þýskalands í sömu erindum en hann fær myntina frá myntbröskurum í Kína. Seðlabankinn sendi fréttastofu svar í dag við fyrirspurn um hvers vegna Wei Li hefði verið neitað þar og fékk eftirfarandi svar: „Seðlabanki Íslands á að jafnaði einungis í viðskiptum við lánastofnanir, m.a. með mynt samkvæmt ákveðnu verklagi, og hefur lagt á það áherslu að það verklag eigi við bæði þegar mynt er komið í umferð og þegar hún er innleyst. Það kostar fyrirhöfn og fjármuni að ganga úr skugga um efnisinnihald og uppruna skemmdrar myntar og hefur því sú afstaða verið tekin að Seðlabankinn taki helst aðeins við mynt frá sínum hefðbundnu viðskiptaaðilum. Frá þeim berst öðru hvoru skemmd eða slitin mynt sem þeir hafa tekið við frá sínum viðskiptavinum og er hún innleyst.“ Wei Li sem fer af landi brott á föstudaginn er þó ekki að baki dottinn og ætlar að reyna að fá myntinni skipti í öllum útibúum á höfuðborgarsvæðinu. Hluti myntarinnar er skemmdur og býðst hann til þess að gefa góðgerðarsamtökum þær myntir, safni eða listamanni í listaverk. Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Seðlabankinn Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Kínverski myntsölumaðurinn Wei Li ætlar ekki að láta deigan síga þó Seðlabankinn hafi neitað honum um að skipta einni komma sex milljónum króna í seðla. Hann ætlar að fara í öll bankaútibú á höfuðborgarsvæðinu og freista þess að fá henni skipt í seðla.Wei Li kom til landsins í síðustu viku með hundrað og sjötíu kíló af íslenskri smámynt. Honum var neitað í Seðlabankanum um að fá henni skipt en hafði áður komið til landsins í þrígang og skipt mynt þar og í bankaútibúum í Reykjavík. Alls hefur hann skipt smámynt fyrir fjórar til fimm milljónir fyrir seðla. Þá hefur hann verið leiðsögumaður kínverskra ferðamanna hér á landi. Hann hefur einnig skipt danskri smámynt í Danmörku og oft farið til Þýskalands í sömu erindum en hann fær myntina frá myntbröskurum í Kína. Seðlabankinn sendi fréttastofu svar í dag við fyrirspurn um hvers vegna Wei Li hefði verið neitað þar og fékk eftirfarandi svar: „Seðlabanki Íslands á að jafnaði einungis í viðskiptum við lánastofnanir, m.a. með mynt samkvæmt ákveðnu verklagi, og hefur lagt á það áherslu að það verklag eigi við bæði þegar mynt er komið í umferð og þegar hún er innleyst. Það kostar fyrirhöfn og fjármuni að ganga úr skugga um efnisinnihald og uppruna skemmdrar myntar og hefur því sú afstaða verið tekin að Seðlabankinn taki helst aðeins við mynt frá sínum hefðbundnu viðskiptaaðilum. Frá þeim berst öðru hvoru skemmd eða slitin mynt sem þeir hafa tekið við frá sínum viðskiptavinum og er hún innleyst.“ Wei Li sem fer af landi brott á föstudaginn er þó ekki að baki dottinn og ætlar að reyna að fá myntinni skipti í öllum útibúum á höfuðborgarsvæðinu. Hluti myntarinnar er skemmdur og býðst hann til þess að gefa góðgerðarsamtökum þær myntir, safni eða listamanni í listaverk.
Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Seðlabankinn Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira