Bændur í Þingvallasveit vanir því að fá erlenda ferðamenn heim á hlað Kristján Már Unnarsson skrifar 10. febrúar 2020 22:15 Bændurnir á Heiðarbæ eitt, Jóhannes Sveinbjörnsson og Ólöf Björg Einarsdóttir. Stöð 2/Einar Árnason. Því geta fylgt bæði kostir og ókostir að búa nálægt vinsælum ferðamannastað. Bændur í næsta nágrenni þjóðgarðsins á Þingvöllum upplifa það að fá ferðamenn reglulega heim á hlað og sumir þeirra vilja meira að segja tjalda. Þetta kom fram í þættinum Um land allt og í fréttum Stöðvar 2. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum skapar vissulega störf fyrir fólkið í sveitinni, eins og fyrir þau í Mjóanesi, en það er fleira sem fylgir því að búa við gullna hringinn. Bændurnir í Mjóanesi, þau Rósa Jónsdóttir og Jóhann Jónsson.Stöð 2/Einar Árnason. „Það er svolítið mikið um það að það komi túristar. Ef þú lítur út um gluggann á morgnana þá eru kannski nokkrir Kínverjar úti á hlaði,“ sagði Rósa Bachmann Jónsdóttir, bóndi í Mjóanesi. „Okkur hefur gengið vel sambúðin við sumarbústaðafólkið,“ tók eiginmaðurinn fram, Jóhann Jónsson. Brúsastaðir standa næst þjóðgarðinum en þar býr Ragnar Jónsson. „Það er nú alltaf rennerí hérna heim, sko. Af útlendingum.“ -Hvað vilja þeir hingað? „Þeir vilja tjalda,“ svaraði Ragnar bóndi og sagðist vísa þeim á þjóðgarðinn. Ragnar Jónsson, bóndi á Brúsastöðum.Stöð 2/Einar Árnason. Jafnvel þótt þú búir við fáfarnari hliðarveg, eins og þau á Heiðarbæ, ertu ekki laus við ónæðið. „Það er ekkert óalgengt að fólk keyri bara hérna inn á hlað svona og spóki um. Og það er ekkert einsdæmi bara hjá okkur,“ sagði Ólöf Björg Einarsdóttir, bóndi á Heiðarbæ eitt. Og þetta gerist allt árið og allan sólarhringinn. „Út af norðurljósunum, það er allan sólarhringinn umferð. Það er ekkert síður á nóttunni, eða um miðnætti,“ sagði Borghildur Guðmundsdóttir, ferðaþjónustubóndi á Heiðarási. Borghildur og Kolbeinn á Heiðarási.Stöð 2/Einar Árnason. „Og það fylgja þessu allskonar ævintýri líka. Fólk lendir eiginlega í fleiru en manni getur dottið í hug,“ sagði eiginmaður Borghildar, Kolbeinn Sveinbjörnsson, verktaki á Heiðarási. Já, það lendir líka á bændunum að bjarga þeim. „Þannig að við erum nú oft á ferðinni hérna á nóttunni og eitthvað að aðstoða.“ -Þannig að þið eruð í reddingum hérna? „Já, svolítið,“ svaraði Borghildur. „Það er svo sem allt í lagi ef maður gefur sig í það,“ sagði Kolbeinn. Fjallað var um samfélagið í Þingvallasveit í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. Næsti þáttur er um Grafning. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Um land allt Tengdar fréttir Þingvallasveit lýst sem afdalasveit í alfaraleið "Fyrir einhverjum áratugum þá var Þingvallasveit talin afdalasveit í alfaraleið af því að hún lokaðist á veturna, og mjög fáir á ferðinni, en mjög margir á sumrin." 9. febrúar 2020 09:45 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Því geta fylgt bæði kostir og ókostir að búa nálægt vinsælum ferðamannastað. Bændur í næsta nágrenni þjóðgarðsins á Þingvöllum upplifa það að fá ferðamenn reglulega heim á hlað og sumir þeirra vilja meira að segja tjalda. Þetta kom fram í þættinum Um land allt og í fréttum Stöðvar 2. Þjóðgarðurinn á Þingvöllum skapar vissulega störf fyrir fólkið í sveitinni, eins og fyrir þau í Mjóanesi, en það er fleira sem fylgir því að búa við gullna hringinn. Bændurnir í Mjóanesi, þau Rósa Jónsdóttir og Jóhann Jónsson.Stöð 2/Einar Árnason. „Það er svolítið mikið um það að það komi túristar. Ef þú lítur út um gluggann á morgnana þá eru kannski nokkrir Kínverjar úti á hlaði,“ sagði Rósa Bachmann Jónsdóttir, bóndi í Mjóanesi. „Okkur hefur gengið vel sambúðin við sumarbústaðafólkið,“ tók eiginmaðurinn fram, Jóhann Jónsson. Brúsastaðir standa næst þjóðgarðinum en þar býr Ragnar Jónsson. „Það er nú alltaf rennerí hérna heim, sko. Af útlendingum.“ -Hvað vilja þeir hingað? „Þeir vilja tjalda,“ svaraði Ragnar bóndi og sagðist vísa þeim á þjóðgarðinn. Ragnar Jónsson, bóndi á Brúsastöðum.Stöð 2/Einar Árnason. Jafnvel þótt þú búir við fáfarnari hliðarveg, eins og þau á Heiðarbæ, ertu ekki laus við ónæðið. „Það er ekkert óalgengt að fólk keyri bara hérna inn á hlað svona og spóki um. Og það er ekkert einsdæmi bara hjá okkur,“ sagði Ólöf Björg Einarsdóttir, bóndi á Heiðarbæ eitt. Og þetta gerist allt árið og allan sólarhringinn. „Út af norðurljósunum, það er allan sólarhringinn umferð. Það er ekkert síður á nóttunni, eða um miðnætti,“ sagði Borghildur Guðmundsdóttir, ferðaþjónustubóndi á Heiðarási. Borghildur og Kolbeinn á Heiðarási.Stöð 2/Einar Árnason. „Og það fylgja þessu allskonar ævintýri líka. Fólk lendir eiginlega í fleiru en manni getur dottið í hug,“ sagði eiginmaður Borghildar, Kolbeinn Sveinbjörnsson, verktaki á Heiðarási. Já, það lendir líka á bændunum að bjarga þeim. „Þannig að við erum nú oft á ferðinni hérna á nóttunni og eitthvað að aðstoða.“ -Þannig að þið eruð í reddingum hérna? „Já, svolítið,“ svaraði Borghildur. „Það er svo sem allt í lagi ef maður gefur sig í það,“ sagði Kolbeinn. Fjallað var um samfélagið í Þingvallasveit í þættinum Um land allt á Stöð 2 í kvöld. Næsti þáttur er um Grafning. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Landbúnaður Um land allt Tengdar fréttir Þingvallasveit lýst sem afdalasveit í alfaraleið "Fyrir einhverjum áratugum þá var Þingvallasveit talin afdalasveit í alfaraleið af því að hún lokaðist á veturna, og mjög fáir á ferðinni, en mjög margir á sumrin." 9. febrúar 2020 09:45 Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Sjá meira
Þingvallasveit lýst sem afdalasveit í alfaraleið "Fyrir einhverjum áratugum þá var Þingvallasveit talin afdalasveit í alfaraleið af því að hún lokaðist á veturna, og mjög fáir á ferðinni, en mjög margir á sumrin." 9. febrúar 2020 09:45