Tungufljót hjá Fishpartner Karl Lúðvíksson skrifar 11. febrúar 2020 08:24 Það liggja vænir sjóbirtingar í Tungufljóti Mynd: Fish Partner Fishpartner hefur stækkað mikið á undanförnum árum og í dag er úrvalið sem þeir bjóða uppá af leyfum til dæmis í silung eitt það besta sem er í boði. Af svæðum sem félagið býður uppá má til dæmis nefna Köldukvísl, Svörtukletta, Villingavatn, Villingavatnsárós, Tngná, Gljúfurá í Húnavatnssýslu, Árbót, Kvíslaveitur og Sporðöldulón bara svo nokkur séu nefnd. Félagið var að bæta í safnið einu besta sjóbirtingssvæði landsins en það er hin fornfræga sjóbirtingsá Tungufljót í Skaftártungu. Án efa ein allra besta sjóbirtingsá landsins. Í fljótinu hafa veiðst margir gríðarstórir birtingar síðastliðin ár og hafa sumir þeirra verið vel yfir tuttugu pundin. Einnig veiðist þar slangur af laxi og stöku bleikja. Eingöngu verður veitt á flugu og skylt verður að sleppa öllum veiddum fiski. Rúmgott veiðihús fylgir ánni sem er með fjórum tveggja manna herbergjum og tveimur baðherbergum. Húsið verður endurbætt að innan sem að utan fyrir komandi vertíð, þannig að vel ætti að fara um menn þar á komandi árum. Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Sandá merkt í bak og fyrir Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði Mikil ásókn í Hítará en minna sótt um Norðurá Veiði
Fishpartner hefur stækkað mikið á undanförnum árum og í dag er úrvalið sem þeir bjóða uppá af leyfum til dæmis í silung eitt það besta sem er í boði. Af svæðum sem félagið býður uppá má til dæmis nefna Köldukvísl, Svörtukletta, Villingavatn, Villingavatnsárós, Tngná, Gljúfurá í Húnavatnssýslu, Árbót, Kvíslaveitur og Sporðöldulón bara svo nokkur séu nefnd. Félagið var að bæta í safnið einu besta sjóbirtingssvæði landsins en það er hin fornfræga sjóbirtingsá Tungufljót í Skaftártungu. Án efa ein allra besta sjóbirtingsá landsins. Í fljótinu hafa veiðst margir gríðarstórir birtingar síðastliðin ár og hafa sumir þeirra verið vel yfir tuttugu pundin. Einnig veiðist þar slangur af laxi og stöku bleikja. Eingöngu verður veitt á flugu og skylt verður að sleppa öllum veiddum fiski. Rúmgott veiðihús fylgir ánni sem er með fjórum tveggja manna herbergjum og tveimur baðherbergum. Húsið verður endurbætt að innan sem að utan fyrir komandi vertíð, þannig að vel ætti að fara um menn þar á komandi árum.
Stangveiði Mest lesið Flugufréttir og Veiðivon fagna veiðisumrinu næsta föstudag Veiði Verður að gæda við Rio Grande til vors Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Góður lokasprettur í Jöklu Veiði Dýrasti dagurinn á 450.000 í Laxá í Ásum? Veiði Sandá merkt í bak og fyrir Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Gömul en fyndin saga af ungum veiðiþjófum Veiði Víðidalsá komin í 25 laxa og áinn í góðu vatni Veiði Mikil ásókn í Hítará en minna sótt um Norðurá Veiði