Hömlulausi forsetinn: Engin bönd halda Trump lengur Samúel Karl Ólason skrifar 11. febrúar 2020 16:15 Forsetinn hefur haldið því fram að ákæruferlið hafi verið ólögmætt og "gabb“ og hefur hann sömuleiðis heitið hefndum vegna þess. AP/Evan Vucci Það eru engar hömlur lengur á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Í kjölfar þess að hann var sýknaður af ákærum vegna meintra embættisbrota hefur hann gengið hart fram gegn óvinum sínum, raunverulegum og ímynduðum. Þeir sem stóðu upp í hárinu á forsetanum til að byrja með hafa að miklu leyti yfirgefið sviðið og Repúblikanaflokkinn. Nokkrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins, sem greiddu atkvæði með sýknu í réttarhöldum yfir forsetanum vegna embættisbrota, gagnrýndu forsetann fyrir að þrýsta á forseta Úkraínu um að rannsaka pólitískan andstæðing sinn en sögðu það ekki tilefni til að víkja honum úr embætti og vonuðust þeir til þess að Trump hefði lært sína lexíu. Við fyrstu sýn eru engin ummerki þess að svo sé. Gagnrýnendur forsetans segja Repúblikana hafa gefið Trump skýr skilaboð. Hann geti gert það sem honum sýnist í starfi sínu sem forseti. Forsetinn hefur haldið því fram að ákæruferlið hafi verið ólögmætt og „gabb“. Hann hefur jafnframt heitið hefndum vegna þess. Trump hefur rekið tvo embættismenn sem báru vitni gegn honum. Þar er um að ræða þá Alexander Vindman, ofursta í Bandaríkjaher, sem stafaði í Þjóðaröryggisráði Hvíta hússins og Gordon Sondland, sem skipaður var af Trump í embætti sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu. Þar að auki lét Trump reka tvíburabróðir Vindman, sem starfaði sem lögmaður innan Þjóðaröryggisráðsins. Yevgeny Vindman, sem er einnig ofursti í her Bandaríkjanna, kom ekkert að ákærunum gegn Trump en var samt einnig fylgt úr Hvíta húsinu af öryggisvörðum á föstudaginn. Hann hefur enn ekki fengið útskýringu á því af hverju honum var vikið úr starfi sínu. ....was given a horrendous report by his superior, the man he reported to, who publicly stated that Vindman had problems with judgement, adhering to the chain of command and leaking information. In other words, “OUT”.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 8, 2020 Bæði Sondland og Vindman var stefnt af þinginu og gert að mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna. Meðal annars sagði Sondland að hann hefði framfylgt skipunum Trump um að beita Úkraínumenn þrýstingi til að fá þá til að hefja rannsóknir sem sneru að Joe Biden. Vindman var einn þeirra sem hlustaði á umdeilt símtal Trump og Volodýmyr Zelenskíj, forseta Úkraínu, og sagði hann þingmönnum að kröfur Trump væru ekki við hæfi. Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins reyndu að koma í veg fyrir að Sondland yrði rekinn og óttuðust þeir að það liti illa út. Trump hunsaði þingmennina og rak Sondland samt. Í fyrstu var Sondland beðinn um að segja af sér, samkvæmt New York Times, en hann neitaði og sagði að hann yrði að vera rekinn. Annað fórnarlamb Trump og bandamanna hans er Repúblikaninn Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður frá Utah. Hann var eini þingmaður Repúblikanaflokksins sem greiddi atkvæði með því að sakfella Trump. Forsetinn hefur margsinnis tíst um Romney á síðustu dögum og dreift tístum annarra til fylgjenda sinna. Öll eiga tístin það sameiginlegt að vera neikvæð í garð þingmannsins og hafa Trump-liðar varið miklum tíma í að reyna að tengja Romney við Úkraínu og saka hann um spillingu. Fjölmargir hafa krafist þess að Romney verði vikið úr Repúblikanaflokknum. Sjá einnig: Krefjast þess að Romney verði vikið úr Repúblikanaflokknum Trump fundaði með ríkisstjórum Bandaríkjanna um helgina. Þegar Gary Herbert, ríkisstjóri Utah, heimaríkis Romney, ætlaði að spyrja Trump spurningar greip forsetinn fram í fyrir honum og sagði: „Hvernig hefur Mitt Romney það? Þið megið eiga hann. Við viljum hann ekki.“ Svo greip hann aftur fram í fyrir Herbert og sagði hann standa sig vel. As Utah Gov. Gary Herbert prepares to ask a question at a White House event, President Trump asks, “How’s Mitt Romney? Keep him. We don’t want him.” Sen. Mitt Romney is the only Republican to vote to impeach Trump on abuse of power in the Senate trial. https://t.co/fQQ3nofHkkpic.twitter.com/ZDtcvp1y3G— This Week (@ThisWeekABC) February 10, 2020 Á sunnudaginn gekk einn af mikilvægustu mönnum Repúblikanaflokksins svo langt að segja að ekki væri hægt að tryggja öryggi Romney á CPAC, stærstu ráðstefnu íhaldsmanna í Bandaríkjunum sem haldin er síðar í þessum mánuði. Matt Schlapp, formaður Bandalags bandarískra íhaldsmanna, tísti um Romney í síðasta mánuði, eftir að þingmaðurinn sagðist vilja vitni í réttarhöldin gegn Trump, og sagði að hér með væri honum ekki lengur boðið á ráðstefnuna. Hann ítrekaði það í sjónvarpsviðtali á sunnudaginn og sagði að Romney gæti komið á ráðstefnuna á eigin vegum einhvern tímann í framtíðinni. Nú væri hins vegar ekki hægt að tryggja öryggi hans. Hér að neðan má sjá ummæli Schlapp um Romney og viðbrögð Joe Manchin, öldungadeildarþingmanns Demókrataflokksins, sem hefur einnig orðið fyrir barðinu á Trump síðustu daga. Nánar um það fyrir neðan myndbandið. Democratic Sen. Joe Manchin on CPAC Chairman Matt Schlapp's comment about Sen. Mitt Romney's "physical safety" if he attended the conservative conference: "I have not met a more honorable person than Mitt Romney. ... It's hard to believe that we have stooped this low" pic.twitter.com/RSrDtq6Qrl— CNN Politics (@CNNPolitics) February 10, 2020 Joe Manchin er þingmaður frá Vestur-Virginíu og þótti hann um tíma líklegur til að greiða atkvæði gegn því að sakfella Trump. Í rauninni hefur hann ítrekað greitt atkvæði með Repúblikönum í öldungadeildinni og hefur unnið náið með þeim. Eftir að hann greiddi atkvæði gegn Trump hefur forsetinn gengið hart fram gegn Manchin. Meðal annars hefur Trump kallað Manchin „veikgeðja og lágkúrulegan“. Forsetinn gaf honum þar að auki viðurnefnið „Joe Munchkin“ og sagði hann of heimskan til að skilja endurrit af símtali Trump og Zelenskíj sem forsetinn hefur ítrekað lýst sem „fullkomnu“ þrátt fyrir að það sýni fram á að hann þrýsti á úkraínska forsetann að rannsaka Biden. Þar að auki hefur Trump eignað sér heiðurinn af einu mikilvægasta frumvarpi Manchin sem snýr að lífeyri námuverkamanna. Manchin svaraði þó fyrir sig í gær og sagðist Trump haga sér eins og smákrakki. Hann svaraði einnig varðandi viðurnefnið sem Trump gaf honum og ýjaði að því að forsetinn væri feitur. „Munchkin þýðir að þú sért lítill, er það ekki?“ sagði Manchin. „Ég er stærri en hann, en auðvitað er hann yfir mér í þyngd.“ Manchin sagði Trump um 13 til 18 kílóum þyngri enn hann. „Ég er langt frá því að vera veikgeðja og lágkúrulegur og ég er langt frá því að vera „munchkin“.“ Þá sagðist Manchin enn óska Trump velfarnaðar í starfi. Trump-flokkurinn Það er óhætt að segja að Repúblikanaflokkurinn hafi tekið stakkaskiptum á þeim þremur árum sem Trump hefur setið í Hvíta húsinu. Í upphafi reyndu forsvarsmenn flokksins ítrekað að standa í hárinu á forsetanum og þykir fullvíst að Trump hefði fyrir nokkrum árum verið gagnrýndur fyrir hegðun sína síðustu daga. Hans helstu gagnrýnendur á þingi, eins og Jeff Flake og Bob Corker, eru hættir störfum og harðir stuðningsmenn Trump hafa tekið við af þeim. Þá er ekki útlit fyrir að Trump hafi látið af viðleitni sinni til að reyna að fá erlenda aðila til að rannsaka pólitíska andstæðinga sína, þvert á móti. Til marks um það hefur Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna opnað sérstaka samskiptalínu fyrir Rudy Giuliani, einkalögmann Trump, og upplýsingar frá honum varðandi Úkraínu og Joe Biden og son hans. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttaskýringar Tengdar fréttir Lífverðir forsetans eyða fúlgum fjár í klúbbum hans og hótelum Svo virðist sem að fyrirtæki forsetans rukki ríkið meira en aðra sem leigja herbergi og hús. 7. febrúar 2020 14:28 Sondland einnig vikið úr starfi Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, Gordon Sondland, hefur verið tjáð að honum verði vikið úr embætti af Donald Trump, Bandaríkjaforseta. 8. febrúar 2020 08:59 Vikið úr starfi sínu í Hvíta húsinu eftir að hafa borið vitni gegn Trump Alexander Vindman, ofursta hjá her Bandaríkjanna, hefur verið vikið úr starfi sínu í Þjóðaröryggisráði Hvíta hússins og var honum fylgt þaðan út af öryggisvörðum í dag. 7. febrúar 2020 22:57 Vill enn fá milljarða til að reisa múr Fjárlagahalli Bandaríkjanna hefur aukist til muna á undanförnum árum og þykir líklegt að sú þróun haldi áfram. 9. febrúar 2020 22:30 Hrósaði sigri og fordæmdi Demókrata og Mitt Romney Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var sigri hrósandi í dag þegar hann ávarpaði þjóð sína í fyrsta sinn eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings sýknaði hann af tveimur ákærum um embættisbrot í gær. 6. febrúar 2020 19:15 Krefjast þess að Romney verði vikið úr Repúblikanaflokknum Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, var eini Repúblikaninn sem greiddi atkvæði með sakfellingu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á þinginu í gær. Bandamenn forsetans hafa gengið hart fram gegn Romney. 6. febrúar 2020 10:38 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Það eru engar hömlur lengur á Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Í kjölfar þess að hann var sýknaður af ákærum vegna meintra embættisbrota hefur hann gengið hart fram gegn óvinum sínum, raunverulegum og ímynduðum. Þeir sem stóðu upp í hárinu á forsetanum til að byrja með hafa að miklu leyti yfirgefið sviðið og Repúblikanaflokkinn. Nokkrir öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins, sem greiddu atkvæði með sýknu í réttarhöldum yfir forsetanum vegna embættisbrota, gagnrýndu forsetann fyrir að þrýsta á forseta Úkraínu um að rannsaka pólitískan andstæðing sinn en sögðu það ekki tilefni til að víkja honum úr embætti og vonuðust þeir til þess að Trump hefði lært sína lexíu. Við fyrstu sýn eru engin ummerki þess að svo sé. Gagnrýnendur forsetans segja Repúblikana hafa gefið Trump skýr skilaboð. Hann geti gert það sem honum sýnist í starfi sínu sem forseti. Forsetinn hefur haldið því fram að ákæruferlið hafi verið ólögmætt og „gabb“. Hann hefur jafnframt heitið hefndum vegna þess. Trump hefur rekið tvo embættismenn sem báru vitni gegn honum. Þar er um að ræða þá Alexander Vindman, ofursta í Bandaríkjaher, sem stafaði í Þjóðaröryggisráði Hvíta hússins og Gordon Sondland, sem skipaður var af Trump í embætti sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu. Þar að auki lét Trump reka tvíburabróðir Vindman, sem starfaði sem lögmaður innan Þjóðaröryggisráðsins. Yevgeny Vindman, sem er einnig ofursti í her Bandaríkjanna, kom ekkert að ákærunum gegn Trump en var samt einnig fylgt úr Hvíta húsinu af öryggisvörðum á föstudaginn. Hann hefur enn ekki fengið útskýringu á því af hverju honum var vikið úr starfi sínu. ....was given a horrendous report by his superior, the man he reported to, who publicly stated that Vindman had problems with judgement, adhering to the chain of command and leaking information. In other words, “OUT”.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 8, 2020 Bæði Sondland og Vindman var stefnt af þinginu og gert að mæta fyrir þingnefnd og svara spurningum þingmanna. Meðal annars sagði Sondland að hann hefði framfylgt skipunum Trump um að beita Úkraínumenn þrýstingi til að fá þá til að hefja rannsóknir sem sneru að Joe Biden. Vindman var einn þeirra sem hlustaði á umdeilt símtal Trump og Volodýmyr Zelenskíj, forseta Úkraínu, og sagði hann þingmönnum að kröfur Trump væru ekki við hæfi. Öldungadeildarþingmenn Repúblikanaflokksins reyndu að koma í veg fyrir að Sondland yrði rekinn og óttuðust þeir að það liti illa út. Trump hunsaði þingmennina og rak Sondland samt. Í fyrstu var Sondland beðinn um að segja af sér, samkvæmt New York Times, en hann neitaði og sagði að hann yrði að vera rekinn. Annað fórnarlamb Trump og bandamanna hans er Repúblikaninn Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður frá Utah. Hann var eini þingmaður Repúblikanaflokksins sem greiddi atkvæði með því að sakfella Trump. Forsetinn hefur margsinnis tíst um Romney á síðustu dögum og dreift tístum annarra til fylgjenda sinna. Öll eiga tístin það sameiginlegt að vera neikvæð í garð þingmannsins og hafa Trump-liðar varið miklum tíma í að reyna að tengja Romney við Úkraínu og saka hann um spillingu. Fjölmargir hafa krafist þess að Romney verði vikið úr Repúblikanaflokknum. Sjá einnig: Krefjast þess að Romney verði vikið úr Repúblikanaflokknum Trump fundaði með ríkisstjórum Bandaríkjanna um helgina. Þegar Gary Herbert, ríkisstjóri Utah, heimaríkis Romney, ætlaði að spyrja Trump spurningar greip forsetinn fram í fyrir honum og sagði: „Hvernig hefur Mitt Romney það? Þið megið eiga hann. Við viljum hann ekki.“ Svo greip hann aftur fram í fyrir Herbert og sagði hann standa sig vel. As Utah Gov. Gary Herbert prepares to ask a question at a White House event, President Trump asks, “How’s Mitt Romney? Keep him. We don’t want him.” Sen. Mitt Romney is the only Republican to vote to impeach Trump on abuse of power in the Senate trial. https://t.co/fQQ3nofHkkpic.twitter.com/ZDtcvp1y3G— This Week (@ThisWeekABC) February 10, 2020 Á sunnudaginn gekk einn af mikilvægustu mönnum Repúblikanaflokksins svo langt að segja að ekki væri hægt að tryggja öryggi Romney á CPAC, stærstu ráðstefnu íhaldsmanna í Bandaríkjunum sem haldin er síðar í þessum mánuði. Matt Schlapp, formaður Bandalags bandarískra íhaldsmanna, tísti um Romney í síðasta mánuði, eftir að þingmaðurinn sagðist vilja vitni í réttarhöldin gegn Trump, og sagði að hér með væri honum ekki lengur boðið á ráðstefnuna. Hann ítrekaði það í sjónvarpsviðtali á sunnudaginn og sagði að Romney gæti komið á ráðstefnuna á eigin vegum einhvern tímann í framtíðinni. Nú væri hins vegar ekki hægt að tryggja öryggi hans. Hér að neðan má sjá ummæli Schlapp um Romney og viðbrögð Joe Manchin, öldungadeildarþingmanns Demókrataflokksins, sem hefur einnig orðið fyrir barðinu á Trump síðustu daga. Nánar um það fyrir neðan myndbandið. Democratic Sen. Joe Manchin on CPAC Chairman Matt Schlapp's comment about Sen. Mitt Romney's "physical safety" if he attended the conservative conference: "I have not met a more honorable person than Mitt Romney. ... It's hard to believe that we have stooped this low" pic.twitter.com/RSrDtq6Qrl— CNN Politics (@CNNPolitics) February 10, 2020 Joe Manchin er þingmaður frá Vestur-Virginíu og þótti hann um tíma líklegur til að greiða atkvæði gegn því að sakfella Trump. Í rauninni hefur hann ítrekað greitt atkvæði með Repúblikönum í öldungadeildinni og hefur unnið náið með þeim. Eftir að hann greiddi atkvæði gegn Trump hefur forsetinn gengið hart fram gegn Manchin. Meðal annars hefur Trump kallað Manchin „veikgeðja og lágkúrulegan“. Forsetinn gaf honum þar að auki viðurnefnið „Joe Munchkin“ og sagði hann of heimskan til að skilja endurrit af símtali Trump og Zelenskíj sem forsetinn hefur ítrekað lýst sem „fullkomnu“ þrátt fyrir að það sýni fram á að hann þrýsti á úkraínska forsetann að rannsaka Biden. Þar að auki hefur Trump eignað sér heiðurinn af einu mikilvægasta frumvarpi Manchin sem snýr að lífeyri námuverkamanna. Manchin svaraði þó fyrir sig í gær og sagðist Trump haga sér eins og smákrakki. Hann svaraði einnig varðandi viðurnefnið sem Trump gaf honum og ýjaði að því að forsetinn væri feitur. „Munchkin þýðir að þú sért lítill, er það ekki?“ sagði Manchin. „Ég er stærri en hann, en auðvitað er hann yfir mér í þyngd.“ Manchin sagði Trump um 13 til 18 kílóum þyngri enn hann. „Ég er langt frá því að vera veikgeðja og lágkúrulegur og ég er langt frá því að vera „munchkin“.“ Þá sagðist Manchin enn óska Trump velfarnaðar í starfi. Trump-flokkurinn Það er óhætt að segja að Repúblikanaflokkurinn hafi tekið stakkaskiptum á þeim þremur árum sem Trump hefur setið í Hvíta húsinu. Í upphafi reyndu forsvarsmenn flokksins ítrekað að standa í hárinu á forsetanum og þykir fullvíst að Trump hefði fyrir nokkrum árum verið gagnrýndur fyrir hegðun sína síðustu daga. Hans helstu gagnrýnendur á þingi, eins og Jeff Flake og Bob Corker, eru hættir störfum og harðir stuðningsmenn Trump hafa tekið við af þeim. Þá er ekki útlit fyrir að Trump hafi látið af viðleitni sinni til að reyna að fá erlenda aðila til að rannsaka pólitíska andstæðinga sína, þvert á móti. Til marks um það hefur Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna opnað sérstaka samskiptalínu fyrir Rudy Giuliani, einkalögmann Trump, og upplýsingar frá honum varðandi Úkraínu og Joe Biden og son hans.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Fréttaskýringar Tengdar fréttir Lífverðir forsetans eyða fúlgum fjár í klúbbum hans og hótelum Svo virðist sem að fyrirtæki forsetans rukki ríkið meira en aðra sem leigja herbergi og hús. 7. febrúar 2020 14:28 Sondland einnig vikið úr starfi Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, Gordon Sondland, hefur verið tjáð að honum verði vikið úr embætti af Donald Trump, Bandaríkjaforseta. 8. febrúar 2020 08:59 Vikið úr starfi sínu í Hvíta húsinu eftir að hafa borið vitni gegn Trump Alexander Vindman, ofursta hjá her Bandaríkjanna, hefur verið vikið úr starfi sínu í Þjóðaröryggisráði Hvíta hússins og var honum fylgt þaðan út af öryggisvörðum í dag. 7. febrúar 2020 22:57 Vill enn fá milljarða til að reisa múr Fjárlagahalli Bandaríkjanna hefur aukist til muna á undanförnum árum og þykir líklegt að sú þróun haldi áfram. 9. febrúar 2020 22:30 Hrósaði sigri og fordæmdi Demókrata og Mitt Romney Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var sigri hrósandi í dag þegar hann ávarpaði þjóð sína í fyrsta sinn eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings sýknaði hann af tveimur ákærum um embættisbrot í gær. 6. febrúar 2020 19:15 Krefjast þess að Romney verði vikið úr Repúblikanaflokknum Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, var eini Repúblikaninn sem greiddi atkvæði með sakfellingu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á þinginu í gær. Bandamenn forsetans hafa gengið hart fram gegn Romney. 6. febrúar 2020 10:38 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Sjá meira
Lífverðir forsetans eyða fúlgum fjár í klúbbum hans og hótelum Svo virðist sem að fyrirtæki forsetans rukki ríkið meira en aðra sem leigja herbergi og hús. 7. febrúar 2020 14:28
Sondland einnig vikið úr starfi Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, Gordon Sondland, hefur verið tjáð að honum verði vikið úr embætti af Donald Trump, Bandaríkjaforseta. 8. febrúar 2020 08:59
Vikið úr starfi sínu í Hvíta húsinu eftir að hafa borið vitni gegn Trump Alexander Vindman, ofursta hjá her Bandaríkjanna, hefur verið vikið úr starfi sínu í Þjóðaröryggisráði Hvíta hússins og var honum fylgt þaðan út af öryggisvörðum í dag. 7. febrúar 2020 22:57
Vill enn fá milljarða til að reisa múr Fjárlagahalli Bandaríkjanna hefur aukist til muna á undanförnum árum og þykir líklegt að sú þróun haldi áfram. 9. febrúar 2020 22:30
Hrósaði sigri og fordæmdi Demókrata og Mitt Romney Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var sigri hrósandi í dag þegar hann ávarpaði þjóð sína í fyrsta sinn eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings sýknaði hann af tveimur ákærum um embættisbrot í gær. 6. febrúar 2020 19:15
Krefjast þess að Romney verði vikið úr Repúblikanaflokknum Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins, var eini Repúblikaninn sem greiddi atkvæði með sakfellingu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á þinginu í gær. Bandamenn forsetans hafa gengið hart fram gegn Romney. 6. febrúar 2020 10:38