Arnþrúður dæmd til að greiða Reyni 300 þúsund krónur Jakob Bjarnar skrifar 11. febrúar 2020 11:40 Arnþrúður þarf að greiða Reyni 300 þúsund krónur í miskabætur en auk þess málsvarnarlaun lögmanns hans upp á 1,1 milljón króna. Dómur féll í meiðyrðamáli Reynis Traustasonar blaðamanns og fyrrverandi ritstjóra gegn Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra á Útvarpi Sögu nú rétt í þessu. Hafði Reynir betur í málinu og þarf Arnþrúður að greiða Reyni 300 þúsund krónur í miskabætur auk þess að reiða fram 1,1 milljón króna í málsvarnarlaun lögmanns Reynis. Reynir fór fram á að þrenn ummæli sem Arnþrúður hafði látið falla í útvarpsþætti á útvarpsstöð sinni yrðu dæmd dauð og ómerk auk þess sem hann gerði kröfu um 1,5 milljón í miskabætur. Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari kvað upp dóminn en málið var flutt í janúar. Lögmaður Arnþrúðar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sagði meðal annars við það tækifæri að Reynir hefði engin efni á að vera þetta hörundsár, þá með vísan til þess að Reynir hafi marga fjöruna sopið á sínum litríka ferli sem blaðamaður. Og hefði verið kærður mörgum sinnum vegna skrifa sinna. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gætti hagsmuna Arnþrúðar Karlsdóttur í málinu.Vísir/Vilhelm Reynir benti á móti á að hann hafi aldrei verið fundinn sekur um meiðyrði í þeim tilfellum. Ljóst mátti vera að engir sérstakir kærleikar eru með þeim Reyni og Vilhjálmi og þurfti dómarinn að grípa inní og sagði að þetta væri orðið heldur persónulegt. Í máli lögmanns Reynis, Gunnars Inga Jóhannssonar, kom hins vegar fram að Reynir hafi orðið fyrir ónæði og aðkasti vegna hinna ósönnu og sérlega ósmekklegu ummæla. Arnþrúður var dæmd fyrir tvenn ummæli af þremur, þeim tveimur fyrri hér að neðan: „Sjáðu bara eins og […] stjórnarformann Stundarinnar, Reyni Traustason. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á á samviskunni? Bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar.“ Og: „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á á á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“ Og svo: „Hvað heldurðu að séu margir, sem eru búnir að gráta úr sér augun yfir lygunum í þeim?“ Gunnar Ingi Jóhannsson hefur marga fjöruna sopið í meiðyrðamálum. Yfirleitt þó sem verjandi blaðamanna sem sótt er að.Vísir/Vilhelm Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Reynis, segir um fullnaðarsigur að ræða. Hann er reynslumikill þegar kemur að meiðyrðamálum og staðið vaktina í mörgum slíkum í dómssal. „Já, ég hef rekið mörg svona mál og yfirleitt varnarmegin. Mér er annt um tjáningarfrelsið en þetta er svo gróf misnotkun á því að það getur enginn setið undir slíkum ummælum sem voru algjörlega tilefnislaus.“ Í niðurstöðu dómsins segir að menn eigi ekki að þurfa að þola það að vera opinberlega bornir sökum um alvarlega ámælisverða háttsemi án þess að nokkuð búi þar að baki. Reynir krafðist þess að Arnþrúður þyrfti að birta niðurstöðu dómsins á heimasíðu Útvarps Sögu en dómurinn féllst ekki á það. Dóminn í heild má lesa hér. Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Neitar að sitja undir því að mega heita morðingi og raðfréttafalsari Aðalmeðferð í máli Reynis Traustasonar á hendur Arnþrúði Karlsdóttur í vikunni. 21. janúar 2020 15:25 Ærumeiðingamál Reynis gegn Arnþrúði tekið fyrir Greint var frá því í desember á síðasta ári að Reynir hygðist leita réttar síns vegna ummæla sem hún lét falla í símatíma á stöðinni. 13. nóvember 2019 06:15 Vilhjálmur segir Reyni engin efni hafa á því að vera hörundsár Aðameðferð í máli Reynis Traustasonar gegn Arnþrúði Karlsdóttur. 23. janúar 2020 10:35 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Dómur féll í meiðyrðamáli Reynis Traustasonar blaðamanns og fyrrverandi ritstjóra gegn Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra á Útvarpi Sögu nú rétt í þessu. Hafði Reynir betur í málinu og þarf Arnþrúður að greiða Reyni 300 þúsund krónur í miskabætur auk þess að reiða fram 1,1 milljón króna í málsvarnarlaun lögmanns Reynis. Reynir fór fram á að þrenn ummæli sem Arnþrúður hafði látið falla í útvarpsþætti á útvarpsstöð sinni yrðu dæmd dauð og ómerk auk þess sem hann gerði kröfu um 1,5 milljón í miskabætur. Ragnheiður Snorradóttir héraðsdómari kvað upp dóminn en málið var flutt í janúar. Lögmaður Arnþrúðar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, sagði meðal annars við það tækifæri að Reynir hefði engin efni á að vera þetta hörundsár, þá með vísan til þess að Reynir hafi marga fjöruna sopið á sínum litríka ferli sem blaðamaður. Og hefði verið kærður mörgum sinnum vegna skrifa sinna. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson gætti hagsmuna Arnþrúðar Karlsdóttur í málinu.Vísir/Vilhelm Reynir benti á móti á að hann hafi aldrei verið fundinn sekur um meiðyrði í þeim tilfellum. Ljóst mátti vera að engir sérstakir kærleikar eru með þeim Reyni og Vilhjálmi og þurfti dómarinn að grípa inní og sagði að þetta væri orðið heldur persónulegt. Í máli lögmanns Reynis, Gunnars Inga Jóhannssonar, kom hins vegar fram að Reynir hafi orðið fyrir ónæði og aðkasti vegna hinna ósönnu og sérlega ósmekklegu ummæla. Arnþrúður var dæmd fyrir tvenn ummæli af þremur, þeim tveimur fyrri hér að neðan: „Sjáðu bara eins og […] stjórnarformann Stundarinnar, Reyni Traustason. Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf og fjölskylduhamingju á á samviskunni? Bæði frá því sem ritstjóri DV og ritstjóri Stundarinnar og þá stjórnarformaður Stundarinnar.“ Og: „Hvað heldurðu að hann hafi mörg mannslíf á á á samviskunni þar sem hann hefur lagt heilu fjölskyldurnar og fólk í rúst út af athugasemdakerfum sem hann lét með lygafréttum sem að eru framleiddar?“ Og svo: „Hvað heldurðu að séu margir, sem eru búnir að gráta úr sér augun yfir lygunum í þeim?“ Gunnar Ingi Jóhannsson hefur marga fjöruna sopið í meiðyrðamálum. Yfirleitt þó sem verjandi blaðamanna sem sótt er að.Vísir/Vilhelm Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður Reynis, segir um fullnaðarsigur að ræða. Hann er reynslumikill þegar kemur að meiðyrðamálum og staðið vaktina í mörgum slíkum í dómssal. „Já, ég hef rekið mörg svona mál og yfirleitt varnarmegin. Mér er annt um tjáningarfrelsið en þetta er svo gróf misnotkun á því að það getur enginn setið undir slíkum ummælum sem voru algjörlega tilefnislaus.“ Í niðurstöðu dómsins segir að menn eigi ekki að þurfa að þola það að vera opinberlega bornir sökum um alvarlega ámælisverða háttsemi án þess að nokkuð búi þar að baki. Reynir krafðist þess að Arnþrúður þyrfti að birta niðurstöðu dómsins á heimasíðu Útvarps Sögu en dómurinn féllst ekki á það. Dóminn í heild má lesa hér.
Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Neitar að sitja undir því að mega heita morðingi og raðfréttafalsari Aðalmeðferð í máli Reynis Traustasonar á hendur Arnþrúði Karlsdóttur í vikunni. 21. janúar 2020 15:25 Ærumeiðingamál Reynis gegn Arnþrúði tekið fyrir Greint var frá því í desember á síðasta ári að Reynir hygðist leita réttar síns vegna ummæla sem hún lét falla í símatíma á stöðinni. 13. nóvember 2019 06:15 Vilhjálmur segir Reyni engin efni hafa á því að vera hörundsár Aðameðferð í máli Reynis Traustasonar gegn Arnþrúði Karlsdóttur. 23. janúar 2020 10:35 Mest lesið Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Innlent Fleiri fréttir Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sjá meira
Neitar að sitja undir því að mega heita morðingi og raðfréttafalsari Aðalmeðferð í máli Reynis Traustasonar á hendur Arnþrúði Karlsdóttur í vikunni. 21. janúar 2020 15:25
Ærumeiðingamál Reynis gegn Arnþrúði tekið fyrir Greint var frá því í desember á síðasta ári að Reynir hygðist leita réttar síns vegna ummæla sem hún lét falla í símatíma á stöðinni. 13. nóvember 2019 06:15
Vilhjálmur segir Reyni engin efni hafa á því að vera hörundsár Aðameðferð í máli Reynis Traustasonar gegn Arnþrúði Karlsdóttur. 23. janúar 2020 10:35