Rúnar Alex aðalmarkvörður Dijon á ný | Byrjar brösulega Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. febrúar 2020 19:30 Rúnar Alex í leik gegn PSG á síðustu leiktíð. Vísir/Getty Rúnar Alex Rúnarsson, einn markvarða íslenska landsliðsins, hefur mátt þola mikla bekkjarsetu á leiktíðinni en hann er leikmaður Dijon í Frakklandi. Staða hans hefur hins vegar breyst og reikna má með að hann leiki alla leiki liðsins sem eftir eru á leiktíðinni. Þannig er mál með vexti að Alfred Gomis, sem hefur varið mark Dijon í flest öllum leikjum liðsins á leiktíðinni, meiddist illa á hné í 3-3 jafntefli liðsins gegn Nantes á dögunum. Nánari skoðun leiddi í ljós að liðbönd í hné væru sködduð hjá Gomis og hann því frá næstu mánuði. Þetta kom fram á vefsíðu Dijon fyrr í dag. Í kvöld var Rúnar Alex svo í byrjunarliðinu gegn stórliði PSG í 8-liða úrslitum franska bikarsins en þar mátti Dijon sín lítils og tapaði 6-1. PSG komst yfir með sjálfsmarki strax á 1. mínútu en Kylian Mbappé, Thiago Silva og Pablo Sarabia (2) skoruðu einnig framhjá Rúnari Alex auk þess sem Dijon gerði annað sjálfsmark undir lokin. Í leiknum við Nantes um helgina kom Rúnar Alex inn af varamannabekknum í hálfleik í kjölfar meiðsla Gomis, og var staðan þá 2-2. Dijon komst svo í 3-2 undir lok venjulegs leiktíma en Nantes jafnaði metin í uppbótartíma. Mark sem Rúnar vill eflaust gleyma sem fyrst en það má sjá hér að neðan. Markið kemur eftir tvær mínútur og 40 sekúndur. Rúnar Alex gekk í raðir Dijon frá danska félaginu Nordsjælland fyrir síðustu leiktíð. Var hann aðalmarkvörður liðsins þá og lék alls 26 leiki í frönsku úrvalsdeildinni. Síðasta sumar gekk Senegalinn Alfred Gomis til liðs við félagið frá SPAL á Ítalíu og tók í kjölfarið stöðuna í byrjunarliði Dijon. Hann hefur spilað 19 deildarleiki liðsins á tímabilinu á meðan Rúnar hefur aðeins leikið fimm. Það mun þó breytast í kjölfar meiðsla Gomis. Alls eru 14 leikir eftir í frönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og reikna má með að Rúnar spili þá alla þar sem félagaskiptaglugginn er lokaður og Dijon getur því ekki fengið nýjan markvörð inn. Dijon er í hatrammri fallbaráttu, líkt og í fyrra þar sem liðið hélt sér uppi eftir umspil eftir leiki heima og að heiman gegn Lens. Sem stendur er Dijon í 17. sæti, aðeins einu stigi fyrir ofan Nimes sem situr í 18. sætinu eða umspilssætinu svokallaða. Franski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Rúnar Alex Rúnarsson, einn markvarða íslenska landsliðsins, hefur mátt þola mikla bekkjarsetu á leiktíðinni en hann er leikmaður Dijon í Frakklandi. Staða hans hefur hins vegar breyst og reikna má með að hann leiki alla leiki liðsins sem eftir eru á leiktíðinni. Þannig er mál með vexti að Alfred Gomis, sem hefur varið mark Dijon í flest öllum leikjum liðsins á leiktíðinni, meiddist illa á hné í 3-3 jafntefli liðsins gegn Nantes á dögunum. Nánari skoðun leiddi í ljós að liðbönd í hné væru sködduð hjá Gomis og hann því frá næstu mánuði. Þetta kom fram á vefsíðu Dijon fyrr í dag. Í kvöld var Rúnar Alex svo í byrjunarliðinu gegn stórliði PSG í 8-liða úrslitum franska bikarsins en þar mátti Dijon sín lítils og tapaði 6-1. PSG komst yfir með sjálfsmarki strax á 1. mínútu en Kylian Mbappé, Thiago Silva og Pablo Sarabia (2) skoruðu einnig framhjá Rúnari Alex auk þess sem Dijon gerði annað sjálfsmark undir lokin. Í leiknum við Nantes um helgina kom Rúnar Alex inn af varamannabekknum í hálfleik í kjölfar meiðsla Gomis, og var staðan þá 2-2. Dijon komst svo í 3-2 undir lok venjulegs leiktíma en Nantes jafnaði metin í uppbótartíma. Mark sem Rúnar vill eflaust gleyma sem fyrst en það má sjá hér að neðan. Markið kemur eftir tvær mínútur og 40 sekúndur. Rúnar Alex gekk í raðir Dijon frá danska félaginu Nordsjælland fyrir síðustu leiktíð. Var hann aðalmarkvörður liðsins þá og lék alls 26 leiki í frönsku úrvalsdeildinni. Síðasta sumar gekk Senegalinn Alfred Gomis til liðs við félagið frá SPAL á Ítalíu og tók í kjölfarið stöðuna í byrjunarliði Dijon. Hann hefur spilað 19 deildarleiki liðsins á tímabilinu á meðan Rúnar hefur aðeins leikið fimm. Það mun þó breytast í kjölfar meiðsla Gomis. Alls eru 14 leikir eftir í frönsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og reikna má með að Rúnar spili þá alla þar sem félagaskiptaglugginn er lokaður og Dijon getur því ekki fengið nýjan markvörð inn. Dijon er í hatrammri fallbaráttu, líkt og í fyrra þar sem liðið hélt sér uppi eftir umspil eftir leiki heima og að heiman gegn Lens. Sem stendur er Dijon í 17. sæti, aðeins einu stigi fyrir ofan Nimes sem situr í 18. sætinu eða umspilssætinu svokallaða.
Franski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira