Fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins deilir á framferði Trump Kjartan Kjartansson skrifar 13. febrúar 2020 16:46 Kelly hershöfðingi var starfsmannastjóri Hvíta húss Trump frá júlí 2017 til janúar 2019. Vísir/EPA Starfsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins brást rétt við þegar hann gerði yfirboðurum sínum viðvart um það sem hann taldi vafasamt framferði Donald Trump Bandaríkjaforseta í símtali við forseta Úkraínu, að mati Johns Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins. Kelly viðurkennir jafnframt að hann hafi aldrei haft trú á fundum sem Trump átti við einræðisherra Norður-Kóreu. Alexander Vindman, ofursta í Bandaríkjaher og sérfræðingi í málefnum Úkraínu hjá þjóðaröryggisráðinu, var vísað á dyr í Hvíta húsinu á föstudag. Hann bar vitni um símtal Trump forseta við Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, fyrir þremur nefndum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsökuðu hvort Trump hefði framið embættisbrot í nóvember. Fulltrúadeildin kærði Trump fyrir að misbeita valdi sínu í kjölfarið en öldungadeildin sýknaði hann í síðustu viku. Vindman var á meðal embættismanna sem hlýddu á símtal Trump og Zelenskíj en hann tilkynnti yfirmanni sínum í kjölfarið að Trump hefði mögulega misbeitt valdi sínu þegar hann þrýsti á Zelenskíj að rannsaka pólitískan keppinaut sinn. Trump forseti hefur hellt úr skálum reiði sinnar yfir Vindman undanfarna daga og ýjað að því að Bandaríkjaher ætti að refsa honum. Ekki er ljóst á hvaða forsendum vill að herinn agi Vindman. Taldi orð Trump jafngilda „ólöglegri skipun“ John Kelly, sem var starfsmannastjóri Hvíta húss Trump frá 2017 til byrjunar árs 2019, kom Vindman til varnar í fyrirlestri í Drew-háskólanum í New Jersey í gærkvöldi. Taldi Kelly, sem var hershöfðingi í Bandaríkjaher, að Vindman hafi einfaldlega fylgt þjálfun sem hann fékk í hernum, að sögn tímaritsins The Atlantic. „Hann gerði nákvæmlega það sem við kennum þeim að gera frá vöggu til grafar. Hann fór og sagði yfirmanni sínum það sem hann heyrði,“ sagði Kelly um viðbrögð Vindman við símtali Trump og Zelenskíj. Trump forseti hefur ítrekað fullyrt að símtal hans við Zelenskíj hafi verið „fullkomið“, jafnvel þó að minnisblað sem Hvíta húsið birti sjálft um símtalið sýni að Trump þrýsti á Zelenskíj að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, og stoðlausa samsæriskenningu um forsetakosningarnar árið 2016. Kelly virtist ekki á sama máli og fyrrverandi húsbóndi hans í Hvíta húsinu. Trump hafi breytt stefnu Bandaríkjanna gegn Úkraínu gagngert með því að skilyrða hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð við að Úkraínumennirnir hæfu rannsókn á pólitískum keppinauti hans. Vindman hafi haft rétt fyrir sér að gera yfirmanni sínum viðvart um það. Það sem Vindman heyrði Trump segja Zelenskíj að hann vildi rannsókn á Biden hafi í reynd verið „ólögleg skipun“. „Við kennum þeim: „Ekki fylgja ólöglegum skipunum og ef þú færð slíka bentu þeim sem gefur þér hana að það sé ólögleg skipun og segðu síðan yfirmanni þínum“,“ sagði Kelly um þjálfun Vindman. Alexander Vindman, nú fyrrverandi meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins og sérfræðingur í málefnum Úkraínu.AP/Andrew Harnik Sagði Kim hafa leikið sér að Bandaríkjastjórn Það var ekki aðeins um Úkraínuhneykslið sem Kelly greindi á við Trump. Hann var spurður út í umleitanir Trump til að fá Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að gefa kjarnavopn sín upp á bátinn. Kelly sagði að þær tilraunir hafi verið gagnslausar. „Hann á aldrei eftir að láta kjarnavopnin af hendi. Trump forseti reyndi, það er ein leið til að orða það, en það virkaði ekki. Ég er yfirleitt bjartsýnismaður en ég er líka raunsæismaður og ég taldi aldrei að Kim ætti eftir að gera nokkuð annað en að leika með okkur um hríð og hann gerði það nokkuð vel,“ sagði Kelly en Trump fundaði í tvígang með Kim, fyrstur Bandaríkjaforseta, í fyrra skiptið á meðan Kelly var starfsmannastjóri Hvíta hússins. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Úkraína Tengdar fréttir Sondland einnig vikið úr starfi Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, Gordon Sondland, hefur verið tjáð að honum verði vikið úr embætti af Donald Trump, Bandaríkjaforseta. 8. febrúar 2020 08:59 Vikið úr starfi sínu í Hvíta húsinu eftir að hafa borið vitni gegn Trump Alexander Vindman, ofursta hjá her Bandaríkjanna, hefur verið vikið úr starfi sínu í Þjóðaröryggisráði Hvíta hússins og var honum fylgt þaðan út af öryggisvörðum í dag. 7. febrúar 2020 22:57 Hömlulausi forsetinn: Engin bönd halda Trump lengur Í kjölfar þess að Trump var sýknaður af ákærum vegna meintra embættisbrota hefur hann farið hart fram gegn óvinum sínum, raunverulegum og ímynduðum. Þeir sem stóðu í hárinu á forsetanum til að byrja með hafa að miklu leyti yfirgefið sviðið og Repúblikanaflokkinn. 11. febrúar 2020 16:15 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Starfsmaður þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins brást rétt við þegar hann gerði yfirboðurum sínum viðvart um það sem hann taldi vafasamt framferði Donald Trump Bandaríkjaforseta í símtali við forseta Úkraínu, að mati Johns Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóra Hvíta hússins. Kelly viðurkennir jafnframt að hann hafi aldrei haft trú á fundum sem Trump átti við einræðisherra Norður-Kóreu. Alexander Vindman, ofursta í Bandaríkjaher og sérfræðingi í málefnum Úkraínu hjá þjóðaröryggisráðinu, var vísað á dyr í Hvíta húsinu á föstudag. Hann bar vitni um símtal Trump forseta við Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, fyrir þremur nefndum fulltrúadeildar Bandaríkjaþings sem rannsökuðu hvort Trump hefði framið embættisbrot í nóvember. Fulltrúadeildin kærði Trump fyrir að misbeita valdi sínu í kjölfarið en öldungadeildin sýknaði hann í síðustu viku. Vindman var á meðal embættismanna sem hlýddu á símtal Trump og Zelenskíj en hann tilkynnti yfirmanni sínum í kjölfarið að Trump hefði mögulega misbeitt valdi sínu þegar hann þrýsti á Zelenskíj að rannsaka pólitískan keppinaut sinn. Trump forseti hefur hellt úr skálum reiði sinnar yfir Vindman undanfarna daga og ýjað að því að Bandaríkjaher ætti að refsa honum. Ekki er ljóst á hvaða forsendum vill að herinn agi Vindman. Taldi orð Trump jafngilda „ólöglegri skipun“ John Kelly, sem var starfsmannastjóri Hvíta húss Trump frá 2017 til byrjunar árs 2019, kom Vindman til varnar í fyrirlestri í Drew-háskólanum í New Jersey í gærkvöldi. Taldi Kelly, sem var hershöfðingi í Bandaríkjaher, að Vindman hafi einfaldlega fylgt þjálfun sem hann fékk í hernum, að sögn tímaritsins The Atlantic. „Hann gerði nákvæmlega það sem við kennum þeim að gera frá vöggu til grafar. Hann fór og sagði yfirmanni sínum það sem hann heyrði,“ sagði Kelly um viðbrögð Vindman við símtali Trump og Zelenskíj. Trump forseti hefur ítrekað fullyrt að símtal hans við Zelenskíj hafi verið „fullkomið“, jafnvel þó að minnisblað sem Hvíta húsið birti sjálft um símtalið sýni að Trump þrýsti á Zelenskíj að rannsaka Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, og stoðlausa samsæriskenningu um forsetakosningarnar árið 2016. Kelly virtist ekki á sama máli og fyrrverandi húsbóndi hans í Hvíta húsinu. Trump hafi breytt stefnu Bandaríkjanna gegn Úkraínu gagngert með því að skilyrða hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð við að Úkraínumennirnir hæfu rannsókn á pólitískum keppinauti hans. Vindman hafi haft rétt fyrir sér að gera yfirmanni sínum viðvart um það. Það sem Vindman heyrði Trump segja Zelenskíj að hann vildi rannsókn á Biden hafi í reynd verið „ólögleg skipun“. „Við kennum þeim: „Ekki fylgja ólöglegum skipunum og ef þú færð slíka bentu þeim sem gefur þér hana að það sé ólögleg skipun og segðu síðan yfirmanni þínum“,“ sagði Kelly um þjálfun Vindman. Alexander Vindman, nú fyrrverandi meðlimur þjóðaröryggisráðs Hvíta hússins og sérfræðingur í málefnum Úkraínu.AP/Andrew Harnik Sagði Kim hafa leikið sér að Bandaríkjastjórn Það var ekki aðeins um Úkraínuhneykslið sem Kelly greindi á við Trump. Hann var spurður út í umleitanir Trump til að fá Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, til að gefa kjarnavopn sín upp á bátinn. Kelly sagði að þær tilraunir hafi verið gagnslausar. „Hann á aldrei eftir að láta kjarnavopnin af hendi. Trump forseti reyndi, það er ein leið til að orða það, en það virkaði ekki. Ég er yfirleitt bjartsýnismaður en ég er líka raunsæismaður og ég taldi aldrei að Kim ætti eftir að gera nokkuð annað en að leika með okkur um hríð og hann gerði það nokkuð vel,“ sagði Kelly en Trump fundaði í tvígang með Kim, fyrstur Bandaríkjaforseta, í fyrra skiptið á meðan Kelly var starfsmannastjóri Hvíta hússins.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Úkraína Tengdar fréttir Sondland einnig vikið úr starfi Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, Gordon Sondland, hefur verið tjáð að honum verði vikið úr embætti af Donald Trump, Bandaríkjaforseta. 8. febrúar 2020 08:59 Vikið úr starfi sínu í Hvíta húsinu eftir að hafa borið vitni gegn Trump Alexander Vindman, ofursta hjá her Bandaríkjanna, hefur verið vikið úr starfi sínu í Þjóðaröryggisráði Hvíta hússins og var honum fylgt þaðan út af öryggisvörðum í dag. 7. febrúar 2020 22:57 Hömlulausi forsetinn: Engin bönd halda Trump lengur Í kjölfar þess að Trump var sýknaður af ákærum vegna meintra embættisbrota hefur hann farið hart fram gegn óvinum sínum, raunverulegum og ímynduðum. Þeir sem stóðu í hárinu á forsetanum til að byrja með hafa að miklu leyti yfirgefið sviðið og Repúblikanaflokkinn. 11. febrúar 2020 16:15 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Lífið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Sondland einnig vikið úr starfi Sendiherra Bandaríkjanna gagnvart Evrópusambandinu, Gordon Sondland, hefur verið tjáð að honum verði vikið úr embætti af Donald Trump, Bandaríkjaforseta. 8. febrúar 2020 08:59
Vikið úr starfi sínu í Hvíta húsinu eftir að hafa borið vitni gegn Trump Alexander Vindman, ofursta hjá her Bandaríkjanna, hefur verið vikið úr starfi sínu í Þjóðaröryggisráði Hvíta hússins og var honum fylgt þaðan út af öryggisvörðum í dag. 7. febrúar 2020 22:57
Hömlulausi forsetinn: Engin bönd halda Trump lengur Í kjölfar þess að Trump var sýknaður af ákærum vegna meintra embættisbrota hefur hann farið hart fram gegn óvinum sínum, raunverulegum og ímynduðum. Þeir sem stóðu í hárinu á forsetanum til að byrja með hafa að miklu leyti yfirgefið sviðið og Repúblikanaflokkinn. 11. febrúar 2020 16:15