Bjóða Gullstráknum sömu ofurlaun og Messi og Ronaldo fá til að loka á Liverpool og Real Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2020 10:30 Kylian Mbappe fagnar einu af mörgu mörkum sínum fyrir Paris Saint Germain. Getty/Aurelien Meunier Kylian Mbappe verður boðinn alvöru launahækkun hjá franska félaginu Paris Saint-Germain nú þegar franski framherjinn er orðaður við bæði Real Madrid og Liverpool. Spænska blaðið AS hefur heimildir fyrir því forráðamenn Paris Saint-Germain séu að bjóðast til að færa Kylian Mbappe upp í sama launaflokk og geymir þá Lionel Messi hjá Barcelona og Cristiano Ronaldo hjá Juventus. Kylian Mbappe er þegar búinn að hafna tveimur tilboðum þegar frá PSG og það hefur verið skrifað mikið um möguleikana á því að hann fari til Real Madrid eða Liverpool. Franska félagið er tilbúið að ganga langt til að halda Gullstráknum eða „Golden Boy“ svo gott tilboð að það er eiginlega ekki hægt að segja nei. Talk of #Mbappe2020 at Liverpool will be off the table for good if this wage offer from PSG is correct! https://t.co/yzBYVARWvH— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 14, 2020 Það gæti hins vegar verið erfitt fyrir þennan 21 árs gamla strák að hafna nýjasta tilboðinu ekki síst þar sem það er nær útilokað að Liverpool eða Real Madrid geti borgað honum sömu laun. Nýjasta tilboð Paris Saint-Germain er sagt vera um 50 milljónir evra á tímabil sem eru um 6,9 milljarðar króna. Núverandi samningur Kylian Mbappe og PSG er til ársins 2022 og hann fær samkvæmt honum 20,7 milljónir evra á ári fyrir skatt eða tæpir 2,9 milljarðar. Real Madrid hefur verið orðað við Kylian Mbappe í langan tíma en nú upp á síðkastið hefur nafn hans verið orðað meira við Evrópu- og heimsmeistara Liverpool. Það er eitt að geta keypt hann á metfé en það er annað að borga honum sömu ofurlaun og PSG er nú að bjóða. As’s Cover | “The Golden Boy: Madrid are confident Mbappé will not give in to PSG’s renovation offer and will tempt him with an irresistable contract in 2021.” pic.twitter.com/KnPaFQF9RX— Real Madrid Info (@RMadridInfo) February 13, 2020 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hitti fjölskyldumeðlimi Mbappe fyrir tveimur árum þegar hann var að reyna að fá strákinn til að koma til Liverpool en framherjinn frábæri fór þá til Paris Saint Germain. Síðast þegar Klopp talaði um Mbappe þá taldi hann það vera ómögulegt fyrir Liverpool að kaupa leikmanninn. „Það er mjög erfitt að kaupa leikmann í þessum gæðaflokki. Ég sé bara ekki félag sem hefur burði til að kaupa Kylian Mbappe frá PSG. Hvað varðar íþróttalegar ástæður þá eru þær ekki margar að kaupa hann ekki. Þetta snýst bara um peninga. Þetta er ekki einasti möguleiki. Fyrirgefið mér að drepa þessa frétt,“ sagði Jürgen Klopp. Kylian Mbappe hefur þegar skorað í úrslitaleik HM og fagnað heimsmeistaratitli með Frökkum. Hann hefur skorað 13 mörk í 34 landsleikjum þar á meðal tvö mörk á móti Íslandi. Þetta er hann þriðja tímabil með PSG og hann hefur skorað 84 mörk í 115 leikjum með félaginu. Enski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira
Kylian Mbappe verður boðinn alvöru launahækkun hjá franska félaginu Paris Saint-Germain nú þegar franski framherjinn er orðaður við bæði Real Madrid og Liverpool. Spænska blaðið AS hefur heimildir fyrir því forráðamenn Paris Saint-Germain séu að bjóðast til að færa Kylian Mbappe upp í sama launaflokk og geymir þá Lionel Messi hjá Barcelona og Cristiano Ronaldo hjá Juventus. Kylian Mbappe er þegar búinn að hafna tveimur tilboðum þegar frá PSG og það hefur verið skrifað mikið um möguleikana á því að hann fari til Real Madrid eða Liverpool. Franska félagið er tilbúið að ganga langt til að halda Gullstráknum eða „Golden Boy“ svo gott tilboð að það er eiginlega ekki hægt að segja nei. Talk of #Mbappe2020 at Liverpool will be off the table for good if this wage offer from PSG is correct! https://t.co/yzBYVARWvH— TEAMtalk (@TEAMtalk) February 14, 2020 Það gæti hins vegar verið erfitt fyrir þennan 21 árs gamla strák að hafna nýjasta tilboðinu ekki síst þar sem það er nær útilokað að Liverpool eða Real Madrid geti borgað honum sömu laun. Nýjasta tilboð Paris Saint-Germain er sagt vera um 50 milljónir evra á tímabil sem eru um 6,9 milljarðar króna. Núverandi samningur Kylian Mbappe og PSG er til ársins 2022 og hann fær samkvæmt honum 20,7 milljónir evra á ári fyrir skatt eða tæpir 2,9 milljarðar. Real Madrid hefur verið orðað við Kylian Mbappe í langan tíma en nú upp á síðkastið hefur nafn hans verið orðað meira við Evrópu- og heimsmeistara Liverpool. Það er eitt að geta keypt hann á metfé en það er annað að borga honum sömu ofurlaun og PSG er nú að bjóða. As’s Cover | “The Golden Boy: Madrid are confident Mbappé will not give in to PSG’s renovation offer and will tempt him with an irresistable contract in 2021.” pic.twitter.com/KnPaFQF9RX— Real Madrid Info (@RMadridInfo) February 13, 2020 Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hitti fjölskyldumeðlimi Mbappe fyrir tveimur árum þegar hann var að reyna að fá strákinn til að koma til Liverpool en framherjinn frábæri fór þá til Paris Saint Germain. Síðast þegar Klopp talaði um Mbappe þá taldi hann það vera ómögulegt fyrir Liverpool að kaupa leikmanninn. „Það er mjög erfitt að kaupa leikmann í þessum gæðaflokki. Ég sé bara ekki félag sem hefur burði til að kaupa Kylian Mbappe frá PSG. Hvað varðar íþróttalegar ástæður þá eru þær ekki margar að kaupa hann ekki. Þetta snýst bara um peninga. Þetta er ekki einasti möguleiki. Fyrirgefið mér að drepa þessa frétt,“ sagði Jürgen Klopp. Kylian Mbappe hefur þegar skorað í úrslitaleik HM og fagnað heimsmeistaratitli með Frökkum. Hann hefur skorað 13 mörk í 34 landsleikjum þar á meðal tvö mörk á móti Íslandi. Þetta er hann þriðja tímabil með PSG og hann hefur skorað 84 mörk í 115 leikjum með félaginu.
Enski boltinn Franski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Súkkulaðimjólkin sögð betri fyrir íþróttafólk en íþrótta- eða orkudrykkir Sport Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Fótbolti Ísland - Serbía | Stelpurnar okkar stefna á EM Körfubolti Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Fótbolti Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Enski boltinn Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Fótbolti Valur - ÍR | Toppslagur fyrir landsleikjahlé Handbolti Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú Fótbolti Fleiri fréttir Sjálfsmark Cecilíu réði úrslitum í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Uppgjörið: Breiðablik - Fortuna 0-1| Dönsku meistararnir þurftu að hafa fyrir hlutunum Segir að Yamal sé afar sorgmæddur og sár Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Mjög spennt að sjá hvað þær geta“ Leikmaður Keflavíkur kallaður inn í landslið Palestínu Mikael ekki með í leikjunum mikilvægu og Logi er lasinn Strákarnir æfðu í sólinni í Bakú Svona var blaðamannafundur Íslands í Bakú „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Fyrrverandi Chelsea-stjarna missti meðvitund á æfingu San Marínó gæti tryggt sig í umspil um HM-sæti með því að tapa nógu stórt Gefa Íslandi aðeins fimmtán prósent líkur Saka FIFA um að stofna „gervi“ leikmannasamtök „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Cristiano Ronaldo segist eiga bara eitt eða tvö ár eftir Fyrri úrslitaleikurinn af tveimur Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Norðmenn rífast um hvort kynferðisafbrotamaður eigi að spila með landsliðinu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð Sjá meira