Michael Harris, ruðningsleikmaður í háskólaboltanum í Bandaríkjunum, er í erfiðum málum eftir að hafa verið handtekinn í upphafi vikunnar.
Harris var ekki sáttur við að vera handtekinn og sýndi mikla mótstöðu. Það endaði með því að hann lyfti lögrelumanni upp fyrir höfuð sitt og enduðu þeir svo báðir í jörðinni eins og sjá má hér að neðan.
ARREST VIDEO
— #WVTM13 (@WVTM13) February 14, 2020
Dashcam footage shows former Auburn football player Michael Harris fighting with police in a Columbus, Ohio suburb on Tuesday. Harris, who's enrolled at Eastern Kentucky, is now facing some serious felony charges: https://t.co/NklL6Ifvsxpic.twitter.com/qBu5hon3Cr
Búið er að kæra Harris í fjórum liðum og hefur honum verið vikið úr ruðningsliði Eastern Kentucky meðan mál hans er í meðferð.
Lögregla var upprunalega kölluð til því Harris hafði neitað að yfirgefa verslun. Hann var með ógnandi tilburði í búðinni og virtist vera í vímu.
Lögreglumenn staðfestu það síðan eftir handtökuna sem var ansi skrautleg.