Aldrei á ævinni verið svona hrædd Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2020 15:02 Eins og sjá má er hlaðan afar illa farin. Írena Írena Sif Kjartansdóttir sem rekur lítið gistiheimili við Hvolsvöll segir aldrei hafa upplifað neitt líkt því sem gekk á við heimili hennar í nótt. Hlaða við hlið gistiheimilisins er illa farin en þó ekki jafnilla og á næsta bæ þar sem hlaðan fór í heilu lagi. „Þetta var hrikalegt. Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt. Það var bara eins og allt væri að springa. Ég er ekki veðurhrædd en ég hef aldrei verið svona hrædd,“ segir Írena Sif í samtali við Vísi. „Ég var sem sagt heima hjá mér á gamla bænum. Ég vakna klukkan þrjú í nótt og finnst eins og húsið sé að springa!“ Írena leit út og sá að dyrnar á hlöðunni sem stendur gegnt bænum var opin. Hún rauk út til að loka dyrunum og reyna að koma í veg fyrir skemmdir. „Ég ætlaði að reyna að bjarga einhverju sem er að fjúka en fýk með og á tré. Svo lít ég upp og sé að framhliðin á hlöðunni er farin.“ Gistiheimili þeirra Írenu og Jorge er hvíta húsið til vinstri á myndinni. Til hægri er hlaðan þaðan sem allt fýkur út sem getur fokið.Írena Sif Kolniðamyrkur var á þessum tíma í nótt og ekki tók betra við. Rafmagnið fór af og vatnið sömuleiðis. Sambandslaust var. Írena þakkar fyrir að engir gestir voru á gistiheimilinu. „Sem betur fer höfðu tveir gestir sem ætluðu að vera hjá okkur afbókað,“ segir Írena. Þau hafi því haft lokað, sem betur fer. Írena segir sig og eiginmann sinn hafa upplifað sig pínulítil. „Það var alveg myrkur og ég hef aldrei upplifað svona veðurótta. Mér leið eins og ég væri svo lítil. Þrýstingurinn sem myndaðist þegar ég labbaði inn í hlöðuna...mér fannst ég vera að springa. Svo sá maður að maður gat ekkert gert neitt.“ Framhliðin er svo gott sem farin af hlöðunni.Írena Sif Björgunarsveitarfólk hafi komið við á öllum bæjunum á Rangárvöllum og gert hvað þau gátu. Eitthvað var hægt að festa niður en annars lítið í stöðunni. Forgangur sé í sveitinni að huga að dýrum og byggingum sem hýsi þau. Svo hafi ekki verið í tilfelli hlöðu þeirra Írenu og Jorge. „Þar var sem betur fer ekkert sérstaklega verðmætt en þó aukaferðarúm, eitt málverk, púðar úr sófunum. Það fauk náttúrulega allt út.“ Skemmdirnar eru miklar.Írena Sif Þau séu ekki búin að gera sér grein fyrir stöðunni. Þau eru með rafmagn og rafmagnskyndingu og því eru þau með heitt vatn. Á Hvolsvelli er þó enn hitavatnslaust. Fjölskylda Írenu komst í fréttirnar fyrir tveimur árum þegar hundurinn Spori sló í gegn. Hann er í eigu Kjartans Benediktssonar, föður Írenu. Óveður 14. febrúar 2020 Rangárþing eystra Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira
Írena Sif Kjartansdóttir sem rekur lítið gistiheimili við Hvolsvöll segir aldrei hafa upplifað neitt líkt því sem gekk á við heimili hennar í nótt. Hlaða við hlið gistiheimilisins er illa farin en þó ekki jafnilla og á næsta bæ þar sem hlaðan fór í heilu lagi. „Þetta var hrikalegt. Ég hef aldrei upplifað neitt þessu líkt. Það var bara eins og allt væri að springa. Ég er ekki veðurhrædd en ég hef aldrei verið svona hrædd,“ segir Írena Sif í samtali við Vísi. „Ég var sem sagt heima hjá mér á gamla bænum. Ég vakna klukkan þrjú í nótt og finnst eins og húsið sé að springa!“ Írena leit út og sá að dyrnar á hlöðunni sem stendur gegnt bænum var opin. Hún rauk út til að loka dyrunum og reyna að koma í veg fyrir skemmdir. „Ég ætlaði að reyna að bjarga einhverju sem er að fjúka en fýk með og á tré. Svo lít ég upp og sé að framhliðin á hlöðunni er farin.“ Gistiheimili þeirra Írenu og Jorge er hvíta húsið til vinstri á myndinni. Til hægri er hlaðan þaðan sem allt fýkur út sem getur fokið.Írena Sif Kolniðamyrkur var á þessum tíma í nótt og ekki tók betra við. Rafmagnið fór af og vatnið sömuleiðis. Sambandslaust var. Írena þakkar fyrir að engir gestir voru á gistiheimilinu. „Sem betur fer höfðu tveir gestir sem ætluðu að vera hjá okkur afbókað,“ segir Írena. Þau hafi því haft lokað, sem betur fer. Írena segir sig og eiginmann sinn hafa upplifað sig pínulítil. „Það var alveg myrkur og ég hef aldrei upplifað svona veðurótta. Mér leið eins og ég væri svo lítil. Þrýstingurinn sem myndaðist þegar ég labbaði inn í hlöðuna...mér fannst ég vera að springa. Svo sá maður að maður gat ekkert gert neitt.“ Framhliðin er svo gott sem farin af hlöðunni.Írena Sif Björgunarsveitarfólk hafi komið við á öllum bæjunum á Rangárvöllum og gert hvað þau gátu. Eitthvað var hægt að festa niður en annars lítið í stöðunni. Forgangur sé í sveitinni að huga að dýrum og byggingum sem hýsi þau. Svo hafi ekki verið í tilfelli hlöðu þeirra Írenu og Jorge. „Þar var sem betur fer ekkert sérstaklega verðmætt en þó aukaferðarúm, eitt málverk, púðar úr sófunum. Það fauk náttúrulega allt út.“ Skemmdirnar eru miklar.Írena Sif Þau séu ekki búin að gera sér grein fyrir stöðunni. Þau eru með rafmagn og rafmagnskyndingu og því eru þau með heitt vatn. Á Hvolsvelli er þó enn hitavatnslaust. Fjölskylda Írenu komst í fréttirnar fyrir tveimur árum þegar hundurinn Spori sló í gegn. Hann er í eigu Kjartans Benediktssonar, föður Írenu.
Óveður 14. febrúar 2020 Rangárþing eystra Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Sjá meira