Ferðafólk hunsaði viðvaranir lögreglu um óveður á Sólheimasandi: Tóku fálega í upplýsingar um nýlegt banaslys Birgir Olgeirsson skrifar 15. febrúar 2020 12:00 Flugvélarflakið á Sólheimasandi. vísir/vilhelm Ferðamenn hafa tekið fálega í aðvörunarorð lögreglunnar í morgun um að leggja ekki á Sólheimasand vegna óveðurs. Björgunarsveitarmenn hafa verið sendir til að smala fólkinu af sandinum svo það verði sér ekki að voða. Gul veðurviðvörun er í gildi á svæðinu og veður orðið fremur slæmt. Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, átti leið þar framhjá fyrir hádegi í dag. Hann sá að mörgum bílum hafði verið lagt á bílastæðinu við Sólheimasand og ákvað að vara ferðamennina við því að fara að flugvélaflakinu á sandinum. „Ég sá þarna ungt par sem og sá þarna ungt par sem var að leggja af stað að flakinu. Ég talaði við fólkið og bað það vinsamlegast að fara ekki. Ég sagði þeim að það væru mjög hættulegar aðstæður og það væri stormur í aðsigi. Þau virtust taka því vel en stuttu síðar sá ég að þau voru lögð af stað. Ég sá margt fólk sem var að labba niður eftir, missandi húfur og trefla og átti erfitt með að fóta sig þarna á veginum. Það virtist ekki stoppa fólk að labba þarna niður eftir,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson. Kínverskt par á þrítugsaldri varð úti á Sólheimasandi í janúar vegna veðurs. Sigurður tjáði unga parinu í dag frá því að par á þrítugsaldri hefði látist á sandinu vegna veðurs í janúar. „Ég tjáði þeim frá því. Þau tóku nokkuð fálega í þær upplýsingar fannst mér. Ég hélt að þau ætluðu að hætta við en þau hafa ákveðið að taka áhættuna.“ Hann segir mjög vont veður á svæðinu og ekkert vit í því að fólk sé úti á berangri. Sigurður ákvað því að óska eftir aðstoð björgunarsveitarinnar Víkverja til að smala fólki af Sólheimasandi svo það verði sér ekki að voða í veðrinu í dag. Hann telur að ríflega þrjátíu manns séu á svæðinu. „Já, ég óskaði eftir því að þeir færu þarna niður eftir og smöluðu fólki upp eftir. Núna meðan ég er að tala við þig þá þá er hérna fólk að stíga út úr bíl. Þar er ungt barn greinilega að fara að leggja af stað með foreldrum sínum og ég ætla að koma í veg fyrir það,“ segir Sigurður. Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19 150 metrar á milli kínverska parsins sem fannst látið á Sólheimasandi Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líkfund á Sólheimasandi í dag óvenjulegan. 16. janúar 2020 18:01 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Ferðamenn hafa tekið fálega í aðvörunarorð lögreglunnar í morgun um að leggja ekki á Sólheimasand vegna óveðurs. Björgunarsveitarmenn hafa verið sendir til að smala fólkinu af sandinum svo það verði sér ekki að voða. Gul veðurviðvörun er í gildi á svæðinu og veður orðið fremur slæmt. Sigurður Sigurbjörnsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, átti leið þar framhjá fyrir hádegi í dag. Hann sá að mörgum bílum hafði verið lagt á bílastæðinu við Sólheimasand og ákvað að vara ferðamennina við því að fara að flugvélaflakinu á sandinum. „Ég sá þarna ungt par sem og sá þarna ungt par sem var að leggja af stað að flakinu. Ég talaði við fólkið og bað það vinsamlegast að fara ekki. Ég sagði þeim að það væru mjög hættulegar aðstæður og það væri stormur í aðsigi. Þau virtust taka því vel en stuttu síðar sá ég að þau voru lögð af stað. Ég sá margt fólk sem var að labba niður eftir, missandi húfur og trefla og átti erfitt með að fóta sig þarna á veginum. Það virtist ekki stoppa fólk að labba þarna niður eftir,“ segir Sigurður Sigurbjörnsson. Kínverskt par á þrítugsaldri varð úti á Sólheimasandi í janúar vegna veðurs. Sigurður tjáði unga parinu í dag frá því að par á þrítugsaldri hefði látist á sandinu vegna veðurs í janúar. „Ég tjáði þeim frá því. Þau tóku nokkuð fálega í þær upplýsingar fannst mér. Ég hélt að þau ætluðu að hætta við en þau hafa ákveðið að taka áhættuna.“ Hann segir mjög vont veður á svæðinu og ekkert vit í því að fólk sé úti á berangri. Sigurður ákvað því að óska eftir aðstoð björgunarsveitarinnar Víkverja til að smala fólki af Sólheimasandi svo það verði sér ekki að voða í veðrinu í dag. Hann telur að ríflega þrjátíu manns séu á svæðinu. „Já, ég óskaði eftir því að þeir færu þarna niður eftir og smöluðu fólki upp eftir. Núna meðan ég er að tala við þig þá þá er hérna fólk að stíga út úr bíl. Þar er ungt barn greinilega að fara að leggja af stað með foreldrum sínum og ég ætla að koma í veg fyrir það,“ segir Sigurður.
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19 150 metrar á milli kínverska parsins sem fannst látið á Sólheimasandi Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líkfund á Sólheimasandi í dag óvenjulegan. 16. janúar 2020 18:01 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Sjá meira
Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19
150 metrar á milli kínverska parsins sem fannst látið á Sólheimasandi Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líkfund á Sólheimasandi í dag óvenjulegan. 16. janúar 2020 18:01