Lífið

Daði, Iva og Nína áfram í Söngvakeppninni

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sigurvegarar kvöldsins.
Sigurvegarar kvöldsins. Mynd/Mummi Lú

Gagnamagnið í flutningi Daða og Gagnamagnsins og Oculis Videre í flutningi Ivu og komust þau áfram í úrslitakeppni Söngvakeppninnar úr seinni undankeppninni fyrir Eurovision 2020. Dómnefnd sendi einnig Ekkó í flutningi Nínu áfram.

Lögin Gagnamagnið í flutningi Daða og Gagnamagnsins, Fellibylur með Hildu Völu, Oculis Videre í flutning Ivu, Ekkó í flutningi Nínu og Dreyma í flutningi Matta Matt, freistuðu þess að komast áfram í kvöld.

Úrslitakeppnin verður haldin í Laugardalshöll þann 29. febrúar.

Framkvæmdastjórn keppninnar hafði leyfi til að hleypa einu lagi áfram til viðbótar og nýtti þann möguleika í kvöld með því að senda Ekkó með Nínu einnig áfram.

Lögin Almyrki með Dimmu og Klukkan tifar með Ísold og Helgu eru þegar komin áfram í úrslitakeppnina og það verða því annað hvort fjögur eða fimm lög sem komast þangað. Lögin þrjú sem fóru áfram í kvöld bætast því í þeirra hóp og ljóst að eitt þessarra fimm laga verður framlag Íslands í Eurovision í Rotterdam í maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×