Truflanir í óveðri minna á þörf á uppbyggingu flutnings- og dreifikerfisins Birgir Olgeirsson skrifar 16. febrúar 2020 12:22 Mikið hefur mætt á starfsmönnum RARIK að gera við rafmagnslínur í röð óveðra sem hefur gengið yfir landið í vetur. Rarik.is Fárviðrið sem gekk yfir landið síðastliðinn föstudag er enn ein áminningin um þörfina á uppbyggingu á flutnings- og dreifikerfi raforku hér á landi. Forstjóri RARIK segir að mögulega þyrfti að grípa til gjaldskrárhækkana til að standa undir framkvæmdunum ef ríkið stígur ekki inn í með aukaframlag. Í gærkvöldi tókst Landsneti að koma Hellulínu 1 aftur í rekstur sem gerði það að verkum að ekki var lengur þörf á að skammta rafmagni á Suðurlandi. Þar eiga allir að vera komnir með rafmagn. Sumir fá þó rafmagn með varaafli. Viðgerðir á kerfinu munu standa yfir næstu daga og vikur og má því búast við rafmagnstruflunum á því svæði því kerfið er laskað eftir óveðrið og vegna þess að taka þarf rafmagn af í styttri eða lengri tíma á meðan viðgerð stendur. Í sveitarfélaginu Hornafirði standa enn yfir viðgerðir og búast má við rafmagnstruflunum á meðan þeim stendur. Óveðrið gerði það að verkum að 5.600 heimili og vinnustaðir urðu rafmagnslausir. Nils Gústavsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landsnets, sagði á Sprengisandi í Bylgjunni í morgun að áhrifin hafa verið mun meiri en búist var við. Hann og Tryggvi Haraldsson, forstjóri RARIK, sögðu að halda þyrfti áfram uppbyggingu kerfisins. „Við höfum hjá RARIK verið að endurnýja dreifikerfið okkar. Við höfum lagt um tvöhundruð kílómetra af strengjum á hverju ári en það er gríðarlega umfangsmikið kerfi, þetta eru um níu þúsund kílómetrar og þó að við séum að leggja tvö hundruð kílómetra og eigum þrjú þúsund kílómetra eftir eru þetta fimmtán ár,“ sagði Tryggvi. Ef þeirri uppbyggingu verður flýtt kallar það á aukið fjármagn. „Vandinn er dálítið sá að ef við flýtum því erum við að magna upp þörf fyrir hækkun á gjaldskrá í dreifbýlinu vegna þess að þetta kerfi er allt í dreifbýlinu og aukin fjárfesting þar kallar á þörf á gjaldskrárhækkun þar. Nóg er nú samt,“ sagði forstjóri RARIK. Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Fárviðrið sem gekk yfir landið síðastliðinn föstudag er enn ein áminningin um þörfina á uppbyggingu á flutnings- og dreifikerfi raforku hér á landi. Forstjóri RARIK segir að mögulega þyrfti að grípa til gjaldskrárhækkana til að standa undir framkvæmdunum ef ríkið stígur ekki inn í með aukaframlag. Í gærkvöldi tókst Landsneti að koma Hellulínu 1 aftur í rekstur sem gerði það að verkum að ekki var lengur þörf á að skammta rafmagni á Suðurlandi. Þar eiga allir að vera komnir með rafmagn. Sumir fá þó rafmagn með varaafli. Viðgerðir á kerfinu munu standa yfir næstu daga og vikur og má því búast við rafmagnstruflunum á því svæði því kerfið er laskað eftir óveðrið og vegna þess að taka þarf rafmagn af í styttri eða lengri tíma á meðan viðgerð stendur. Í sveitarfélaginu Hornafirði standa enn yfir viðgerðir og búast má við rafmagnstruflunum á meðan þeim stendur. Óveðrið gerði það að verkum að 5.600 heimili og vinnustaðir urðu rafmagnslausir. Nils Gústavsson, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Landsnets, sagði á Sprengisandi í Bylgjunni í morgun að áhrifin hafa verið mun meiri en búist var við. Hann og Tryggvi Haraldsson, forstjóri RARIK, sögðu að halda þyrfti áfram uppbyggingu kerfisins. „Við höfum hjá RARIK verið að endurnýja dreifikerfið okkar. Við höfum lagt um tvöhundruð kílómetra af strengjum á hverju ári en það er gríðarlega umfangsmikið kerfi, þetta eru um níu þúsund kílómetrar og þó að við séum að leggja tvö hundruð kílómetra og eigum þrjú þúsund kílómetra eftir eru þetta fimmtán ár,“ sagði Tryggvi. Ef þeirri uppbyggingu verður flýtt kallar það á aukið fjármagn. „Vandinn er dálítið sá að ef við flýtum því erum við að magna upp þörf fyrir hækkun á gjaldskrá í dreifbýlinu vegna þess að þetta kerfi er allt í dreifbýlinu og aukin fjárfesting þar kallar á þörf á gjaldskrárhækkun þar. Nóg er nú samt,“ sagði forstjóri RARIK.
Orkumál Óveður 10. og 11. desember 2019 Óveður 14. febrúar 2020 Veður Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira