Lognið fór svo hratt um Laugarás að það reif upp heilu trén Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. febrúar 2020 13:30 Miklir kraftar voru að verkum á föstudaginn ó óveðrinu sem gekk yfir landið. Mynd/Páll M. Skúlason „Ég er búinn að vera að halda því til haga og segja öllum sem ég hitti að það sé alltaf logn í Laugarási og nú er ég spurður „hvað var að gerast?“ þegar allt í einu fara að fjúka tré og gróðurhús,“ segir Páll M. Skúlason hlæjandi í samtali við Vísi. Hann hefur birt myndir af eftirköstum óveðursins sem gekk yfir landið á föstudaginn í síðustu viku og áhrifum þess á byggingar og gróður í Laugarási í Bláskógabyggð. Þar má sjá að heilu trén hafa rifnað upp með rótum. „Það hvín yfirleitt bara í trjátoppunum“ Óveðrið sem gekk yfir landið í síðustu viku hafði víðtæk áhrif um allt land en þó óvíða meiri en á Suðurlandi þar sem miklar skemmdir urðu. Hlaða á bæ á Rangárvöllum splundraðist meðal annars og átján tonna súrheysturn skemmdist í Landeyjunum. Þá brotnuðu margir rafmagnsstaurar í veðrinu. Laugarás var þar ekki undanskilinn, þrátt fyrir að Páll vilji meina að þar sé yfirleitt logn. Áratuga gamlar aspir lentu illa í því.Mynd/Páll M. Skúlason „Það hvín yfirleitt bara í trjátoppunum og maður veit lítið af þessu,“ segir Páll að gildi alla jafna um Laugarás þegar óveður gangi yfir Suðurlandið. Sú reyndist raunin ekki á föstudaginn þegar austanáttin barði á gróðurhúsum og trjám í þorpinu. „Það virðist eins og þetta hafi skellt sér niður á nokkrum stöðum,“ segir Páll en á meðfylgjandi myndum má meðal annars sjá hvernig áratugagamlar aspir hafa rifnað upp með rótum og illa leikið gróðurhús. Sammála bóndanum á Skíðbakka II um gagnsemi skógræktar til skjóls Páll tekur undir orð Elvar Eyvindssonar, bónda á Skíðbakka II í Austur-Landeyjum, í kvöldfréttum Stöðvar um helgina en hann varð fyrir því óláni að súrheysturn skemmdist í óveðrinu á föstudaginn. Elvar þakkaði því að ekki varð meira tjón á bænum hversu mikið af trjám og skjólbeltum er í kringum bæinn, sem gáfu gott skjól. Aspirnar voru nálægt þvíað lenda á húsinu.Mynd/Páll M. Skúlason „Áður en að trén komu og uxu upp var suðaustanáttin mjög slæm og skemmdi mikið gróðurhús en það hefur verið voðalega lítið um það undanfarin ár. Þetta fer dálítið eftir hvaða átt er,“ segir Páll. Töluverð vinna er framundan við að hreinsa upp eftir óveðrið. „Þetta er dálítið svakalegt og mikið verk að taka til eftir þetta.“ Fleiri myndir af eftirköstum óveðursins í Laugarási má finna á Flickr-síðu Páls. Gróðurhús sem þakin voru plasti skemmdust töluvert.Mynd/Páll M. Skúlason Bláskógabyggð Óveður 14. febrúar 2020 Skógrækt og landgræðsla Veður Tengdar fréttir Óvissustigi vegna veðurs aflýst Ríkislögreglustjóri í samráði við alla lögreglustjóra landsins aflýsir hér með óvissustigi almannavarna vegna óveðurs sem spáð var föstudaginn 14. febrúar í síðustu viku. 17. febrúar 2020 10:57 Íbúar á hluta Suðurlands beðnir um að spara rafmagn Bilun er í línu Landsnets og af þeim sökum eru íbúar austan Þjórsár beðnir um að fara sparlega með rafmagn. Á sjötta þúsund heimili og vinnustaðir misstu rafmagn vegna óveðursins í gær. 15. febrúar 2020 11:07 Truflanir í óveðri minna á þörf á uppbyggingu flutnings- og dreifikerfisins Forstjóri RARIK segir að það taki fimmtán ára að endurnýja raflínur miðað við núverandi áform. Verði þeim flýtt gæti það kallað á gjaldskrárhækkanir í dreifbýli. 16. febrúar 2020 12:22 Átján tonna súrheysturn lagðist saman í rokinu í Landeyjum Víða mátti sjá á Suðurlandi miklar skemmdir í dag eftir fárviðrið, sem gekk yfir landshlutann í gær. 15. febrúar 2020 18:30 Rennsli orðið eðlilegt í Skógafossi Svæðið við Skógafoss var rýmt síðdegis í gær vegna mögulegrar krapastíflu fyrir ofan fossinn. 15. febrúar 2020 16:00 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
„Ég er búinn að vera að halda því til haga og segja öllum sem ég hitti að það sé alltaf logn í Laugarási og nú er ég spurður „hvað var að gerast?“ þegar allt í einu fara að fjúka tré og gróðurhús,“ segir Páll M. Skúlason hlæjandi í samtali við Vísi. Hann hefur birt myndir af eftirköstum óveðursins sem gekk yfir landið á föstudaginn í síðustu viku og áhrifum þess á byggingar og gróður í Laugarási í Bláskógabyggð. Þar má sjá að heilu trén hafa rifnað upp með rótum. „Það hvín yfirleitt bara í trjátoppunum“ Óveðrið sem gekk yfir landið í síðustu viku hafði víðtæk áhrif um allt land en þó óvíða meiri en á Suðurlandi þar sem miklar skemmdir urðu. Hlaða á bæ á Rangárvöllum splundraðist meðal annars og átján tonna súrheysturn skemmdist í Landeyjunum. Þá brotnuðu margir rafmagnsstaurar í veðrinu. Laugarás var þar ekki undanskilinn, þrátt fyrir að Páll vilji meina að þar sé yfirleitt logn. Áratuga gamlar aspir lentu illa í því.Mynd/Páll M. Skúlason „Það hvín yfirleitt bara í trjátoppunum og maður veit lítið af þessu,“ segir Páll að gildi alla jafna um Laugarás þegar óveður gangi yfir Suðurlandið. Sú reyndist raunin ekki á föstudaginn þegar austanáttin barði á gróðurhúsum og trjám í þorpinu. „Það virðist eins og þetta hafi skellt sér niður á nokkrum stöðum,“ segir Páll en á meðfylgjandi myndum má meðal annars sjá hvernig áratugagamlar aspir hafa rifnað upp með rótum og illa leikið gróðurhús. Sammála bóndanum á Skíðbakka II um gagnsemi skógræktar til skjóls Páll tekur undir orð Elvar Eyvindssonar, bónda á Skíðbakka II í Austur-Landeyjum, í kvöldfréttum Stöðvar um helgina en hann varð fyrir því óláni að súrheysturn skemmdist í óveðrinu á föstudaginn. Elvar þakkaði því að ekki varð meira tjón á bænum hversu mikið af trjám og skjólbeltum er í kringum bæinn, sem gáfu gott skjól. Aspirnar voru nálægt þvíað lenda á húsinu.Mynd/Páll M. Skúlason „Áður en að trén komu og uxu upp var suðaustanáttin mjög slæm og skemmdi mikið gróðurhús en það hefur verið voðalega lítið um það undanfarin ár. Þetta fer dálítið eftir hvaða átt er,“ segir Páll. Töluverð vinna er framundan við að hreinsa upp eftir óveðrið. „Þetta er dálítið svakalegt og mikið verk að taka til eftir þetta.“ Fleiri myndir af eftirköstum óveðursins í Laugarási má finna á Flickr-síðu Páls. Gróðurhús sem þakin voru plasti skemmdust töluvert.Mynd/Páll M. Skúlason
Bláskógabyggð Óveður 14. febrúar 2020 Skógrækt og landgræðsla Veður Tengdar fréttir Óvissustigi vegna veðurs aflýst Ríkislögreglustjóri í samráði við alla lögreglustjóra landsins aflýsir hér með óvissustigi almannavarna vegna óveðurs sem spáð var föstudaginn 14. febrúar í síðustu viku. 17. febrúar 2020 10:57 Íbúar á hluta Suðurlands beðnir um að spara rafmagn Bilun er í línu Landsnets og af þeim sökum eru íbúar austan Þjórsár beðnir um að fara sparlega með rafmagn. Á sjötta þúsund heimili og vinnustaðir misstu rafmagn vegna óveðursins í gær. 15. febrúar 2020 11:07 Truflanir í óveðri minna á þörf á uppbyggingu flutnings- og dreifikerfisins Forstjóri RARIK segir að það taki fimmtán ára að endurnýja raflínur miðað við núverandi áform. Verði þeim flýtt gæti það kallað á gjaldskrárhækkanir í dreifbýli. 16. febrúar 2020 12:22 Átján tonna súrheysturn lagðist saman í rokinu í Landeyjum Víða mátti sjá á Suðurlandi miklar skemmdir í dag eftir fárviðrið, sem gekk yfir landshlutann í gær. 15. febrúar 2020 18:30 Rennsli orðið eðlilegt í Skógafossi Svæðið við Skógafoss var rýmt síðdegis í gær vegna mögulegrar krapastíflu fyrir ofan fossinn. 15. febrúar 2020 16:00 Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Óvissustigi vegna veðurs aflýst Ríkislögreglustjóri í samráði við alla lögreglustjóra landsins aflýsir hér með óvissustigi almannavarna vegna óveðurs sem spáð var föstudaginn 14. febrúar í síðustu viku. 17. febrúar 2020 10:57
Íbúar á hluta Suðurlands beðnir um að spara rafmagn Bilun er í línu Landsnets og af þeim sökum eru íbúar austan Þjórsár beðnir um að fara sparlega með rafmagn. Á sjötta þúsund heimili og vinnustaðir misstu rafmagn vegna óveðursins í gær. 15. febrúar 2020 11:07
Truflanir í óveðri minna á þörf á uppbyggingu flutnings- og dreifikerfisins Forstjóri RARIK segir að það taki fimmtán ára að endurnýja raflínur miðað við núverandi áform. Verði þeim flýtt gæti það kallað á gjaldskrárhækkanir í dreifbýli. 16. febrúar 2020 12:22
Átján tonna súrheysturn lagðist saman í rokinu í Landeyjum Víða mátti sjá á Suðurlandi miklar skemmdir í dag eftir fárviðrið, sem gekk yfir landshlutann í gær. 15. febrúar 2020 18:30
Rennsli orðið eðlilegt í Skógafossi Svæðið við Skógafoss var rýmt síðdegis í gær vegna mögulegrar krapastíflu fyrir ofan fossinn. 15. febrúar 2020 16:00