Jóhannes Kári Bragason hefur verið ráðinn slökkviliðsstjóri Brunavarna Húnaþings vestra frá 1. mars næstkomandi til eins árs vegna leyfis Péturs Arnarssonar slökkviliðsstjóra. Frá þessu er greint á vef Húnaþings vestra.
Jóhannes Kári er húsasmíðameistari og löggiltur slökkviliðsmaður. Hann hefur starfað hjá Brunavörnum Húnaþings vestra frá árinu 2002.