Ása Ólafsdóttir talin hæfust í Landsrétt Sylvía Hall skrifar 17. febrúar 2020 18:09 Það er mat dómnefndar um hæfni umsækjenda um embætti dómara að Ása Ólafsdóttir sé hæfust umsækjenda. Vísir/Einar Dómnefnd um hæfni umsækjanda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ása Ólafsdóttir, prófessor og forseti Lagadeildar Háskóla Íslands, sé hæfust umsækjenda um dómarastöðu við Landsrétt. Tvö embætti eru laus við réttinn og voru þau auglýst til umsóknar þann 20. desember síðastliðinn. Átta sóttu um embættin en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Við mat á hæfni umsækjenda var litið til menntunar, starfsferils og fræðilegrar þekkingu, aukastarfa og félagsstarfa, almennrar starfshæfni, sérstakrar starfshæfni og andlegs atgervis umsækjenda. Þá er það niðurstaða nefndarinnar að næst komi þau Ástráður Haraldsson og Sandra Baldvinsdóttir en þau starfa bæði sem héraðsdómarar. Þetta er í þriðja sinn sem Ástráður sækir um við réttinn.Sjá einnig: Telur það ekki standast að Landsréttardómarar geti sótt um lausa stöðu við réttinn „Þrjú þeirra standa þó öðrum framar, Ása Ólafsdóttir, sem nefndin telur hæfasta, en næst henni koma jafnsett Ástráður Haraldsson og Sandra Baldvinsdóttir. Öll búa þau að yfirgripsmikilli þekkingu á ýmsum sviðum lögfræði, auk fjölbreyttrar reynslu af störfum í lögmennsku, stjórnsýslu og við dómstóla,“ segir í umsögn nefndarinnar. Ástráður er einn þeirra sem metinn var hæfastur af hæfnisnefnd þegar Landsrétti var komið á fót en Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði hann hins vegar ekki inni á lista yfir þá dómara sem að lokum voru settir í embætti. Voru honum dæmdar 700 þúsund krónur í miskabætur eftir að Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hefði brotið lög með endurröðun lista yfir hæfustu umsækjendur. Ástráður sótti þá aftur um stöðu dómara við réttinn í maí á síðasta ári þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson sagði starfi sínu lausu. Eiríkur Jónsson, fyrrverandi forseti Lagadeildar, var fékk stöðuna í það skiptið en hann hafði einnig sótt um áður. Eftirfarandi sóttu um embættin: Ása Ólafsdóttir, prófessor Ástráður Haraldsson, héraðsdómari Bogi Hjálmtýsson, héraðsdómari Hildur Briem, héraðsdómari Ingibjörg Þorsteinsdóttir, héraðsdómari Ragnheiður Snorradóttir, héraðsdómari Sandra Baldvinsdóttir, héraðsdómari Dómnefndina skipuðu: Ingimundur Einarsson, formaður, Óskar Sigurðsson, Ragnheiður Harðardóttir, Ragnhildur Helgadóttir og Reimar Pétursson. Dómstólar Tengdar fréttir Telur það ekki standast að Landsréttardómarar geti sótt um lausa stöðu við réttinn Ástráður Haraldsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og einn umsækjenda um lausa stöðu dómara við Landsrétt sem auglýst var í byrjun árs, hefur ritað Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, bréf þar sem athygli er vakin á því að tveir umsækjendur um stöðuna eru nú þegar skipaðir dómarar við Landsrétt. 24. janúar 2020 15:30 Ákvörðun dómsmálaráðherra hefur kostað ríkið tugi milljóna króna Kostnaður íslenska ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt nemur tæplega 33 milljónum króna. 16. ágúst 2019 13:41 Ástráður sækir um við Landsrétt í þriðja sinn Alls sóttu átta manns um tvö embætti dómara við Landsrétt. 9. janúar 2020 17:37 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Dómnefnd um hæfni umsækjanda um embætti dómara hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ása Ólafsdóttir, prófessor og forseti Lagadeildar Háskóla Íslands, sé hæfust umsækjenda um dómarastöðu við Landsrétt. Tvö embætti eru laus við réttinn og voru þau auglýst til umsóknar þann 20. desember síðastliðinn. Átta sóttu um embættin en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Við mat á hæfni umsækjenda var litið til menntunar, starfsferils og fræðilegrar þekkingu, aukastarfa og félagsstarfa, almennrar starfshæfni, sérstakrar starfshæfni og andlegs atgervis umsækjenda. Þá er það niðurstaða nefndarinnar að næst komi þau Ástráður Haraldsson og Sandra Baldvinsdóttir en þau starfa bæði sem héraðsdómarar. Þetta er í þriðja sinn sem Ástráður sækir um við réttinn.Sjá einnig: Telur það ekki standast að Landsréttardómarar geti sótt um lausa stöðu við réttinn „Þrjú þeirra standa þó öðrum framar, Ása Ólafsdóttir, sem nefndin telur hæfasta, en næst henni koma jafnsett Ástráður Haraldsson og Sandra Baldvinsdóttir. Öll búa þau að yfirgripsmikilli þekkingu á ýmsum sviðum lögfræði, auk fjölbreyttrar reynslu af störfum í lögmennsku, stjórnsýslu og við dómstóla,“ segir í umsögn nefndarinnar. Ástráður er einn þeirra sem metinn var hæfastur af hæfnisnefnd þegar Landsrétti var komið á fót en Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði hann hins vegar ekki inni á lista yfir þá dómara sem að lokum voru settir í embætti. Voru honum dæmdar 700 þúsund krónur í miskabætur eftir að Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að dómsmálaráðherra hefði brotið lög með endurröðun lista yfir hæfustu umsækjendur. Ástráður sótti þá aftur um stöðu dómara við réttinn í maí á síðasta ári þegar Vilhjálmur H. Vilhjálmsson sagði starfi sínu lausu. Eiríkur Jónsson, fyrrverandi forseti Lagadeildar, var fékk stöðuna í það skiptið en hann hafði einnig sótt um áður. Eftirfarandi sóttu um embættin: Ása Ólafsdóttir, prófessor Ástráður Haraldsson, héraðsdómari Bogi Hjálmtýsson, héraðsdómari Hildur Briem, héraðsdómari Ingibjörg Þorsteinsdóttir, héraðsdómari Ragnheiður Snorradóttir, héraðsdómari Sandra Baldvinsdóttir, héraðsdómari Dómnefndina skipuðu: Ingimundur Einarsson, formaður, Óskar Sigurðsson, Ragnheiður Harðardóttir, Ragnhildur Helgadóttir og Reimar Pétursson.
Dómstólar Tengdar fréttir Telur það ekki standast að Landsréttardómarar geti sótt um lausa stöðu við réttinn Ástráður Haraldsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og einn umsækjenda um lausa stöðu dómara við Landsrétt sem auglýst var í byrjun árs, hefur ritað Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, bréf þar sem athygli er vakin á því að tveir umsækjendur um stöðuna eru nú þegar skipaðir dómarar við Landsrétt. 24. janúar 2020 15:30 Ákvörðun dómsmálaráðherra hefur kostað ríkið tugi milljóna króna Kostnaður íslenska ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt nemur tæplega 33 milljónum króna. 16. ágúst 2019 13:41 Ástráður sækir um við Landsrétt í þriðja sinn Alls sóttu átta manns um tvö embætti dómara við Landsrétt. 9. janúar 2020 17:37 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Fleiri fréttir Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Sjá meira
Telur það ekki standast að Landsréttardómarar geti sótt um lausa stöðu við réttinn Ástráður Haraldsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og einn umsækjenda um lausa stöðu dómara við Landsrétt sem auglýst var í byrjun árs, hefur ritað Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, dómsmálaráðherra, bréf þar sem athygli er vakin á því að tveir umsækjendur um stöðuna eru nú þegar skipaðir dómarar við Landsrétt. 24. janúar 2020 15:30
Ákvörðun dómsmálaráðherra hefur kostað ríkið tugi milljóna króna Kostnaður íslenska ríkisins vegna skipunar dómara í Landsrétt nemur tæplega 33 milljónum króna. 16. ágúst 2019 13:41
Ástráður sækir um við Landsrétt í þriðja sinn Alls sóttu átta manns um tvö embætti dómara við Landsrétt. 9. janúar 2020 17:37