Segist í engum hefndarhug og aðeins reyna að vinna vinnuna sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2020 13:25 Harpa Ólafsdóttir starfaði hjá Eflingu í fimmtán ár á sviði kjaramála. Nú stýrir hún kjaraviðræðum við Eflingu fyrir hönd borgarinnar. Vísir Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar í kjaraviðræðum borgarinnar við Eflingu, segist lítið geta gert í yfirlýsingum Gunnars Smára Egilssonar, framkvæmdastjóra Sósíalistaflokksins. Gunnar Smári var liðsmaður Sólveigar Önnu Jónsdóttur þegar hún náði kjöri sem formaður Eflingar vorið 2018. Formannsskiptin hjá Eflingu fóru fram hjá fæstum. Hörð átök urðu á skrifstofu Eflingar, starfsfólk fór í veikindaleyfi og enn standa yfir deilur vegna krafna fyrrverandi starfsfólks. Meðal starfsfólks sem yfirgaf Eflingu við þessi tímamót var Harpa sem var í júní 2018 ráðin deildarstjóri kjaradeildar á fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Gunnar Smári Egilsson, er afar gagnrýninn á borgina í viðræðum við Eflingu.visir/vilhelm Gunnar Smári tjáir sig í Facebook-hópnum Stéttabaráttan en tilefnið var fyrirhugaður langþráður fundur samninganefnda Reykjavíkurborgar og Eflingar í morgun. „Ætli borgin mæti á fundinn tómhent? Haldi áfram hernaði sínum gagnvart fátækasta fólkinu í borginni? Og ætli fyrrum starfsmaður Eflingar, sem hætti vegna ónægju með kjör félagsmanna á nýri forystu, leiði áfram viðræðurnar fyrir hönd okkar borgarbúa? Hvað er það?“ segir Gunnar Smári og beinir sjónum sínum að Hörpu. „Harpa Ólafsdóttir hefur ekki aðeins leitt þessar viðræður inn í blindstræti og verkföll heldur hefur augljóslega sannfært grey fólkið í meirihlutanum um að forysta Eflingar sé vandamálið, ekki kröfur félagsmanna.“ Það hafi mátt heyra á mæli Dags B. Eggertsson borgarstjóra. „...sem er byrjaður að bresta í lofræður um Sigurð Bessason, fyrrum formann Eflingar og yfirmann Hörpu, og dásama starf hans fyrir verkalýðinn (sem merkir þá á að núverandi forysta starfi ekki fyrir verkalýðinn).“ Alls ekki í hefnarhug Fólkið í meirihlutanum hafi margsannað að það sé ekki í standi til að reka jafn stóra einingu og Reykjavíkurborg er. „Framkvæmdir fara langt fram úr áætlunum, eftirlit er ekkert, samningar ekki frágengnir og einelti og bunker mentality grasserar í Ráðhúsinu. Það er skipa Hörpu formann samninganefndar sýnir sama dómgreindarleysið, að láta konu í hefndarhug leiða viðræður við láglaunafólkið. Eins og það hafa þurft að flækja málin!“ Gunnar Smári skrifar erindi sitt í Facebook-hópinn Stéttabaráttan. Harpa hafði ekki heyrt af ummælum Gunnars Smára þegar blaðamaður náði stuttlega af henni tali. „Ég er einhvern veginn alveg á fullu að reyna að vinna vinnuna mína,“ segir Harpa. Aðspurð hvort hún sé í hefndarhug er hún fljót og afdráttarlaus til svars og má greina að henni finnist spurningin kjánaleg. „Nei nei nei,“ segir Harpa. Hún geti lítið brugðist við orðum Gunnars Smára. Tjáningarfrelsið sé fyrir hendi og hann verði að fá að segja sína skoðun. Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Fleiri fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Sjá meira
Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar í kjaraviðræðum borgarinnar við Eflingu, segist lítið geta gert í yfirlýsingum Gunnars Smára Egilssonar, framkvæmdastjóra Sósíalistaflokksins. Gunnar Smári var liðsmaður Sólveigar Önnu Jónsdóttur þegar hún náði kjöri sem formaður Eflingar vorið 2018. Formannsskiptin hjá Eflingu fóru fram hjá fæstum. Hörð átök urðu á skrifstofu Eflingar, starfsfólk fór í veikindaleyfi og enn standa yfir deilur vegna krafna fyrrverandi starfsfólks. Meðal starfsfólks sem yfirgaf Eflingu við þessi tímamót var Harpa sem var í júní 2018 ráðin deildarstjóri kjaradeildar á fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Gunnar Smári Egilsson, er afar gagnrýninn á borgina í viðræðum við Eflingu.visir/vilhelm Gunnar Smári tjáir sig í Facebook-hópnum Stéttabaráttan en tilefnið var fyrirhugaður langþráður fundur samninganefnda Reykjavíkurborgar og Eflingar í morgun. „Ætli borgin mæti á fundinn tómhent? Haldi áfram hernaði sínum gagnvart fátækasta fólkinu í borginni? Og ætli fyrrum starfsmaður Eflingar, sem hætti vegna ónægju með kjör félagsmanna á nýri forystu, leiði áfram viðræðurnar fyrir hönd okkar borgarbúa? Hvað er það?“ segir Gunnar Smári og beinir sjónum sínum að Hörpu. „Harpa Ólafsdóttir hefur ekki aðeins leitt þessar viðræður inn í blindstræti og verkföll heldur hefur augljóslega sannfært grey fólkið í meirihlutanum um að forysta Eflingar sé vandamálið, ekki kröfur félagsmanna.“ Það hafi mátt heyra á mæli Dags B. Eggertsson borgarstjóra. „...sem er byrjaður að bresta í lofræður um Sigurð Bessason, fyrrum formann Eflingar og yfirmann Hörpu, og dásama starf hans fyrir verkalýðinn (sem merkir þá á að núverandi forysta starfi ekki fyrir verkalýðinn).“ Alls ekki í hefnarhug Fólkið í meirihlutanum hafi margsannað að það sé ekki í standi til að reka jafn stóra einingu og Reykjavíkurborg er. „Framkvæmdir fara langt fram úr áætlunum, eftirlit er ekkert, samningar ekki frágengnir og einelti og bunker mentality grasserar í Ráðhúsinu. Það er skipa Hörpu formann samninganefndar sýnir sama dómgreindarleysið, að láta konu í hefndarhug leiða viðræður við láglaunafólkið. Eins og það hafa þurft að flækja málin!“ Gunnar Smári skrifar erindi sitt í Facebook-hópinn Stéttabaráttan. Harpa hafði ekki heyrt af ummælum Gunnars Smára þegar blaðamaður náði stuttlega af henni tali. „Ég er einhvern veginn alveg á fullu að reyna að vinna vinnuna mína,“ segir Harpa. Aðspurð hvort hún sé í hefndarhug er hún fljót og afdráttarlaus til svars og má greina að henni finnist spurningin kjánaleg. „Nei nei nei,“ segir Harpa. Hún geti lítið brugðist við orðum Gunnars Smára. Tjáningarfrelsið sé fyrir hendi og hann verði að fá að segja sína skoðun.
Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Fleiri fréttir Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Sjá meira