Geta nú greint Wuhan-kórónaveiruna á Íslandi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. febrúar 2020 12:22 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/baldur Nú er hægt að greina Wuhan-kórónaveiruna á nokkrum klukkustundum hér á landi. Enn hafa þó engin tilfelli komið upp á Íslandi. Fjöldi látinna af völdum veirunnar nálgast nú 260 og hafa hátt í tólf þúsund smit verið staðfest, langflest í Kína. Landspítalinn hefur nú hafið undirbúning til þess að geta tekið á móti fólki smituðu af Wuhan-kórónaveirunni, ef á þarf að halda. Sérstök gámaeining verður sett upp með það fyrir augum að taka á móti fólki sem mögulega er smitað. Þjóðaröryggisráð kom saman til upplýsingafundar í gær og þá fór Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra yfir stöðuna á fundi ríkisstjóranrinnar í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir stöðuna annars lítið breytta en í gær var samhæfingarmiðstöð Almannavarna til vonar og vara. „Við höldum bara áfram að fylgjast með upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og Sóttvarnastofnun Evrópu. Það eina sem kannski er breytt núna er það að nú getum við greint veiruna hér á landi þannig að við erum alveg tilbúin til þess,“ segir Þórólfur. Greiningin taki einungis nokkrar klukkustundir. „Ég held að það sé mikilvægt að hafa það í huga að þó það séu alvarlegar fréttir af þessari veiru þá eru náttúrlega langflestir sem fá þessa veirusýkingu fá ekki alvarleg einkenni. Það er mikilvægt að hafa það í huga,“ segir Þórólfur. Nýjustu fregnir herma að á heimsvísu séu 259 látnir og um 12 þúsund smit staðfest, þar af langflest á meginlandi Kína, í og í grennd við Wuhan-hérað. Nokkur tilfelli hafa einnig verið staðfest í öðrum ríkjum víðar um heim, en til að mynda var fyrsta tilfellið staðfest í Svíþjóð í gær. Bandarísk yfirvöld hafa tekið upp strangt verklag vegna veirunnar. Þannig fá erlendir ríkisborgarar sem hafa komið til Kína undanfarnar tvær vikur ekki inngöngu í Bandaríkin og Bandarískir ríkisborgarar sem dvalið hafa í nágrenni Wuhan munu þurfa að dvelja í sóttkví í tvær vikur áður en þeim verður hleypt inn í landið. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Innlent Fleiri fréttir „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Sjá meira
Nú er hægt að greina Wuhan-kórónaveiruna á nokkrum klukkustundum hér á landi. Enn hafa þó engin tilfelli komið upp á Íslandi. Fjöldi látinna af völdum veirunnar nálgast nú 260 og hafa hátt í tólf þúsund smit verið staðfest, langflest í Kína. Landspítalinn hefur nú hafið undirbúning til þess að geta tekið á móti fólki smituðu af Wuhan-kórónaveirunni, ef á þarf að halda. Sérstök gámaeining verður sett upp með það fyrir augum að taka á móti fólki sem mögulega er smitað. Þjóðaröryggisráð kom saman til upplýsingafundar í gær og þá fór Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra yfir stöðuna á fundi ríkisstjóranrinnar í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir stöðuna annars lítið breytta en í gær var samhæfingarmiðstöð Almannavarna til vonar og vara. „Við höldum bara áfram að fylgjast með upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og Sóttvarnastofnun Evrópu. Það eina sem kannski er breytt núna er það að nú getum við greint veiruna hér á landi þannig að við erum alveg tilbúin til þess,“ segir Þórólfur. Greiningin taki einungis nokkrar klukkustundir. „Ég held að það sé mikilvægt að hafa það í huga að þó það séu alvarlegar fréttir af þessari veiru þá eru náttúrlega langflestir sem fá þessa veirusýkingu fá ekki alvarleg einkenni. Það er mikilvægt að hafa það í huga,“ segir Þórólfur. Nýjustu fregnir herma að á heimsvísu séu 259 látnir og um 12 þúsund smit staðfest, þar af langflest á meginlandi Kína, í og í grennd við Wuhan-hérað. Nokkur tilfelli hafa einnig verið staðfest í öðrum ríkjum víðar um heim, en til að mynda var fyrsta tilfellið staðfest í Svíþjóð í gær. Bandarísk yfirvöld hafa tekið upp strangt verklag vegna veirunnar. Þannig fá erlendir ríkisborgarar sem hafa komið til Kína undanfarnar tvær vikur ekki inngöngu í Bandaríkin og Bandarískir ríkisborgarar sem dvalið hafa í nágrenni Wuhan munu þurfa að dvelja í sóttkví í tvær vikur áður en þeim verður hleypt inn í landið.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Innlent Fleiri fréttir „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Sjá meira