Segir samskipti á netinu vera samskipti við fyrirtæki Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 18:30 Helga segir að fyrirtækin sem standi baki samfélagsmiðlum fylgist með samskiptum fólks á netinu. Samtal við fjölskyldu og vini sé því samtal við fyrirtækið. epa/Dan Kitwood „Það er ekki nóg með það að við séum kortlögð í samskiptum okkar við hið opinbera og einkageirann og kannski í einkalífinu heima hjá okkur ef við kjósum að vera á netinu, heldur er tæknin núna farin að greina svipbrigðin okkar,“ segir Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar. „Út frá þeim upplýsingum að sjá fyrir [hvort við] verðum auðveldlega pirruð, þreytt, leið, glöð og döpur.“ Þetta er greint út frá ljósmyndum, rödd og segir Helga greininguna jafnvel byggjast á því hvernig fólk slær inn á lyklaborð. „Þegar fólk heldur að það sé að tala við fjölskyldu og vini þá getum við byrjað á því, þið eruð alltaf að tala við fyrirtækið sem er þarna undir, samfélagsmiðillinn sem þið kjósið að nota, sem vill svo til að er að brjóta mjög oft á grundvallarreglum persónuverndar.“ „Fólk þarf að átta sig á því, við eigum í meiri og meiri rafrænum samskiptum við hið opinbera og síðan erum við undir meira og minna eftirliti í vinnunni, hvort sem það er tölvupósturinn, rafræn myndavél sem fylgist með hvenær við förum inn og förum út og allt þetta,“ segir Helga. „Síðan erum við að tala um verslun og viðskipti, allt sem við ákveðum að kaupa, þau viðskipti meira og minna fara yfir á netinu, greiðslusagan, neyslusagan, venjurnar.“ „Viljum við vera greind í hörgul?“ „Ég hef leift mér að segja, við erum að lifa vísindaskáldsöguna. Það eru í raun og veru oftast ekki stjórnvöld sem eru núna í rýninni heldur risastór einkafyrirtæki, nema fyrir utan Kína.“ Helga sótti nýlega ráðstefnu um persónuvernd og segir hún að hún hafi farið á umræðufund þar sem einstaklingar frá Hong Kong komu og ræddu hvernig það væri að þekkjast þrátt fyrir derhúfu og andlitshulu. „Tæknin er orðin þannig að stjórnvöld eða aðrir sem vilja finna þig hafa þann möguleika bara með því að greina röddina eða greina göngulagið þannig að við erum ekkert sérstaklega hólpin.“ Hún segir aðalatriðið í persónuvernd ekki vera að vera á móti þessu heldur að fólk verði að átta sig á því að sé persónuverndarreglum ekki fylgt þegar ný tækni er tekin í notkun þá sé tæknin okkur ekki til hagsbóta, verið sé að rýna okkur í hörgul. Persónuupplýsingar orðin vara Helga segir ástandið þó ekki vonlaust og verið sé að vinna markvisst að því að persónuverndarlögum sé fylgt. Hún tekur dæmi um að Marriott hótelkeðjan í Bretlandi eigi yfir höfði sér sautján milljarða íslenskra króna sekt vegna öryggisbrests sem varð í sumar. „Auðvitað eru ekki njósnir hjá þeim heldur bara gott og gengt fyrirtæki í rekstri en passar ekki nóg upp á persónuupplýsingarnar og persónuupplýsingarnar, verandi orðin sú vara sem hún er í dag. Þess vegna er öryggi persónuupplýsinga það sem er númer eitt, tvö og þrjú sem verið er að passa upp á.“ Bítið Netöryggi Persónuvernd Tækni Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira
„Það er ekki nóg með það að við séum kortlögð í samskiptum okkar við hið opinbera og einkageirann og kannski í einkalífinu heima hjá okkur ef við kjósum að vera á netinu, heldur er tæknin núna farin að greina svipbrigðin okkar,“ segir Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar. „Út frá þeim upplýsingum að sjá fyrir [hvort við] verðum auðveldlega pirruð, þreytt, leið, glöð og döpur.“ Þetta er greint út frá ljósmyndum, rödd og segir Helga greininguna jafnvel byggjast á því hvernig fólk slær inn á lyklaborð. „Þegar fólk heldur að það sé að tala við fjölskyldu og vini þá getum við byrjað á því, þið eruð alltaf að tala við fyrirtækið sem er þarna undir, samfélagsmiðillinn sem þið kjósið að nota, sem vill svo til að er að brjóta mjög oft á grundvallarreglum persónuverndar.“ „Fólk þarf að átta sig á því, við eigum í meiri og meiri rafrænum samskiptum við hið opinbera og síðan erum við undir meira og minna eftirliti í vinnunni, hvort sem það er tölvupósturinn, rafræn myndavél sem fylgist með hvenær við förum inn og förum út og allt þetta,“ segir Helga. „Síðan erum við að tala um verslun og viðskipti, allt sem við ákveðum að kaupa, þau viðskipti meira og minna fara yfir á netinu, greiðslusagan, neyslusagan, venjurnar.“ „Viljum við vera greind í hörgul?“ „Ég hef leift mér að segja, við erum að lifa vísindaskáldsöguna. Það eru í raun og veru oftast ekki stjórnvöld sem eru núna í rýninni heldur risastór einkafyrirtæki, nema fyrir utan Kína.“ Helga sótti nýlega ráðstefnu um persónuvernd og segir hún að hún hafi farið á umræðufund þar sem einstaklingar frá Hong Kong komu og ræddu hvernig það væri að þekkjast þrátt fyrir derhúfu og andlitshulu. „Tæknin er orðin þannig að stjórnvöld eða aðrir sem vilja finna þig hafa þann möguleika bara með því að greina röddina eða greina göngulagið þannig að við erum ekkert sérstaklega hólpin.“ Hún segir aðalatriðið í persónuvernd ekki vera að vera á móti þessu heldur að fólk verði að átta sig á því að sé persónuverndarreglum ekki fylgt þegar ný tækni er tekin í notkun þá sé tæknin okkur ekki til hagsbóta, verið sé að rýna okkur í hörgul. Persónuupplýsingar orðin vara Helga segir ástandið þó ekki vonlaust og verið sé að vinna markvisst að því að persónuverndarlögum sé fylgt. Hún tekur dæmi um að Marriott hótelkeðjan í Bretlandi eigi yfir höfði sér sautján milljarða íslenskra króna sekt vegna öryggisbrests sem varð í sumar. „Auðvitað eru ekki njósnir hjá þeim heldur bara gott og gengt fyrirtæki í rekstri en passar ekki nóg upp á persónuupplýsingarnar og persónuupplýsingarnar, verandi orðin sú vara sem hún er í dag. Þess vegna er öryggi persónuupplýsinga það sem er númer eitt, tvö og þrjú sem verið er að passa upp á.“
Bítið Netöryggi Persónuvernd Tækni Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sjá meira