Segir samskipti á netinu vera samskipti við fyrirtæki Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 18:30 Helga segir að fyrirtækin sem standi baki samfélagsmiðlum fylgist með samskiptum fólks á netinu. Samtal við fjölskyldu og vini sé því samtal við fyrirtækið. epa/Dan Kitwood „Það er ekki nóg með það að við séum kortlögð í samskiptum okkar við hið opinbera og einkageirann og kannski í einkalífinu heima hjá okkur ef við kjósum að vera á netinu, heldur er tæknin núna farin að greina svipbrigðin okkar,“ segir Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar. „Út frá þeim upplýsingum að sjá fyrir [hvort við] verðum auðveldlega pirruð, þreytt, leið, glöð og döpur.“ Þetta er greint út frá ljósmyndum, rödd og segir Helga greininguna jafnvel byggjast á því hvernig fólk slær inn á lyklaborð. „Þegar fólk heldur að það sé að tala við fjölskyldu og vini þá getum við byrjað á því, þið eruð alltaf að tala við fyrirtækið sem er þarna undir, samfélagsmiðillinn sem þið kjósið að nota, sem vill svo til að er að brjóta mjög oft á grundvallarreglum persónuverndar.“ „Fólk þarf að átta sig á því, við eigum í meiri og meiri rafrænum samskiptum við hið opinbera og síðan erum við undir meira og minna eftirliti í vinnunni, hvort sem það er tölvupósturinn, rafræn myndavél sem fylgist með hvenær við förum inn og förum út og allt þetta,“ segir Helga. „Síðan erum við að tala um verslun og viðskipti, allt sem við ákveðum að kaupa, þau viðskipti meira og minna fara yfir á netinu, greiðslusagan, neyslusagan, venjurnar.“ „Viljum við vera greind í hörgul?“ „Ég hef leift mér að segja, við erum að lifa vísindaskáldsöguna. Það eru í raun og veru oftast ekki stjórnvöld sem eru núna í rýninni heldur risastór einkafyrirtæki, nema fyrir utan Kína.“ Helga sótti nýlega ráðstefnu um persónuvernd og segir hún að hún hafi farið á umræðufund þar sem einstaklingar frá Hong Kong komu og ræddu hvernig það væri að þekkjast þrátt fyrir derhúfu og andlitshulu. „Tæknin er orðin þannig að stjórnvöld eða aðrir sem vilja finna þig hafa þann möguleika bara með því að greina röddina eða greina göngulagið þannig að við erum ekkert sérstaklega hólpin.“ Hún segir aðalatriðið í persónuvernd ekki vera að vera á móti þessu heldur að fólk verði að átta sig á því að sé persónuverndarreglum ekki fylgt þegar ný tækni er tekin í notkun þá sé tæknin okkur ekki til hagsbóta, verið sé að rýna okkur í hörgul. Persónuupplýsingar orðin vara Helga segir ástandið þó ekki vonlaust og verið sé að vinna markvisst að því að persónuverndarlögum sé fylgt. Hún tekur dæmi um að Marriott hótelkeðjan í Bretlandi eigi yfir höfði sér sautján milljarða íslenskra króna sekt vegna öryggisbrests sem varð í sumar. „Auðvitað eru ekki njósnir hjá þeim heldur bara gott og gengt fyrirtæki í rekstri en passar ekki nóg upp á persónuupplýsingarnar og persónuupplýsingarnar, verandi orðin sú vara sem hún er í dag. Þess vegna er öryggi persónuupplýsinga það sem er númer eitt, tvö og þrjú sem verið er að passa upp á.“ Bítið Netöryggi Persónuvernd Tækni Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira
„Það er ekki nóg með það að við séum kortlögð í samskiptum okkar við hið opinbera og einkageirann og kannski í einkalífinu heima hjá okkur ef við kjósum að vera á netinu, heldur er tæknin núna farin að greina svipbrigðin okkar,“ segir Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar. „Út frá þeim upplýsingum að sjá fyrir [hvort við] verðum auðveldlega pirruð, þreytt, leið, glöð og döpur.“ Þetta er greint út frá ljósmyndum, rödd og segir Helga greininguna jafnvel byggjast á því hvernig fólk slær inn á lyklaborð. „Þegar fólk heldur að það sé að tala við fjölskyldu og vini þá getum við byrjað á því, þið eruð alltaf að tala við fyrirtækið sem er þarna undir, samfélagsmiðillinn sem þið kjósið að nota, sem vill svo til að er að brjóta mjög oft á grundvallarreglum persónuverndar.“ „Fólk þarf að átta sig á því, við eigum í meiri og meiri rafrænum samskiptum við hið opinbera og síðan erum við undir meira og minna eftirliti í vinnunni, hvort sem það er tölvupósturinn, rafræn myndavél sem fylgist með hvenær við förum inn og förum út og allt þetta,“ segir Helga. „Síðan erum við að tala um verslun og viðskipti, allt sem við ákveðum að kaupa, þau viðskipti meira og minna fara yfir á netinu, greiðslusagan, neyslusagan, venjurnar.“ „Viljum við vera greind í hörgul?“ „Ég hef leift mér að segja, við erum að lifa vísindaskáldsöguna. Það eru í raun og veru oftast ekki stjórnvöld sem eru núna í rýninni heldur risastór einkafyrirtæki, nema fyrir utan Kína.“ Helga sótti nýlega ráðstefnu um persónuvernd og segir hún að hún hafi farið á umræðufund þar sem einstaklingar frá Hong Kong komu og ræddu hvernig það væri að þekkjast þrátt fyrir derhúfu og andlitshulu. „Tæknin er orðin þannig að stjórnvöld eða aðrir sem vilja finna þig hafa þann möguleika bara með því að greina röddina eða greina göngulagið þannig að við erum ekkert sérstaklega hólpin.“ Hún segir aðalatriðið í persónuvernd ekki vera að vera á móti þessu heldur að fólk verði að átta sig á því að sé persónuverndarreglum ekki fylgt þegar ný tækni er tekin í notkun þá sé tæknin okkur ekki til hagsbóta, verið sé að rýna okkur í hörgul. Persónuupplýsingar orðin vara Helga segir ástandið þó ekki vonlaust og verið sé að vinna markvisst að því að persónuverndarlögum sé fylgt. Hún tekur dæmi um að Marriott hótelkeðjan í Bretlandi eigi yfir höfði sér sautján milljarða íslenskra króna sekt vegna öryggisbrests sem varð í sumar. „Auðvitað eru ekki njósnir hjá þeim heldur bara gott og gengt fyrirtæki í rekstri en passar ekki nóg upp á persónuupplýsingarnar og persónuupplýsingarnar, verandi orðin sú vara sem hún er í dag. Þess vegna er öryggi persónuupplýsinga það sem er númer eitt, tvö og þrjú sem verið er að passa upp á.“
Bítið Netöryggi Persónuvernd Tækni Mest lesið Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Fleiri fréttir Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Bein útsending: Eurovision-ákvörðun og mótmæli í Efstaleiti Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Sjá meira