Í þáttunum vinsælu Queer Eye er fylgst með þeim Antoni, Bobby, Jonathan, Karomo og Tan sem aðstoða fólk að breyta lífstíl sínum og fær fólkið nýinnréttað heimili og glænýjan fataskáp.
Í þáttunum sér Bobby Berk alfarið um að taka heimilið í gegn og innrétta það alveg frá a-ö upp á nýtt.
Þættirnir hafa vægast sagt slegið í gegn á Netflix eftir að þættirnir endurvaktir af Netflix á síðasta ári, fimmtán árum eftir að upphaflegu þættirnir voru sýndir. Þá unnu þættirnir þrjú Emmy-verðlaun á síðasta ári.
Berk settist niður með Architectural Digest á dögunum og fór yfir hverja einustu heimilisbreytingu sem hann hannaði í þáttunum í þáttaröðunum fjórum sem hafa komið út með nýja genginu.
Oftast vekur það mikla athygli hvað Berk nær að gera fyrir heimili einstaklinganna sem teknir eru fyrir í Queer Eye.