Demókratar íhuga að stefna Bolton til að bera vitni Kjartan Kjartansson skrifar 5. febrúar 2020 15:46 Bolton vildi ekki bera vitni í rannsókn fulltrúadeildarinnar en skaut skyndilega upp kollinum þegar réttarhöldin yfir Trump stóðu sem hæst. Vísir/EPA Líklegt er að demókratar sem stjórna fulltrúadeild Bandaríkjaþings stefni John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump forseta, til að bera vitni og haldi áfram rannsókn á forsetanum eftir að hann verður sýknaður af kæru um embættisbrot í öldungadeild þingsins. Búist er við því að repúblikanar í öldungadeildinni sýkni Trump af kæru um að hafa misnotað vald sitt og hindrað rannsókn þingsins og bindi enda á réttarhöldin yfir forsetanum þegar í dag. Engin ný vitni voru kölluð til og engin ný gögn voru lögð fram við réttarhöldin. Atkvæðagreiðsla um sekt eða sýknu er á dagskránni um klukkan 21:00 að íslenskum tíma, að sögn Washington Post. Sýkna öldungadeildarinnar virðist þó ekki ætla að marka endalok rannsóknarinnar á meintum embættisbrotum Trump í tengslum við þrýsting hans á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan keppinaut hans. Jerry Nadler, formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar, segir að demókratar muni „líklega“ stefna Bolton til að bera vitni og halda frekari rannsóknum áfram. „Mér finnst það líklegt, já,“ sagði Nadler við fréttamann CNN-fréttastöðvarinnar í dag. Breaking: House Judiciary Chairman Jerry Nadler says House Democrats will “likely” subpoena John Bolton and continue with more investigations after today. “I think it's likely yes,” he told @mkraju.— Jim Sciutto (@jimsciutto) February 5, 2020 Bolton, sem hætti sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump í fússi í september, neitaði að bera vitni sjálfviljugur í rannsókn fulltrúadeildarinnar. Demókratar kusu að stefna honum ekki til að bera vitni til þess að draga rannsóknina ekki á langinn á meðan beðið væri niðurstöðu dómstóla um hvort Bolton væri skylt að verða við henni. Á meðan á réttarhöldunum yfir Trump stóð í öldungadeildinni sagðist Bolton skyndilega tilbúinn að bera vitni. New York Times hafði þá greint frá fullyrðingum Bolton um að Trump hafi sjálfur skilyrt hundruð milljóna hernaðaraðstoð til Úkraínu við að þarlend stjórnvöld féllust á rannsóknir sem hefðu gagnast forsetanum pólitískt. Fullyrðingarnar komu fram í handriti að bók sem Bolton skrifaði og Hvíta húsið hafði fengið til umsagnar. Embættismenn sem báru vitni í réttarhöldunum lýstu þrýstingsherferð Trump og Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns forsetans, gegn úkraínskum stjórnvöldum sem miðaði að því að fá þau til að tilkynna um rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegum mótframbjóðanda Trump í forsetakosningunum í haust. Enginn þeirra gat þó borið afdráttarlaust vitni um að Trump hefði persónulega staðið að herferðinni þó að það hafi verið skilningur þeirra. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump flytur stefnuræðu fyrir kviðdómi sínum Stefnuræða Bandaríkjaforseta ber upp kvöldið áður en öldungadeild Bandaríkjaþings er líkleg til að sýkna hann af kæru um embættisbrot. 4. febrúar 2020 16:48 Öldungadeildin hafnaði vitnaleiðslum og sögð með því hafa tryggt að Trump verði sýknaður Demókratar kölluðu eftir því að vitni yrðu leidd fyrir öldungadeildina en Repúblikanar voru nær allir því mótfallnir og vilja þeir ljúka málinu sem fyrst. 31. janúar 2020 23:55 Trump að öllum líkindum sýknaður á miðvikudag Allar líkur eru á að Donald Trump Bandaríkjaforseti verði sýknaður af ákærum um embættisbrot í öldungadeild bandaríska þingsins, eftir að republikanar felldu tillögu demókrata um að vitni yrðu kölluð til yfirheyrslu vegna málsins í gærkvöldi. 1. febrúar 2020 21:08 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Líklegt er að demókratar sem stjórna fulltrúadeild Bandaríkjaþings stefni John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donald Trump forseta, til að bera vitni og haldi áfram rannsókn á forsetanum eftir að hann verður sýknaður af kæru um embættisbrot í öldungadeild þingsins. Búist er við því að repúblikanar í öldungadeildinni sýkni Trump af kæru um að hafa misnotað vald sitt og hindrað rannsókn þingsins og bindi enda á réttarhöldin yfir forsetanum þegar í dag. Engin ný vitni voru kölluð til og engin ný gögn voru lögð fram við réttarhöldin. Atkvæðagreiðsla um sekt eða sýknu er á dagskránni um klukkan 21:00 að íslenskum tíma, að sögn Washington Post. Sýkna öldungadeildarinnar virðist þó ekki ætla að marka endalok rannsóknarinnar á meintum embættisbrotum Trump í tengslum við þrýsting hans á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan keppinaut hans. Jerry Nadler, formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildarinnar, segir að demókratar muni „líklega“ stefna Bolton til að bera vitni og halda frekari rannsóknum áfram. „Mér finnst það líklegt, já,“ sagði Nadler við fréttamann CNN-fréttastöðvarinnar í dag. Breaking: House Judiciary Chairman Jerry Nadler says House Democrats will “likely” subpoena John Bolton and continue with more investigations after today. “I think it's likely yes,” he told @mkraju.— Jim Sciutto (@jimsciutto) February 5, 2020 Bolton, sem hætti sem þjóðaröryggisráðgjafi Trump í fússi í september, neitaði að bera vitni sjálfviljugur í rannsókn fulltrúadeildarinnar. Demókratar kusu að stefna honum ekki til að bera vitni til þess að draga rannsóknina ekki á langinn á meðan beðið væri niðurstöðu dómstóla um hvort Bolton væri skylt að verða við henni. Á meðan á réttarhöldunum yfir Trump stóð í öldungadeildinni sagðist Bolton skyndilega tilbúinn að bera vitni. New York Times hafði þá greint frá fullyrðingum Bolton um að Trump hafi sjálfur skilyrt hundruð milljóna hernaðaraðstoð til Úkraínu við að þarlend stjórnvöld féllust á rannsóknir sem hefðu gagnast forsetanum pólitískt. Fullyrðingarnar komu fram í handriti að bók sem Bolton skrifaði og Hvíta húsið hafði fengið til umsagnar. Embættismenn sem báru vitni í réttarhöldunum lýstu þrýstingsherferð Trump og Rudy Giuliani, persónulegs lögmanns forsetans, gegn úkraínskum stjórnvöldum sem miðaði að því að fá þau til að tilkynna um rannsókn á Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og mögulegum mótframbjóðanda Trump í forsetakosningunum í haust. Enginn þeirra gat þó borið afdráttarlaust vitni um að Trump hefði persónulega staðið að herferðinni þó að það hafi verið skilningur þeirra.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump flytur stefnuræðu fyrir kviðdómi sínum Stefnuræða Bandaríkjaforseta ber upp kvöldið áður en öldungadeild Bandaríkjaþings er líkleg til að sýkna hann af kæru um embættisbrot. 4. febrúar 2020 16:48 Öldungadeildin hafnaði vitnaleiðslum og sögð með því hafa tryggt að Trump verði sýknaður Demókratar kölluðu eftir því að vitni yrðu leidd fyrir öldungadeildina en Repúblikanar voru nær allir því mótfallnir og vilja þeir ljúka málinu sem fyrst. 31. janúar 2020 23:55 Trump að öllum líkindum sýknaður á miðvikudag Allar líkur eru á að Donald Trump Bandaríkjaforseti verði sýknaður af ákærum um embættisbrot í öldungadeild bandaríska þingsins, eftir að republikanar felldu tillögu demókrata um að vitni yrðu kölluð til yfirheyrslu vegna málsins í gærkvöldi. 1. febrúar 2020 21:08 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Trump flytur stefnuræðu fyrir kviðdómi sínum Stefnuræða Bandaríkjaforseta ber upp kvöldið áður en öldungadeild Bandaríkjaþings er líkleg til að sýkna hann af kæru um embættisbrot. 4. febrúar 2020 16:48
Öldungadeildin hafnaði vitnaleiðslum og sögð með því hafa tryggt að Trump verði sýknaður Demókratar kölluðu eftir því að vitni yrðu leidd fyrir öldungadeildina en Repúblikanar voru nær allir því mótfallnir og vilja þeir ljúka málinu sem fyrst. 31. janúar 2020 23:55
Trump að öllum líkindum sýknaður á miðvikudag Allar líkur eru á að Donald Trump Bandaríkjaforseti verði sýknaður af ákærum um embættisbrot í öldungadeild bandaríska þingsins, eftir að republikanar felldu tillögu demókrata um að vitni yrðu kölluð til yfirheyrslu vegna málsins í gærkvöldi. 1. febrúar 2020 21:08